Vikan


Vikan - 29.02.1968, Page 49

Vikan - 29.02.1968, Page 49
Steindór Hjörleifsson, deildarstjóri Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, Gísli Halldórsson, leikstjóri, Andrés Indriðason, stjórnandi, Björn Björnsson, sem gert hefur leiksvið og loks höfundurinn, Jökull Jakobsson. að er farið að halla undan fæti hjó amla manninum, og fólk er hætt að oma með skóna sína til hans. Eina iðskiptavininn, sem kemur við sögu -iksins, leikur Jón Aðils. kósmiðurinn ó vinnustofu sinni. Þetta 'lutverk samdi Jökull með það fyrir ugum, að Þorsteinn Ö. Stephensen éki það. Skósmiðurinn lumar ó rommflösku, sem hann yljar sér ó og felur fyrir konu sinni, sem leikin er af Nínu Sveinsdóttur. Aðalpersónur leiksins eru bækluð stúlka og skósmiður, Ungur leiknemi, Anna Kristín Arngrímsdóttir, leikur stúlkuna, en Þorsteinn Ö. Stephensen skósmiðinn. Sveinsdóttir og Jón Aðils leikur við- skiptavininn. — Hvernig fannst þér að vinna fyrir siónvarpið? — Mér líkaði það mjög vel. Sjón- varpið er spennandi medium, og það er skemmtileg tilbreytni að vinna fyrir það. Það er allt annað að vinna fyrir sjónvarp, heldur en til dæmis útvarp eða leiksvið. Smó- atriðin eru það, sem mestu máli skiptir í sjónvarpi. Ekki má vera of- gert, þannig að það afskræmist ekki. Ég var sérstaklega ánægður með það, hversu starfsmenn sjónvarps- ins voru áhugasamir. Þeir gerðu all- ir sem einn sitt ýtrasta til að góður árangur mætti nást. Leikstjórinn, Gísli Halldórsson, gerði mjög mikið til að nýta hinn þrönga ramma leik- ritsins, og samvinna hans og stjórn- andans, Andrésar Indriðasonar, var með ágætum. Síðast en ekki sízt vildi ég nefna höfund leikmyndar, Björn Björnsson. Hann lagði mikla vinnu í að útbúa leiksviðið sem bezt. Sett var upp þarna 1 stúdió- inu gömul skósmíðavinnustofa með öllu tilheyrandi. Einhver sagði mér, að Björn hefði komizt yfir dánarbú gamals skósmiðs, hvort sem það er nú satt eða logið. Hvað sem þv( líður er sviðið gott og mjög vel unnið. — Hvað voru margar æfingar? — Ég man það nú ekki nákvæm- lega, en ég held, að þær hafi orð- ið eitthvað um tuttugu. Að þeim loknum var leikritið tekið upp á tveimur dögum í fjórum hlutum. Það er nauðsynlegt að æfa sjón- varpsleikrit vel og lengi. Þegar leik- ið er í sjónvarp, er enginn hvíslari til staðar, svo að leikendur verða að kunna hlutverk sín reiprennandi. Þótt ekki verði nema smávægileg mistök, þá verður að taka upp aft- ur. Að lokum hverfum við frá sjón- varpsleikritinu og víkjum að kjörum rithöfunda á íslandi. En Jökull vill sem minnst um þau ræða; segir að sér leiðist barlómur. Hann kveðst nú um sinn hafa lifað á listinni og konunni sinni og haft upp úr því sæmilegt Dagsbrúnarkaup. Því síð- ur vill hann ræða almennt um líf og list; telur sig ekki vera mann til að leysa lífsgátuna með einu penna- striki. Þegar talið berst að úthlutun listamannalauna, segir Jökull: — Það hefur lengi verið mitt stærsta takmark í lífinu að komast einhvern tíma fram úr Elinborgu. Ég var mjög ánægður í fyrra, því að þá vorum við í sama flokki. En nú er hún búin að skjóta mér ref fyrir rass. Þess vegna er ég nú út um allan bæ að verða mér úti um dulræna reynslu. Ég sé jafnvel þeg- ar móta fyrir nýrri úthlutunarnefnd. Og ég sakna Guðrúnar frá Lundi, sem ekki var í hópi hinna útvöldu ! þetta sinn. G.Gr. 9. tw. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.