Vikan - 29.02.1968, Qupperneq 18
•i:
EKKt VERPIIR OFE
FIMM ÓTRÚLEGAR EN SANNAR STRfÐSFRÁSAGNIR AF MÖNNUM SEM í SANNLEIKA VORU
DAUÐANS MATUR - EN ERU ÞÖ BRÁÐLIFANDI ENN
TEIKNINGAR: BALTASAR
Maðurinn, sem flaug tveim flugvélum samtímis
Leonard Fuller yfirflugmaður hall-
aði sér aftur ó bak í flugmannssæt-
inu, hendur hans héldu öruggu taki
um stiórnstöngina. Hann litaðist um
þar sem hann sat í stjórnklefanum.
Þetta var frábær flugdagur ekki ský-
hnoðri sjáanlegur á himninum. Þrjú
þús. fetum neðar var yfirborð Nýja
Suður-Vels. Þar mátti til vinstri hand-
ar greina smáborgina Brocklesby.
Fuller leit til félaga síns, lans
Sinclairs yfirflugmanns, og glotti
við. Þetta var líf í lagi. Eftir eina
eða tvær vikur í viðbót yrðu þeir
orðin fullgild flugáhöfn og bæru
stoltir vængina, sem saumaðir yrðu
í einkennisbúninga þeirra ofan við
vinstri brjóstvasa.
Skammt frá Avro Anson-vél Full-
ers, til hægri og lítið eitt lægra,
var önnur Anson, sem virtist hanga
hreyfingarlaus í loftinu. Henni
stjórnaði J. Hewson yfirflugmaður,
og var H. G. Fraser aðstoðarflug-
maður hans.
Þetta var að morgni dags tutt-
ugasta og níunda september 1940,
og það voru aðeins fáar mínútur
síðan flugvélarnar tvær höfðu lyft
sér öskrandi frá velli Konunglega
ástralska flughersins við Wagga.
Þetta var ekki annað en venjulegt
æfingaflug. Flugmönnunum hafði
verið fyrirskipað að æfa flug í þéttri
fylkingu.
Aðeins tvær vikur eða svo í við-
bót, hugsaði Fuller, og þá verður
þessum langa og þreytandi æfinga-
tima lokið.
í Englandi var Konunglegi flug-
herinn brezki upptekinn í baráttu
upp á líf og dauða við þýzka
Luftwaffe. Fuller brann í skinninu
eftir að komast ( hóp landa sinna,
sem þegar voru í bardaganum.
Hann litaðist um ó ný. Til hægri
var ekkert að sjá. Hann leit hvat-
lega til vinstrl.
Ekki heldur þieim megin sást
tangur eða tetur af Anson Hew-
sons.
Þá heyrðist allt í einu hræðilegt,
ærandi brak og flugvél Fullers nötr-
aði enda á milli. Sætisbeltin komu
í veg fyrir að flugmennirnir hrykkju
úr stólunum. Óhugnanlegt, urgandi
18 VIKAN 9-