Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 14
„Berjið ekki að dyrum — gangið rakleilt inn". Þessa áletrun er að finna á hinni þungu eikarhurð á skrifstofu Ró- berts Kennedy. Skrifstofan er ( einu horni byggingar öldungadeildar- innar. Þaðan sér hinn ungi öldunga- deildarþingmaður niður eftir Penn- sylvania Avenue og heim að Hvíta húsinu. ( góðu skyggni sér hann líka yfir á hinn bakka Potomac- fIjóts og getur greint bjarmann af eldinum, sem logar nótt og dag á heiðursgröf bróður hans. Útsýnið úr skrifstofu Kennedys er táknrænt. Það er engu líkara en for- lögin hafi ráðið því, hvar þingmað- urinn fékk skrifstofu í þessari bygg- ingu. Róbert, sem oft er kallaður „Bobby", er næstyngstur af níu syst- kinum. Hann er sá bræðranna, sem stóð John F. Kennedy næst. Og það er ekkert leyndarmál, að fjölskyld- an ætlast til þess, að hann taki upp merki hins látna bróður síns. Sér- fræðingar á sviði stjórnmála hafa fullyrt, að ekki líði á löngu þar til nýr Kennedy flytji inn í Hvíta hús- ið. Og nú hefur Róbert lýst þv( yfir, að hann gefi kost á sér sem for- setaefni við næstu kosningar. Flestir búast við, að Róbert Kennedy verði næsti Kennedy í for- setastóli, en til skamms tíma vildu sumir heldur veðja á enn yngri öld- gpFFC" FORSETI BANOARÍKJANNA? NYR KENNEBY fí FRÁ SKRIFSTOFU SINNI SÉR RÓBERT KENNEDY EFTIR PENNSYLVANIA AVENUE OG HEIM AÐ HVÍTA HÚSINU. í GÓÐU SKYGGNI GETUR HANN EINNIG GREINT BJARMANN AF ELDINUM, SEM LOGAR NÓTT OG DAG Á HEIÐURSGRÖF BRÓÐUR HANS. RÓBERT HEFUR NÚ GEFIÐ KOST Á SÉR SEM FOR- SETAEFNI VIÐ NÆSTU KOSN- INGAR. i'Á 14 VIKAN 15- *“• ungadeildarþingmann, sem hefur skrifstofu í sömu byggingu: yngsta bróðurinn, Edward, sem oft er kall- aður „Ted". Ekki eru dæmi um það áður í veraldarsögunni, að þrír bræður hafi komizt til jafn mikilla valda og sterkra áhrifa og Kennedy-bræðurn- ir. Þótt skarð hafi verið höggvið í raðir bræðranna, bera þeir tveir sem eftir lifa merki fjölskyldunnar og munu hefja það hátt á loft. Og eins og nú standa sakir beinist kast- Ijósið fyrst og fremst að Róbert Kennedy. Að undanförnu hafa skoðana- kannanir ævinlega leitt til þeirrar niðurstöðu, að Róbert Kennedy njóti meiri vinsælda en Johnson forseti. Að meðaltali hafa hlutföllin verið um 50% á móti 30%. Sérstaklega er Róbert Kennedy vinsæll meðal kvenfólks og kjósenda yngri en 35 ára. 70% allrar kvenþjóðarinnar vill fá Róbert Kennedy fyrir forseta. Róbert Francis Kennedy er meðal vina og ættingja kallaður „Bobby" eins og áður er sagt, en almenning- ur kallar hann yfirleitt „Bob". En í röðum stjórnmálamanna og blaða- manna er farið að kalla hann RFK og eru það áhrif frá því, að John- FYRR! HLUTI. „Róbert er stcrkastur okk.ar allra,“ sagöi John F. Kenne- dy um bróður slnn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.