Vikan


Vikan - 29.02.1968, Page 27

Vikan - 29.02.1968, Page 27
sýndi sig að hann var andvígur Bandaríkjamönnum og lét það af ósettu róði í Ijós í skýrslum og samræðum. Hann hafði mikilvæga stöðu í ININ, njósnakerfi Nató, og var vinur Jarrés. Þegar Bandaríkjamenn fóru þess sterklega ó leit við Frakka að fó hlut- deild í njósnaþjónustu þeirra vegna lekans ó Nató-upplýsingum til and- stæðinganna, var Brune kólóneli í kyrrþey fluttur frá ININ í stöðu vara- framkvæmdastjóra hjá SDECE, þar sem hann hafði látið sig falla í gleymsku. Hann hafði aðgang að viðkvæmustu leyndarmálum og aðstöðu til að ráðleggja ráðherrunum, svo að hann gæti valdið ótrúlegu tjóni, svo fremi hann væri sovézkur njósnari. Þegar La Croix kom til valda, óx Brune að völdum og áhrifum. Hann var stöðugt við hlið La Croix og hafði at- hygli hans. Flugvélin lækkaði sig yfir París. André vissi að barátta sú, sem hann velti nú fyrir sér, gat kostað hann lífið. Féndur hans voru illir og öflugir, og höfuð stjórnarinnar var fordómafullur, hrokafullur einvaldur, sem tek- inn var fast að eldast. En þrátt fyrir allt þetta lét hann sér ekki detta í hug að hopa af hólmi. Þegar jörðin sást undirniðri, var André sem snöggvast gripinn ótta. Var hann kannski of seinn? Yrðu aðgerðir hans að nokkru gagni? Gorín fann lægi fyrir bíl sinn á Place d'Armes, andspænis Versalahöll, og lagði svo af stað fótgangandi til breiðtraðanna, sem lágu til Stóra- síkis meðal garða, gosbrunna og skógarlunda. Þar eð Gorín var sovézk- ur sendifulltrúi og yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar í Frakklandi, byggðist starfræksla Topazar á honum öðrum fremur. Hið raunverulega hlutverk hans var hjúpað titlinum aðstoðarmenningarfulltrúi. Handan við Petit Trianon tóku við klippt limgerði og garðar f enskum stíl, síðan flækja af skógarstígum sem tryggðu næði þeim, sem á staðinn leituðu. Gorín tróð stuttum og digrum fingrunum innanundir skyrtulíning- arnar. Fimm mínútur voru eftir. Hann skellti saman köldum höndunum, tróð þeim síðan í vasana og leit frameftir stígnum. Skuggaleg mannvera kom í Ijós og nálgaðist hann eftir gangstígnum, sem tré uxu meðfram. Hann kannaðist vel við manninn: þetta var Colum- bine. Hann var hávaxinn af Frakka að vera og hafði frakkakragann brettan upp og hnepptan að hálsinum til hlífðar gegn haustnepjunni. Hann hafði hatt dökkan og lét hann slúta framyfir ennið, og f hanzka- klæddri hönd var að venju sfgaretta. Columbine nam staðar frammi fyrir Gorín og kinkaði kolli. Mennirnir tveir héldu áfram eftir stígnum hlið við hlið og ræddust við lágróma, eins og þeir höfðu tamið sér. „Það var eitthvað athugavert við sfðustu fjögur Nató-skjölin," sagði Rússinn. „Þau hafa valdið heilmikilli ringulreið f Moskvu." „Hvað er athugavert við þau?" „KGB heldur að þau kunni að vera fölsuð. Hugsazt getur að leyniþjón- usta Nató sé komin á slóð Jarrés. Sé svo, má vera að hann gagni okkur ekki frekar en orðið er." „Jarré er fyrirlitleg skepna," sagði Columbine. „Mér hefur aldrei verið annt um hann." Gorín tók upp annað af tveimur umslögum, sem hann hafði í vasanum, og rétti Columbine. „Þetta er listi yfir þrjú skjöl f 1 500-flokknum hjá Nató. Hafðu samband við Jarré og segðu honum að ná í afrit af þeim. KGB hefur fengið ekta afrit eftir öðrum leiðum. Ef Jarré sendir okkur eitthvað annað, verðum við að gera einhverjar ráðstafanir viðvfkjandi honum." Þeir námu staðar er stígurinn endaði og þögðu meðan gamalt par hökti hjá. Síðan héldu þeir göngunni áfram í aðra átt. „Bandarískar U-2-flugvélar hafa undanfarið verið venju fremur tíðséð- ar yfir svæðum þeim á Kúbu, þar sem verið er að koma upp eldflauga- stöðvum okkar," sagði Gorín. „Vera má að Bandaríkjamennirnir viti hvað er að gerast." „Hvað heldurðu að þeir geri?" „Sennilega ekkert." Gorín rétti Columbine hitt umslagið. „Ef svo ólfk- lega skyldi fara að Bandaríkjamennirnir geri eitthvert veður út af þessu, þá ferðu eftir fyrirmælum, sem umslag þetta geymir. Nauðsynlegt er að fóðra La Croix á vissum villuupplýsingum til að skapa ringulreið og vekja hjá honum tortryggni gagnvart ástæðum Bandaríkjamanna. Frakkland má ekki taka afstöðu með Bandaríkjunum." Columbine tók við fyrirmælum sfnum og kinkaði kolli. „Eitt er það ennþá," sagði Gorín. „Strokumaðurinn frá KGB hefur ef til vill upplýst Bandaríkjamennina um tilveru Topazar." „Ég var einmitt að hugsa um það," sagði Columbine. „Rétt áður en ég lagði af stað hingað frétti ég af Devereaux. Hann er á leið til Parfsar . . . í bandarískri herþotu." „Það gæti verið vegna Topazar, eldflaugamálsins . . . eða hvors tveggja. Hvert hefur Devereaux hreyft sig undanfarið?" „Fyrir nokkrum mánuðum komst ég að því, að hann skrapp hvað eftir annað út úr Washington og var í burtu yfir helgi eða nótt. Að því er virð- ist fór hann ekki langt. Hann fór og kom aftur í bíl, oft í fylgd með Nord- strom. Einhvern tíma var minnzt á „sveitina í Maryland" í samræðu. Síð- ari mánuðina hefur hann farið skemur, en gjarnan í fylgd með Nordstrom eins og áður. Ég hef ekkert heyrt um ákvörðunarstaðinn, nema hvað ein- hvern tíma var minnzt á „Bethesda-flotasjúkrahúsið"," Gorín nam staðar og bræddi þetta með sér. „Bethesda-flotasjúkrahúsið", rumdi hann. „Það er rétt hjá Washington og mikið notað af þingmönnum og hátt- settum herforingjum. Stundum hafa forsetar Bandaríkjanna legið þar. Þess vegna er staðarins alltaf mjög vandlega gætt." „Þetta kemur heima við það sem við vitum," sagði Gorín. „Strokumað- urinn hefur lengi verið slæmur fyrir hjarta. Hann gæti vel verið í sjúkra- húsi þessu. Meginhlutverk þitt er að gerfella Devereaux í áliti. Það er mjög áríðandi." „Þú veizt að það er hægar sagt en gert," sagði Columbine. „Hann á flekklausa æru og vini og þar á ofan er hann fljótur að hugsa. Við höf- um hvað eftir annað reynt að klína einhverju utan í hann eða leiða hann í gildru. Það er ekki beinlínis hægt að taka La Croix með áhlaupi. Til þess metur hann Devereaux of mikils, jafnvel þótt þá greini á í stjórn- málum." „Jæja þá," sagði Gorín, „við semjum þá við hann. Devereaux ska! verða að ganga í lið með okkur." „Hann gerir aldrei slíkan samning." „Miklir menn hafa veika bletti í hlutfalli við stærðina. Devereaux hefur einn slíkan, og við vitum hvar harin er. Hann semur." Columbine nam staðar, tróð á sígarettustubbnum, sem hann hafði hent, tók upp aðra sígarettu, tendraði loga á kveikjaranum og hlúði að með höndunum. Hann leit upp, og grá augu hans störðu forvitnislega á Rúss- ann. „Devereaux á sér viðhald á Kúbu," sagði Gorín. „Hún heitir Juanita de Córdoba. Hún hefur trúlega unnið með honum þar." „Þú ert fífl, Gorín. Hann er of klókur til að flækja sig í svoleiðis bendu. í hæsta lagi kynni hann að veita sér skyndiævintýri af því tagi." „Hann er sjúklega ástfanginn af henni." Columbine horfði á eftir Rússanum, unz hann var horfinn eftir stígnum út í rökkrið, sem varð óðum myrkara. Hann hugleiddi hvort hann nú að síðustu hefði dottið niður á ráð til að tortíma Devereaux. Forsetinn hóf starfsdag sinn með því að sitjá og standa fyrir Ijósmynd- urum úti í garði, ásamt sigurvegurunum í bandarísku stöfunarkeppninni. Alla þá nótt höfðu tvær bandarískar hereiningar, önnur brynvörð en hin skipuð fótgönguliði, verið önnum kafnar við að taka upp herbúðir sínar í Suðvestur- og Vesturríkjunum. Sleðavagnar á hliðarbrautunum voru fermdir skriðdrekum, stórskota- og ökutækjum. Lestirnar héldu aust- ur. Langar halarófur af vörubílum, hlöðnum bardagahermönnum, stefndu til herflugvallanna, en þaðan átti að flytja þá loftleiðis til austurstrandar- innar. Fyrir hádegisverð dýfðu forsetinn og börn hans sér í sundlaug Hvíta hússins. Framhjá vitaskipinu við Hampton Roads á Virginíuströnd fór deild tundurspilla á suðurleið. Innsiglaðar fyrirskipanir voru brotnar upp. Skip- in héldu til sjóleiða þeirra á Karíbahafi er til Kúbu lágu, reiðubúin til orrustu. Hafnbannið var hafið. Vasilí Leónof, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, lagði sig allan fram við að fullvissa forsetann um að fyrirætlanir Rússa varðandi Kúbu væru eins friðsamlegar og hugsazt gæti. Fundinum lauk og Leónof sendi skeyti til félaga sinna í Kreml, sem biðu í ofvæni: HELD ÁFRAM VIÐRÆÐUM VIÐ BANDARÍKJAFORSETA EFTIR ÞRJÁ DAGA EN ALLT VIRÐIST í EÐLILEGUM SKORÐUM. ANNAÐHVORT VITA BANDA- RÍKJAMENN EKKERT EÐA ÞEIR ÆTLA EKKERT AÐ GERA í MÁLINU. RÁÐ- LEGG YKKUR AÐ HALDA ÁFRAM AF FULLUM KRAFTI AÐGERÐUNUM Á KÚBU. ÁTTUNDI KAFLI Tígulegir lýðveldisverðir í einkennisbúningum frá Napóleonstímanum drógu járngrindurnar miklu frá hliðinu að Elysée-höll. Hópur manna var að safnast í fremri skrifstofunni. André gekk yfir herbergið þangað sem Gabriel Brune kólóneli stóð, hávaxinn maður, mjór með grá augu. Þeir tókust kuldalega í hendur. „Hvernig var ferðin, André?" „Ágæt." Þeir störðu þegjandi hvor á annan lengi, en síðan sneri André sér frá og heilsaði nokkrum vina sinna með handabandi. Þá kom formaður per- sónulegs ráðs La Croix fram og sagði: „Forsetinn er reiðubúinn." Pierre La Croix reis hátignarlega á fætur handan við fyrirferðarmikið, flúrað gullborðið og heilsaði Bandaríkjamönnunum með eins takmörkuð- 9. tbi. yijcAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.