Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 18
fyrir að hún myndi glata jafn- væginu og velta úr stólnum. Stúlkan þaut fram, en sú gamla hafði þegar unnið jafnvægið á ný og sat upprétt. Hún starði án afláts á stúlkuna og tók hægt og hægt að reisa sig upp úr stólnum. — Ó guð, hvað á ég að gera? hugsaði stúlkan. Hún sá að mað- urinn og báðar konurnar voru á leiðinni til þeirra og varð dauðhrædd. — Fyrirgefið, sagði hún við þá gömlu. Fyrirgefið að ég gerði yður hrædda. Ég veit að þetta er einkasvaeði og ég bið mikil- lega afsökunar ...... og þetta skal ekki koma fyrir aftur .... En það leit ekki út fyrir að gamla konan heyrði. Augu henn- ar stóðu galopin og það var kominn ótrúlegur roði í gömlu kinnarnar. Hún dró andann ört og másandi, hún var risin upp úr stólnum og tók nokkur rið- andi skref, varirnar bærðust og — Lísa, hvíslaði hún. — Lísa Litla stúlkan mín. — Nei, ég heiti ekki Lísa. Ég heiti Barbara Marsten. Leyfið mér að hjálpa yður í stólinn. Hún tók undir handlegginn á gömlu konuuni, hún fann að hún riðaði og herti takið. - Lísa.......Litla Lísa mín. Ég vissi svo vel að þú myndir koma aftur. Andlit hennar Ijómaði af gieði og væntumþykju. — En ég er ekki Lísa. Það er alrangt. Ég er ......... Lengra komst hún ekki, því henni var hrint svo harkalega að það lá við að hún dytti. Síðan lyfti maðurinn, sem kallaður var Rick, gömlu konunni upp, bar hana að hjólastólnum og sett- hana varlega niður. Hún var náföl, meira að segja varirnar. Hann sagði ekkert, en andlit hans var hart og samanbitið meðan hann taldi æðaslögin. — Dobie! Sjáið um að rúm Lady Macfarlane verði uppbúið. Fljótt! Frú Griffins, farið og hringið á lækninn. Og látið þetta nú ganga! Og þér ......... hann leit reiðilega á Barböru. — Þér gerið svo vel og komið með. Ég vil fá skýringu. Hann lyfti þeirri gömlu upp úr stólnum aftur og gekk í átt- ina að húsinu. Barbara fylgdi hlýðin eftir, þótt hún vissi að hún átti töluverð óþægindi í vændum. En hún varð að fá að vita hvað úr þessu yrði — það yrði hræðilegt ef áfallið kostaði gömlu konuna lífið. — Góði guð, láttu hana ekki deyja! Hún má ekki deyja! Höllin var enn meir fráhrind- andi þegar hún kom nær. Hún starði á þunglamalega fram- hliðina úr gráum steini og blý- kringda gluggana. Megnið af þeim leit út svipað og kirkju- gluggar. Á álmunum voru tveir háir turnar. Vinstri álman var hræðileg með þessa blindu, gluggatjalda- lausu glugga, eins og dimm göt í múrinn, Barböru rann kalt milli skinns og hörunds af að horfa á þá. Garðurinn umhverf- is höllina leit út fyrir að vera mjög vel hirtur, en í kringum vinstri álmuna var eins og náttúran hefði fengið að ráða sér sjálf. Allt var þetta dapur- legt og drungalegt, og þegar hún seinna frétti að fólkið í grennd- inni kallaði vinstri álmuna Grátturninn, fannst henni það nafn með réttu. Þau gengu inn um bakdyr og þegar hún lagði þunga eikar- hurðina á eftir sér, fannst henni eins og hún útilokaði yl sólarinnar. Gangurinn með steingólfinu var kaldur eins og gröf. Maðurinn hikaði andartak og hún hikaði og horfði óróleg á andlit gömlu konunnar. — Hvernig líður henni? Haldið þér að hún nái sér ekki? Hún opnaði augun og allt í einu brosti hún. — Lísa! Farðu ekki! Lofaðu mér því! — Ég lofa því. Ég skal ekki fara. Hann skipaði henni stuttara- lega að bíða þarna niðri og hélt sjálfur áfram upp stigann með gömlu konuna. Hún beið og beið, en engin mannvera sást. Henni var svo kalt að tennurnar í munni henn- ar glömruðu og smám saman varð hún æfareið út í Rick Fraser. Henni datt ekki í hug, eitt andartak að hann hefði gleymt henni, og hvað sem á seyði var þarna uppi gat hann auðveldlega skotizt frá andar- taksstund eða að minnsta kosti sent einhvern niður til að sýna henni hvar hún gæti sezt með- an hún biði. Hún vildi heldur ekki fara burtu. Það gæti litið út eins og hún væri hrædd. Og þar að auki varð hún að komast að því hvernig ástatt væri með gömlu konuna. Að lokum gekk hún að dyr- um á móti stiganum, hikaði að- eins, opnaði og gekk inn. Þetta var stórt herbergi sem hún kom inn í og ekki mikið hlýrra en gangurinn. Tveir veggir voru þaktir bókum frá gólfi til lofts, og fyrir framan þunglama- legt eldstæðið stóðu tveir leður- klæddir stólar. Á miðju gólfinu stóð stórt lesborð og úti vi<S gluggann skrifborð. En báðar borðplöturnar voru auðar og lyktin í herberginu var eins og þar hefði ekki lengi verið opnað. Þetta var ekki vistlegt her- bergi, en það var alla vega skárra en ískaldur gangurinn. Hún fann hvernig húðin kipr- aðist saman á handleggjum hennar. Þótt herbergið væri autt heyrði hún greinilega að einhver dró þar andann. — Nei! Þetta hlýtur að vera ímyndun! sagði hún að lokum og var næstum fallin niður af hræðslu, þegar hún heyrði ein- hvern hreyfa sig hinum megin við skrifborðið. En það var ekki draugur, heldur ung stúlka í einkennis- búningi stofustúlku sem reis á fætur og starði á hana, greini- lega jafn hrædd og hún sjálf. — Ég — ég heyrði engan koma, stamaði hún. — Það kemur vanalega aldrei neinn hingað. Hún var með bók í hendinni og hafði greinilega setið þarna og lesið. — Ég var að taka til og ....... Þér ætl- ið þó ekki að segja frú Griffin þetta, ungfrú? — Nei, en þér gerðuð mig dauðhrædda. Ég á eiginlega alls ekki að vera hér. Ég bíð bara eftir að frétta hvernig Lady Macfarlane líður. Hún skýrði í stuttu máli frá því sem gerzt hafði og stúlkan sem sagðist heita Daisy hlustaði stóreyg. Síðan tók hún til óspilltra málanna við vinnu sína og tók að skrúbba blett á gólfteppinu. — Þetta teppi hefur hvað eft- ir annað verið sent í efnalaug, sagði hún. —- Hann fer ekki heldur með vatni. Ég veit ekki hvað oft ég hef reynt það. — Hvað er þetta eiginlega? — Blóð. En það vita allir að það er ekki hægt að þvo burt blóðið úr myrtum manni. Barbara starði á rakan flekk- inn og varð flökurt. — Það var hér sem Sir James var myrtur, hélt Dasy glaðlega áfram. — Með hnífsstungu, beint í hjartað. Þér hljótið að hafa heyrt um það. Morðið, á ég við. — Já, svaraði Barbara stutt- aralega. Daisy reis á fætur og tók að strjúka rykið af bókunum. Mér þætti fróðlegt að vita hvort Lady Macfarlane deyr núna, sagði hún. — Við verðum að vona að hún lifi þetta af. — Já, auðvitað, en hún hikaði aðeins. — Það er bara það að þá þarf maður ekki að hanga hér lengur, heldur getur fengið sér vinnu í borginni. — Það hljótið þér að geta gert nú þegar, ef yður líður ekki vel hér. Rjóðar kinnar Daisy urðu enn rjóðari. — Það er bara það að — já, það er sagt að Lady Macfarlane hafi minnst allra starfsmanna sinna í erfðaskránni. Það er ekki svo að skilja að ég fái svo mik- ið í minn hlut, því ég hef ekki verið svo lengi hérna. Já, það er ekki bara ég sem hugsa svona, bætti hún svo við með afsök- unarhreim. — Það gerum við öll. Annars myndi enginn vinna hér í þessu húsi. Hún týndi saman áhöldin sín og fór og Barbara ákvað að bíða heldur í ganginum. Nokkrum mínútum síðar sá hún Rick Fraser koma niður stigann og hÖrfaði ósjálfrátt eitt skref aftur á bak, þegar hún sá framan í hann, en röddin var ísköld og hlutlaus. — Hver eruð þér? — Ég er við listnám. Ég er í Skotlandi í sumarfríi. Ég bý á veitingahúsinu. — Og hver hefur gefið yður heimild til að koma inn í garð- inn? — Enginn. Ég hélt •— ég var bara að leita að stað þar sem ég gæti setið og teiknað. En verið nú svo vænn að segja mér hvernig henni líður. Ég ætlaði ekki að hræða hana. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað mér þykir þetta leitt. Ég myndi vilja gera hvað sem væri . . . . — Þér hafið aldeilis gert nóg, svaraði hann hörkulega. — — Lady Macfarlane er mjög gömul og afar heilsutæp. Þér veittuð henni það áfall, sem ef til vill kostar hana lífið. Og viljið þér nú vera svo væn að hypja yður héðan. Og koma aldrei aftur. Ef það gerist aftur kæri ég til lögreglunnar. Hann snéri við henni baki og gekk aftur að stiganum, en þegar hún stóð kyrr og gerði sig ekki lík- lega til að fara kom hann skálm- andi til baka. Nú var hann bein- línis hættulegur álitum. — Heyrðuð þér ekki hvað ég sagði? Viljið þér að ég kasti yður út? Hann leit út fyrir að vera fyllilega niaður til þess en samt stóð hún kyrr. — Ég get ekki bara farið svona, sagði hún og röddin skalf eilítið. — Hún bað mig að vera og ég lofaði því. — Hún var ekki að tala við yður, sagði hann stuttaralega. — Þér þurfið ekki að telja yður bundna af því loforði. — Má ég ekki vera kyrr og heyra hvað læknirinn segir? — Nei, það megið þér ekki. Þau stóðu grafkyrr og störðu hvort á annað. — Ég er ekki hrædd við hann, hugsaði hún. En það var eins og grá augun boruðu sig beint inn í hana og hún fann hræðsluna herpa sam- an í henni magann og hún tók að skjálfa. Hún vissi ekki hvað hann las úr svip hennar, en allt í einu brosti hann. Það var alls ekki vingjarnlegt bros. — Mig langar að stinga upp á að þér farið til baka sömu leið og þér komuð, sagði hann frekjulega. — Ég vil fá að vita hvernig þér komust hingað inn. Þegar hún hikaði enn, tók hann um handlegginn á henni og snéri henni við. — Snertið mig ekki! Hún sleit sig lausa. Þaut til dyra og hélt áfram á fullri ferð yfir grasflötina, en sá svo hvað hún hagaði sér fáránlega. Það var nógu auðmýkjandi að vera kast- Framhald á bls. 34. 18 VIKAN 1S- tb>-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.