Vikan


Vikan - 29.02.1968, Síða 24

Vikan - 29.02.1968, Síða 24
NetiiO biO veröil -éo kooei Einn af ríkustu mönnum Bandaríkjanna og þar með heimsins er Howard Hug- hes. Hann er líka einstæður meðal frægs fólks fyrir það hversu erfitt er að ná tali af honum og ljósmynda hann. Síðustu tuttugu árin hafa um fimmtán hundruð blaðamenn sótt um viðtal við hann. Allir hafa fengið neitun. Og síð- asta myndin af honum var tekin í júní 1957. Um Hughes er þó vitað að hann er sextíu og eins árs að aldri, fæddur í Hou- ston í Texas. Dulúð sú sem hann sveipar um sig hefur líka orðið til þess að um hann hafa myndazt ótal furðusögur, bæði lognar og sannar og margar hvort- tveggja. Hann hefur hlotið auknefni á borð við Afturganga kapítalismans, Brjál- aði billjónarinn og Dauði billjónarinn. Þeir eru sem sé til sem halda að Houghes hafi dáið fyrir nokkrum árum, en erfingjamir hafi séð sér hag i því að reka fyrirtækið áfram í hans nafni. Fyrstu auðævi sín græddi Hughes við lát föður síns, sem sjálfur var forríkur og hafði fundið upp nýjan og geysihaglegan olíubor. Fyrirtæki karlsins, Hughes Tool Corporation, er ennþá kjarninn í stórveldi sonarins. Eftir að Hughes hafði bandað frá sér ótrúlegum sæg af frændum og frænkum, sem söfnuðust að eins og gammar við lát föðurins, kvæntist hann stúlku úr heimaborginni og fór til Holllywood. Hann hafði nefnilega hugsað sér að verða kvikmyndakóngur. Hann hófst þegar handa við þetta með ofurkappi og gerði hroðalegar skyssur í byrjun, en mynd hans „Heljarenglar“ (Hell's Angels), sem tilbúin varð 1930, sló í gegn hjá almenningi. Hún kostaði sem svaraði tvö hundruð milljónum króna, en brúttógróðinn varð helmingi meiri. Myndin fjallaði um lofthernað í fyrri heimsstyrjöld og til þess að hafa allt sem áhrifaríkast, voru loftbardag- amir hafðir ekta. Enda létu allmargir leikaranna lífið við gerð myndarinnar. Einkalíf Hughesar var og hefur alltaf verið þeim mun tilþrifaminna. Hann er mótmælandi að trú og þar á ofan púrítani, reykir hvorki né drekkur og hef- ur engan áhuga á kvenfólki. Hann steig að vísu í vænginn við hinar og þessar stjörnur, svo sem Jean Harlow, Idu Lupino, Ginger Rogers, Katherine Hepburn, Oliviu de Havilland og Övu Gardner, en að því er virðist aðeins til að látast. Á flugvélum hafði hann miklu meiri og sannari áhuga. Hann var sjálfur góður flugmaður og setti nokkur heimsmet í greininni, flaug til dæmis í kringum jörðina á þremur dögum, nítján klukkustundum og átta mínútum. Þegar hann '■yAyV. ■ ; Howard Hughes, „Brjálaði billjónarinn", sem er að kaupa upp „spilaborgina" Las Vegas. Á þessari mynd sjást nokkrir staðanna, scm Hughes licfur þegar eignazt. Frontier og Desent Inn, en þar býr hann sjálfur. kom til New York eflir flugið, fékk hann litlu óvirðulegri móttöku en Lindberg á sínum tíma. Þetta álli sér stað 1938, og það sama ár keypti hann tíu prósenl hlutabréfanna í Trans World Air- ways (TWA), en um síðir eignaðist hann fjóra fimmtu hluta hlutabréfanna þar. Hann hefur átt mikinn þátt í framþróun flugvéla síðari árin. Ár- angurinn af tillögum hans í þeim efnum á slríðs- Framhald á bls. 36. 24 VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.