Vikan


Vikan - 29.02.1968, Síða 37

Vikan - 29.02.1968, Síða 37
 Hvar sem glæsileiki, yndisþokki og hæfni mætast, þar er Marlboro! allt borgað út í hönd, og mun sú kontantborgun sú hæsta í sög- unni til þessa. Þessu fé ver Hughes nú til að kaupa þá frægu og misjafnlega ræmdu borg Las Vegas, og er þegar kominn vel á veg með að eignast hana eins og hún leggur sig. Hann keypti dýrðarhöllina Desert Inn, sem er risahótel og spilavíti í einu fyrir nærri sjö hundruð milljónir króna. Sjálfur býr hann á níundu hæð staðar- ins, sem er síðan algerlega lok- aður heimur. Áfram hélt Hug- hes með því að kaupa Sands, annað stórhótelið frá. Þetta lík- aði Frank Sinatra itla, sem ver- ið hafði einn af fastagestunum, og hann mótmælti eigendaskipt- unum með sínum venjulega of- stopa. Það kostaði hann tvær tennur og bann við því að koma á staðinn. Þegar Hughes var sagt frá atviki þessu, varð honum að orði: — Frank? Sinatra? Hver er nú það? Og Hughes hélt áfram að kaupa. Hann keypti lóðina und- ir stórhótelinu Frontier ásamt leyfi til að reka það í fimmtíu ár, hann hefur keypt gífurleg landfjæmi umhverfis borgina, sjónvarpsstöð, nokkur helztu blöð staðarins auk flugstöðvar- innar Las Vegas North Air Ter- minal, sem hann kvað ætla að breyta í fyrsta stórflugvöllinn fyrir flugvélar, er fara hraðar en hljóðið, í þessum hluta Banda- ríkjanna. Það má svo að orði kveða að hann sé að gleypa Las Vegas. ^rátt fyrir öll auðæfin eru liinaðarhættir hi_au jafn púrít- anskir og nokkurn tíma. Eini munaðurinn sem hann leyfir sér er alger lokun frá umheim- inum. Önnur sérvizka hans er sjúkleg sýklahræðsla. Hann þor- ir meira að segja ekki að borða mat úr sama kæliskáp og eigin- kona hans. Hann hefur við hönd sér nokkrn lífverði til að bægja frá óboðnum gestum og nokkra einkaritara, en til þeirra grípur hann sjaldan. Sumar þessara stúlkna hafa „unnið“ hjá honum árum saman án þess að hafa gert handtak. Og hvað ætlar hann að gera með Las Vegas? Sú spuming hefur auðvitað skapað þjóðsög- ur. Ein er á þá leið að hann geri þetta sem leppur bandarísku stjómarinnar. Hann ætli að endurbyggja borgina neðanjarð- ar, og eigi hún síðan að verða höfuðborg ríkjanna og aðalher- bækistöð ef til kjamorkustríðs skyldi koma! ☆ Du^naðarstúlka Framhald af bls. 13. hennar. Svo fór hann að hlæja. — Ég gæti aldrei staðið í því að eyðileggja skrifstofuvélarnar, væri allt öðru vísi en þeir. Þetta var allt í himnalagi. Þegar Peter að lokum neydd- ist til að fara, svo hann missti ekki af síðasta vagni, fylgdi hún honum til dyra. — Þakka þér hjartanlega fyr- ir að fylgja mér heim, sagði hún. Hann var eitthvað skrítinn á svipinn, hún gat ekki gert það upp við sig hvað hann hafði í huga. — Pat, sagði hann loksins, — hversvegna skrökvaðirðu að mér. — Skrökva að þér? — Þú ert ábyggilega ekki í þörf fyrir hjálp á dimmum kvöldum, eða er það? — Ó, andvarpaði hún, — þeir hafa þá sagt þér allt saman og það strax, fyrsta kvöldið. — Já, þeir sögðu mér það, og þeir gátu alls ekki skilið hvers- vegna þú sagðir mér ekki að þú værir meistari í judo, þeir eru ákaflega hreyknir af þér, Pat. Hún hefði getað grátið. — Þá ertu búinn að komast að leynd- armáli mínu, sagði hún. — Hefðirðu fylgt mér heim, ef þú hefðir vitað það? Vertu nú hrein- skilinn. Peter hló. — Við getum sagt það á annan hátt, sagði hann. — Ég hefði líklega ekki gert það í kvöld, sagði hann, ég hef ði þurft heila viku til að finna ástæðu og koma mér að því að bjóða fylgd mína. Ég hefði líklega þurft að glugga í sálfræðibók- ina aftur. Hún fann til svima og spurði lágmælt. — En þig langaði til að fylgja mér heim? Hann lagði handlegginn var- lega utan um hana. — Viltu lofa því að fleygja mér ekki yf- ir götuna? — Ég lofa því, hvíslaði hún. — Þá skal ég viðurkenna allt. Hann kyssti hana. — Frá því augnabliki sem ég kom inn á skrifstofuna, átti ég aðeins eina ósk, og það varst þú, Pat- Ó, Pat, ástin mín, það verður sann- arlega léttir að þurfa ekki að til þess eins að fá tækifæri til að tala við þig. Þau gengu inn og Pat kynnti hann fyrir föður sínum og bræðrum. — Ég ætla að búa til kaffi, sagði hún eftir stundarkorn. — Þið hafið ofan af fyrir Peter á meðan. Hún vandaði sig mikið við að leggja á bakkann og hún vonaði að Peter tæki eftir því að kök- urnar voru1 heiraabakaðar. Þegar hún kom aftur inn í stof- una fannst henni Peter horfa nokkuð undarlega á sig. En þau höfðu notalega stund og það leit ekki út fyrir að neitt hefði skeð. Hún komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði aðeins orðið undr- andi yfir öllum kökunum. Þetta varð ógleymanlegt kvöld, en þó kom ekkert sérstakt fyrir. Peter talaði frjálslega við þau öll, brosti til hennar og var ánægður á svipinn. Hún fann líka að föður hennar og bræðrum líkaði vel við hann, þótt hann Tfipiex QOMLrul Alls staðar somu gæðm, sem gert hafa Marlboro | leiðandi um allan heim: 1 Amerískt tóbak - Amerísk gæði, úrvals filter. Filter • Havor • Flip-Top Box 9. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.