Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 3
r
4
\
K
VIKU BRDS
Hefirðu LSD í sakkaríni, ég
er nefnilega í megrunarkúr!
'k>
Það er engin ástæða til að
hafa grjótvegg á milli góðra
nágranna!
Blessaður góndu ekki svona,
ég var í saumaklúbb!
Ég heiti Smith, herra póstur.
Ég keypti nýlega hús hérna,
getið þér ekki sagt mér hvar
ég bý?
IÞESSARIVIKU
A
Bls. 4
Bls. 6
Bls. 10
Bls. 12
Bls. 14
Bls. 16
Bls. 20
Bls. 22
Bls. 26
Bls. 30
Bls. 46
A VEUKFALLSVAKT ....................
PÓSTURINN ..........................
BÁTSFEHÐIN, SEM ALDREI VAR FARIN ...
SJÖTTA EIGINKONAN ..................
NÝR KENNEDY FORSETI BANDARÍKJANNA . .
TURNHERBERGIÐ ......................
EFTIR EYRANU.....................
UNGLINGARNIR SEM ÖLL BANDARÍKIN ÓTT-
UÐUST ..............................
ÞRÍHYRNINGUR DAUÐANS ...............
ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN ..........
VIKAN OG HEIMILIÐ ..................
VÍSUR VIKUNNAR:
Þótt vorið sé að koma loss veitist naumast hvíld
frá veðragný og sköflum þungra fanna
svo hefjast bráðum deilur um hámarksverð á síld
og hagræðingarlán til útvegsmanna.
Ef hagfræðingar telja að hart í ári sé
er hagræðing sú lausn er mest þeir flika
en statistik er flókin og stundum vill það ske
að staðreyndum sé eitthvað hagrætt líka.
OG SVO VAR ÞAÐ . . .
prófessorinn, sem kom á bæ nokkurn og spurði hvað bærinn
héti. „Þórunnarstaðir,“ svaraði bóndinn. Prófessorinn tók því
vel og kunni þegar skil á nafninu; benti bónda á allmikinn
fjallshnúk yfir bænum og kvað þar koma réttnefnda „Þór-
unni“ eftir nátlúrunafnakenningu. Síðar bauð bóndi prófess-
ornum upp á kaffi og gekk húsfreyjan sjálf um beina. „Má
ég kynna“ sagði bóndinn þá. „Þetta er konan mín, Þórunn.
Eftir henni heitir bærnn, sem er nýbýli.“
FORSlÐAN:
Segja má, að eins konar Bonnie-æði gangi yfir heiminn.
Tízkan er nú mjög svipuð og hún var á dögum Bonnie og
Clyde, unglinganna, sem öll Bandaríkin óttuðust. Á blaðsíðu
22- 25 rifjum við upp söguna af Bonnie og Clyde, sem nú
hefur verið kvikmynduð. Og í þættinum Vikan og heimilið
birtum við myndir af hinni nýju Bonnie-tízku.
VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds-
dóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40,00. Áskriftarverð er 400 kr.
ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst.
INJESTU
n, B If i V lii
Mffll w
„Manni er gjarnt að hugsa um
dauðann í flugferðum. Þó er
slysahætta af völdum þeirra
minni en flestir ætla. Ég er
sýnu hræddari að þokast yfir
fjölfarna götu í stórborg en
ferðast í þotu landa milli yf-
ir ólgandi haf. Eigi að síður
sækir að mér aðkenning
feigðargruns, þegar ég berst
svona hratt og hátt um loftin
blá. Þá er helzta ráðið að
gleyma sér í heimspekilegum
hugleiðingum án þess þó að
glata líðandi stund. Ég ætti
að vera þeim vanda vaxinn —
maður, sem hefur svifið milli
heims og helju í geigvænlegri
tvísýnu og komizt af nýr og
heill.“
Þetta er brot úr grein eftir
Helga Sæmundsson. Helgi
hefur að undanförnu skrifað
margar greinar fyrir VIK-
UNA og lýst í þeim skoðun-
um sínum á mönnum og mál-
efnum. Með þessari grein,
sem segir frá þotuflugi yfir
hafið, hefur Helgi greina-
flokk af öðrum vettvangi. —
Flokkurinn nefnist í dagfari
nútímans og í honum mun
Helgi bregða upp svipmynd-
um af hversdagslífi okkar
daga. Þessi fyrsta grein nefn-
ist: Ætli Egill Skallagrímsson
hefði ekki orðið hissa?
Þá birtist athyglisverð grein,
sem nefnist Sjónvarp getur
verið hættulegt fyrir börn. —
Þessi grein á erindi til allra
þeirra mörgu, sem hafa sjón-
varpstæki á heimilum sínum.
Ungt og leikur sér — án
áfengis nefnist myndafrásögn
um tíu ára starf íslenzkra
ungtemplara. Sumarsnjókarl-
inn heitir ný barnasaga eftir
Herdísi Egilsdóttur, sem sam-
in er fyrir VIKUNA í tilefni
af sumardeginum fyrsta. Þá
ber að nefna ráðleggingar til
ungra stúlkna, sem ætla að
fara að gifta sig og ótalmargt
fleira.
i5. tbi. viIÝAN 3