Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 28
um hlýleika og mögulegt var. Hann hafði ekki hitt André Devereaux í
meira en ór, en lét þó næg|a að kinka lítillega til hans kolli.
„Forseti ykkar," sagði La Croix, „sýnir mér mikinn heiður með því að
senda til fundar við mig slíka tignarpersónu. Ég efa ekki að hann hafi
til þess ærna óstæðu. En lótum okkur ganga úr skugga um eitt. Eruð þið
komnir til að róðgast við okkur eða veita upplýsingar?"
„Til að upplýsa," svaraði Wilbur Davis, ambassador Bandaríkjanna í
Parfs.
„Þó verðið þið að gera ykkur Ijóst að La Croix og Frakkland kjósa að
róða eigin ókvörðunum."
„Okkur er það Ijóst."
„Þið megið halda ófram."
„Við höfum fullkomlega óreiðanlegar sannanir fyrir þvf, að Sovétrfkin
hafa flutt meðaldrægar eldflaugar til Kúbu og komið upp bækistöðvum
fyrir þær. Forsetinn ætlar að lýsa yfir banni á frekari flutningi sovézkra
árásarvopna til eyjarinnar. Skip með farm til friðsamlegra nota verða ekki
stöðvuð."
Marsháll McKittrick skýrði málið nánar, lagði fram Ijósmyndirnar af
skotstöðvunum, útskýrði þær og aðrar njósnaskýrslur ásamt ástæðunni
fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta.
La Croix spennti greipar. „Hversvegna haldið þið að Sovétmenn geri
þetta?" spurði hann.
„Þeir veðja á þann möguleika að þeir komist upp með það," svaraði
McKittrick. „En þeim verður nú ekki kápan úr því klæðinu," bætti hann
við.
„Vissulega mun stórveldi á borð við Bandaríkin ekki grfpa til neinna
aðgerða án fullnægjandi sannana. Forseti yðar neitir réttinda þjóðar sinn-
ar. Þér megið segja honum að Frakkland hafi skilning á aðstöðu hans.
En við munum ekki skuldbinda okkur til neins, fyrr en tilmæli um slfkt
berast frá ykkur."
La Croix sópaði myndunum og skjölunum til Brunes kólónela. „Ég vil
að þetta sé rannsakað og metið. Devereaux verður kyrr í Parfs til ráð-
leggingar og aðstoðar. Granville, kallið ráðuneytið á fund eftir klukku-
stund. Þið verðið viðstaddir, herrar mínir, en þangað til verður ekki
minnzt á þetta háskamál." Hann sneri sér að Bandaríkjamönnunum. „Álits-
gerðar okkar varðandi málið verður ekki lengi að bíða," sagði hann.
„Ambassadorinn verður reiðubúinn hvenær sem þér óskið," sagði Mc-
Kittrick. „Ég verð að halda áfram til Lundúna án tafar til að upplýsa
brezka forsætisráðherrann um þetta."
„Hefur Bretum ekki verið tilkynnt þetta ennþá?"
„Aðeins ambassador þeirra í Washington."
La Croix kingdi þessari frétt með greinilegri tortryggni, því að hann
grunaði stöðugt Breta og Bandaríkjamenn um að fara á bakvið sig með
flest.
„Svo er það annað," sagði McKittrick. „Forsetinn fól mér að afhenda
yður þetta bréf."
La Croix spretti upp umslaginu og hagræddi á sér þykkum gleraugun-
um. Hann las bréfið og braut það saman. „Góða ferð til Lundúna," sagði
hann.
Það harkaði f stólum er allir risu á fætur. „Brune kólóneli, þið Devere-
aux verðið hér eftir."
Þegar aðrir voru farnir út, rétti La Croix Brune kólónela bréfið. André
gaf drungalegum, gráum augum hins sfðarnefnda gætur í von um að
sjá í þeim eitthvert talandi blik. Það skrjáfaði dálítið í bréfinu f tauga-
óstyrkum höndum Brunes. Hann leit á Devereaux og síðan á La Croix.
„Jæja?"
„Ég hef ekkert um þetta að segja fyrr en ég hef kynnt mér hlutaðeig-
andi staðreyndir betur," svaraði Brune.
„Hve lengi hafið þér vitað um þetta Topazar-mál, Devereaux?"
„Það var afhjúpað alveg nýverið."
„Hversvegna var okkur ekki skýrt frá því þegar f stað?"
„Eg notaði embættisréttindi mfn til þess, þar eð ég áleit heppilegast
að gera ekki viðvart of snemma."
„Hvaðan kemur fréttin?"
„Frá sovézkum strokumanni, sem Bóris Kúsnetof heitir. Hann var mjög
háttsettur í KGB og yfirmaður Gagn-Natódeildarinnar."
„Það er engin Gagn-Natódeild til," hraut fram úr Brune.
„Hún er til," sagði André. „Maður þessi hefur verið yfirheyrður vik-
um saman. En það var ekki fyrr en nú síðustu dagana að hann sagði
okkur eitthvað að marki."
„Þér hafið þá séð hann og talað við hann?"
„Já."
„Hver er skoðun yðar á honum?"
„Ég þori að leggja starfsorðstír minn að veði fyrir því, að upplýsingar
Kúsnetofs eru hárréttar og koma frá fyrstu hendi. Það leikur ekki vafi á
því að Sovétríkin hafa stofnað til mesta njósnasamsæris allra tfma."
„Þér sjáið nú alltaf kommúnista í hverju horni, Devereaux," sagði for-
setinn. „Ef þetta er rétt . . . Brune, þér sendið án tafar rannsóknarnefnd
til Washington. Og ég vil að skýrslan sé afhent mér persónulega," bætti
28 VTKAN 9-tbI-
hann við og lagði áherzlu á skipunina með því að slá krepptum hnefa í
borðið.
„Já, Monsieur Le Président."
„Ég sting upp á að einhver frá Sureté verði samferða," flýtti André
sér að segja.
„Þetta verkefni heyrir eingöngu SDECE til," svaraði Brune jafn skjótlega.
„Ég get ábyrgzt þá staðreynd að margar af uppljóstrununum snerta
innra öryggi," hreytti André út úr sér.
Brune leit snöggt og reiðilega til Andrés, síður en svo hrifinn af að fá
í málið njósnastofnunina, sem var keppinautur SDECE og hann hafði full-
komna andstyggð á.
„Það er allt f lagi með uppástungu Devereaux," sagði La Croix. „Haf-
ið samband við Innanríkisöryggisdeildina. Látið Léon Roux senda einn
sinna manna."
„Já, Monsieur Le Président," sagði Brune hranalega.
Næstu nótt flaug hópur frá SDECE til Washington. Meðal þeirra var
einn sem ekki heyrði þeirri hjörð til, Marcel Steinberger, rannsóknarfull-
trúi í Sureté.
NÍUNDI KAFLI
Það var nótt. Bíll rann út frá aðalstöðvum SDECE, niðureftir Avenue
Gambetta og skrunaði lítillega er hann beygði inn á Avenue de la Répu-
blique á leið til Elyséehallar. Charles Rochefort, forstjóri leyniþjónustunn-
ar, ók. Gabriel Brune kólóneli, sem sat við hlið hans, setti rúðuhitarann
í gang til að má andmóðu þeirra af framrúðunum. Þegar þeir voru komn-
ir inn um hliðið og inn í höllini, fóru þeir úr regnkápunum og létu fylgja
sér inn í persónuleg hfbýli La Croix forseta.
Charles Rochefort var einn af þessum pólitísku klifrurum, sem fá opin-
berar stöður þegar röðin kemur að flokknum þeirra að vera í stjórn,
toppffgúra undir áhrifavaldi Brunes kólónela. „Við metum að verðleik-
um að þér veitið okkur áheyrn um þetta leyti sólarhrings, Monsieur Le
Président," sagði Rochefort, ,,og hörmum að þurfa að gera yður ónæði,
en þessar upplýsingar um kúbanska eldflaugamalið verða að komast til
yðar án nokkurrar tafar."
„Monsieur Le Président," sagði Brune, „við höfum afhjúpað samsæri,
sem er svo einstakt að við trúum naumast eigin skilningarvitum. Okkar
skoðun er sú , að öll eldflaugadeilan sé óhemjuvíðtækt gabb, sem Banda-
ríkin og Sovétríkin hafi brætt saman með ímyndun sinni."
La Croix hlustaði á fréttirnar án þess að sýna minnstu svipbrigði.
Langir fingur Brunes flettu í gegnum skýrsluna í leit að ákveðinni sfðu.
„Að afloknum þrotlausum athugunum hefur vísindarannsóknanefnd okk-
ar komizt að þeirri niðurstöðu og er sannfærð um, að frá tæknilegu
sjónarmiði séð sé ómögulegt að flytja eldflaugar af þessari gerð um svo
langan og erfiðan veg." Fingur hans rann niður eftir blaðinu en nam svo
staðar. „Til dæmis eru rafeindakerfi þeirra svo fíngerð og nákvæm, að
þau hefðu með engu móti getað þolað hnjaskið og skjálftann, sem langri
sjóferð fylgir. f öðru lagi myndi rakinn og hitinn á Kúbu gera vélbúnað
þeirra óvirkan. Það er enginn hörgull á nákvæmum og vísindalegum
sönnunum fyrir þessu."
„En nú er sagt að menn hafi séð eldflaugarnar og bækistöðvar fyrir
þær," sagði La Croix.
,,U-2-myndirnar eru teknar úr mjög mikilli hæð. Sérfræðingar okkar
líta svo á, að gildi þeirra sé í hæsta máta vafasamt. Þær gætu alveg eins
verið af bandarískum eldflaugastöðvum eða gömlum skotraufaturnum,
eða þá klóklega gerðar falsanir."
„En einhverjir sáu eldflaugarnar sjálfar með eigin augum."
„Enginn hefur í raun réttri séð neina þessara eldflauga, Monsieur Le
Président. Það sem sást voru slóðir eftir hjólbarða, turnar, flutningavagn-
ar, stéluggar. Sjálfar eldflaugarnar voru alltaf undir yfirbreiðslu, var
sagt. Jafnvel myndirnar, sem Bandaríkjamenn tóku af svokölluðum eld-
flaugum um borð í flutningaskipum, sýndu aðeins sívalninga vafða f dúk,
sem festir voru á þilförin. Það hefur aldrei verið farið um borð í skipin
til að ganga úr skugga um farm þeirra. Samkvæmt okkar skoðun hefðu
þau alveg eins getað flutt pappírsvafninga eða eitthvað álfka friðsam-
legt. Ástæðan til þess hve hjólförin voru djúp er að okkar áliti sú, að
hjólgrind flutningavagnanna hefur verið þyngd."
„Bendir þetta ekki til þess að Devereaux sé í nánu makki við Banda-
ríkjamenn?"
„Við teljum," sagði Rochefort, „að hann hafi verið blekktur, hafður
að fífli og síðan að verkfæri."
Fingur La Croix iðuðu lítillega og vottur af roða hljóp fram f kinnar
hans. Voru þetta fyrstu skapbrigðamerkin, sem hann sýndi við samræðu
þessa. „Hvert er álit ykkar á Devereaux?" spurði hann skipandi.
Framhald í næsta blaði.