Vikan


Vikan - 29.02.1968, Page 48

Vikan - 29.02.1968, Page 48
NÆSTKOMANDI mánudag verður flutt fyrsta íslenzka leikritið, sem samið er fyrir sjónvarp, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobs- son. Hlutur leiklistarinnar er enn lítill að vöxtum í íslenzka sjónvarpinu, enda ærið kostnaðarsamt að þjóna þeirri ógætu gyðju í þessu undra- verða tæki. Æfa þarf sjónvarpsleik- rit jafn oft og vel og leiksviðsverk. Hins vegar munu allir landsmenn geta horft í einu á frumsýningu sjón- varpsleikja áður en langt um líður. Sjónvarpið hefur þrisvar áður sýnt leikþætti með íslenzkum leik- endum, en þau verk höfðu öll verið sýnd á sviði. Fyrst var fluttur ein- þáttungur Matthíasar Johannessens, Jón gamli, sem Þjóðleikhúsið sýndi í Lindarbæ; þá kom einþáttungur fró Leikfélagi Reykjavíkur, Nakinn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo, og loks gamanleikurinn Frúin sefur, sem Leikfélagið sýndi á skemmtun ( Austurbæjarbíói. VIKAN spjallaði örstutta stund við Jökul Jakobsson um fyrsta ís- lenzka sjónvarpsleikritið. Hann var staddur niðri í Iðnó, þar sem verið var að æfa nýjasta leiksviðsverk hans, Reykjavík 37. Jökull fylgist ævinlega með hverri einustu æfingu á verkum sinum. Hann hafði því lítinn tíma aflögu þetta kvöld, en ræddi við okkur stundarkorn milli þátta. — Það er orðið nokkuð langt síð- an ég byrjaði að velta fyrir mér efni þessa leikrits, sagði hann. Það eru til margar gerðir af því. En lokagerðina skrifaði ég með ís- lenzka sjónvarpið ( huga og tók til- lit til allra aðstæðna á þeim bæ. Leikritið gerist á einu sviði og per- sónur eru fáar. — Hvað eru þær margar? — Þær eru fjórar, tvær aðalper- sónur og tvær aukapersónur. Aðal- hlutverkin eru skósmiður og bækluð stúlka. Þetta er gamall skósmiður. Það er farið að halla undan fæti hjá honum; fólk er hætt að koma með skóna sína til hans. Hann lum- ar á rommflösku, sem hann felur og hefur sér til hugarléttis, — til að ylja sér ofurlítið. Leikritið gerist á þeim tíma, sem það er flutt á, 45 mtnútum, og fjallar um þennan skó- smið og bækluðu stúlkuna,- hverful kynni þeirra eina dagstund; minn- ingar hans og dagdraumar hennar fléttast saman. Auk þess koma lítil- lega við sögu eiginkona skósmiðs- ins og einn viðskiptavinur. — Hverjir eru leikendurnir? — Þorsteinn Ö. Stephensen leikur skósmiðinn, enda samdi ég hlut- verkið með hann í huga. Hlutverk stúlkunnar leikur ungur leiknemi, sem aldrei hefur komið opinberlega fram fyrr. Hún heitir Anna Kristín Arngrímsdóttir og er í Leikskóla Leikfélags Reykjavíkur á kvöldin, en vinnur ( Pennanum á daginn. Konu skósmiðsins leikur Nína 48 VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.