Vikan - 29.02.1968, Side 17
PLÖTUUMSLAG10 KOSTAÐI
TÍU ÞÚSUND PUND
Þótt ýmsir vilji halda því fram, að Roll-
ingarnir séu dauðir úr öllum æðum, virð-
ist slíku þó ekki til að dreifa. Nýjasta,
hæggenga hljómplata þeirra, sem kom út
skömmu fyrir jól, bendir altérid til þess
að enn sé iífsmark með þessari umdeildu
hljómsveit. Sagt er, að umrædd hljóm-
piata, sem ber heitið „Satanic Majesties
Reques", hafi átt að vera svar Rolling-
anna við „Sgt. Pepper“ plötu Bítlanna —
þ. e. platan átti að sýna fram á, að hljóm-
sveitin getur gert annað og meira en að
senda frá sér lög til að geðjast plötukaup-
endum á táningaaldri. Ekki er þó hér með
sagt, að náinn skyldleiki,sé milli þess sem
þessar tvær hljómplötur hafa að geyma.
Sannleikurinn er sá, að tónlist Rolling-
anna er af allt öðrum toga spunnin. Roll-
ingarnir hafa greinilega lagt mikla vinnu
í plötu sína og ekki er ósennilegt að þeir
hafi hugsað með sjálfum sér: „Nú er að
duga eða drepast!“ Athygli vekur, að lög-
in eru öll lengri en menn eiga að venjast.
Ekkert lag er styttra en þrjár mínútur —
og er tímalengdin yfirleitt 4, 5 og allt upp
í 7 mínútur hvert lag.
Líkt og plata Bítlanna hefst þessi hljóm.
plata á inngangi, og nefnist hann „Sing
This All Together“. Ekkert bil er á plöt-
unni milli þessa lags og hins næsta (aftur
áhrif frá Bítlunum!), sem nefnist „Cita-
del“ og er sungið af Mick Jagger. Þá er
lagið „In Another land“ eftir Bill Wyman,
bassaleikarann, og syngur hann lagið sjálf-
ur. Þess má geta, að lagið hefur einnig
verið gefið úl á tveggja laga plötu í Banda-
ríkjunum. Þá er lagið „2000 man“, þar
sem gítar og orgelspil er allsráðandi, en
við og við má greina hljóðin í Mikka. —
Næst verður fyrir „Sing This Altogether
(See What Happens)", og hefst það á
flautuspili, ræskingum og masi. Rolling-
arnir hafa talsvert gert af því að færa sér
í nyt aukahljóð eða „effekta" á plötunni,
og fyrsta lag á hlið númer tvö hefst á
hávaða frá bingó-samkomu sem blandast
píanóspili. Lagið heitir annars „She‘s A
Rainbow", fallegt lag og skemmtilega út-
sett með fiðlum og fíneríi. í lok lagsins
slær „Big Ben“ og þá er komið að laginu v
„The Lantern", sem margir ætla, að sé
bezta og fallegasta lagið á plötunni. Þá er
lagið „Gomber“ er byggist upp á endur-
teknu stefi sem leikið er á gítar í einhvers
konar milli tempó takti. Nóg um það. En
lagið, sem þar kemur á eftir, er all furðu-
legt. Það heitir „2000 Light Years From
Home“ og má hér heyra mikið af tor-
kennilegum aukahljóðum enda á lagið að
lýsa ferð út í geiminn! Hér heyrist í pípu-
orgeli og einhverjir heyrasl líka syngja í
falsett á bakvið. Síðasta lagið á plötunni
nefnist svo „On With The Show“, og það
ætti að koma öllum í gott skap. Grín frá
upphafi til enda, en þess má geta að klið-
urinn í upphafi lagsins er hljóðritaður í
strípiklúbb í Soho hverfi Lundúnaborgar.
Öllum ber saman um, að hér fari bezta,
hæggenga hljómplata, sem Rollingarnir
hafa látið frá sér fara. Til hennar hefur
augsýnilega verið vel vandað — og er
raunar nóg að líta umslagið til að fá smjör-
þefinn af því, en sagt er að það eitt hafi
kostað útgáfufyrirtækið tíu þúsund pund!
EKKI RÆTAST
ALLIR SPADÓMAR
Á árinu 1967 komust alls 18 lög í efsta sæti
á brezka vinsældalistanum. Þeir, sem mest
létu að sér kveða, voru Bítlarnir, The Mon-
kees og Engelbert Humperdinck. Bítlarnir
áttu lögin „Penny Lane" (í marz), ,,A11 you
need is love“ (júlí/ágúst) og „Hello good-
bye“ (desember). — Engelbert Humperdinck
setti heldur betur strik í reikninginn, svo til
óþekktur maðurinn, en lögin hans tvö, sem
komust í hið langþráða efsta sæti, voru
„Release me“ (febrúar og marz) og „The
last waltz“ (september og október). Lög The
Monkees, sem komust í efsta sæti, voru „I‘m
a believer" (í janúar) og „Alternate Title"
(í júlí).
Það er fróðlegt að lesa ummæli ýmissa
manna um þessi vinsælustu lög á árinu 1967,
ummæli, sem höfð voru, þegar lögin tóku
fyrst að heyrast og enginn vissi, hvort þau
mundu ná vinsældum.
Scott Walker sagði til dæmis um lag San-
die Shaw, „Puppet on a string":
— Þetta er hræðilegt! Er þetta lagið, sem
á að vera á þessari söngvakeppni? Það kemst
áreiðanlega ekki langt. Þjóðverjar munu ef-
laust kunna að meta allt þetta „úmpa, úmpa“!
Þetta er mjög slæm hljómplata. Sandie hefur
oft gert miklu betur.
Þetta sagði Scott, en lagið komst nú samt
í efsta sæti vinsældalistans og þar sat það í
heilan mánuð!
í apríl komst lagið „Something Stupid“ í
efsta sætið. Þegar lagið var gefið út, sagði
sami Scott Walker:
— Nei, drottinn minn dýri. Nú hefur held-
ur betur slegið út í fyrir Frank. Þetta get
ég aldrei fyrirgefið honum. Ég skil ekki, hvers
vegna hann er að þessu. Ekki er það pening-
anna vegna! Kannski er hann bara að fíflast
í ellinni. Ég vildi óska að hann hætti þessu.
Ekki varð Scott Walker sannspár, en þetta
sagði Dave Davies um lag Engelbert Hump-
erdinck. „The last waltz“:
— Þetta er ekki fyrir minn smekk, þótt
mér hafi fallið „Release me“ vel í geð. Eg
býst snmt ekki við að þetta lag verði éins
vinsælt og hin lögin, sem Berti hefur sungið.
Hljómsveit Joe Loss mun spila þetta á böll-
um.
Og um lag Bítlanna, „Hello goodbye“ sagði
Lcng John Baldry:
— Mér finn.st þetta lag ekkert sérstakt. Það
cr fremur leiðinlegt. Ekki til heil brú í text-
anum. en af því að þetta eru Bítlarnir kemst
það áreiðanlega ofarlega á vinsældalistann.
Hvort það kemst í efsta sæti, þori ég ekki að
segja.
Lagið komst nú samt í efsta sæti 9. desem-
ber og var þar til áramóta. Svona geta nú
skoðanir manna verið skiptar, en það eru auð-
vitað ekki ,,stjörnurnar“ sjálfar, sem ráða
því, hvort lög komast á vinsældalista eða
ckki. Því ráða þeir, sem plöturnar kaupa og
þar er ungt fólk aö sjálfsögðu í miklum meiri-
hluta. Án þess væru ,,stjörnurnar“ ekki til!
Engelbert Humperdinck. Tvö laga hans kom-
uts í efsta sæti brezka vinsældalistans 1967.
Nýjasta lagi'ð hans er þegar orðið vinsælt.
Það lieitir „Am 1 tliat easy to forget?“.
9. tbi. VIKAN 17