Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 17
— Ekki nöldra, Dobie! Ég hata nöldur. Ég vil sitja hér og hvergi annarsstaðar. Ég vil komast burt frá húsinu. Það gat stúlkan sem lá á hleri afar vel skilið. Höllin var þung og drungaleg með kuldalega og fráhrindandi framhlið, var lík- ari virki en heimili, þar sem fólk gat átt heima og látið sér líða vel. Borðið var sett við hliðina á henni og Dobie gerði það sem hún hafði fengið fyrirmæli um að gera ekki. Hún hélt áfram að nöldra. — Sjalið, Lady Macfarlane, — jú, það er nauðsynlegt. Jafn- vel þótt það sé hlýtt í veðri get- um við ekki farið of varlega. Á ég ekki að hrista koddana? — Ég verð að fara, sagði Rick. — Ég þarf að koma miklu í verk í dag, svo ég verð að biðja þig að hafa mig afsakað- an. Hann lagði höndina á öxl hennar, eitt andartak, snéri sér síðan við og gekk aftur heim að höllinni, hún horfði á eftir honum og línurnar í hrukkóttu andlitinu mýktust. Það leyndi sér ekki að hún var mjög háð honum, en hann var einnig mjög háður henni? f þorpinu var sagt að Lady Macfarlane hefði verið hörð og einkar hræðileg, þegar hún var í blóma lífsins. Nú var hún þýð og veikluleg, og næstum gagnsæ af elli og veikindum og röddin var mjó og máttlaus. En virðingunni hélt hún enn, það leyndi sér ekki á báðum kon- unum sem með henni voru. Þær lækkuðu raddirnar, þegar þær sáu að hún hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. — Mér finnst einnig að hún ætti að sitja nær húsinu, hvísl- .aði frú Griffin. — Ef hún sofnar getur hún meira að segja runnið niður úr stólnum og þá skellir hann skuldinni á okkur. — Ég sef ekki og ég ætla alls ekki að hrynja ofan úr stólnum. Farið nú og hættið þessari heimsku. Ég vil lesa blöðin mín í friði. Hún setti á sig gleraugun og tók eitt tímaritið, en um leið og konurnar voru horfnar lagði hún það frá sér aftur. Hún sat grafkyrr með hendurnar spennt- ar um hnén og fjarrænan svip á andlitinu. Varir hennar bærðust og hún tók að tauta lágt með sjálfri sér: — John, elskan mín, ég hélt að þær ætluðu aldrei að fara. Dobie er alltaf svo athafnasöm og gerir mig svo þreytta. Ég hef aldrei haft þolinmæði með þeim sem eru einfaldir og Dobie er svo einföld. Hún þagnaði og það leit út fyrir að hún hlustaði á eitthvað sem aðeins hún gat heyrt •— rödd sem hvergi var til nema 1 minningum hennar. — Ég ætti að vera þakklát, en hún leggur svo hart að sér að halda í mér tórunni að það þreytir mig. Hún þagnaði aftur og svo and- varpaði hún þunglega. — Já, John, það er mér sjálfri að kenna. En þá, fyrir ellefu árum, var það alls ekki fráleitt. Ég hélt að ef ég lofaði að auka dánargjöf hennar um þúsund pund fyrir hvert ár sem ég lifði, gæti ég verið viss um að fá góða umhyggju. Ég vildi lifa Lísu vegna, — til að fá að sjá hana aftur, en nú er ég farin að missa vonina. Ég er orðin áttatíu og tveggja, John, ég er gömul og þreytt. Ég er svo þreytt. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og lokaði augunum. Það leit út fyrir að hún hefði _ sofnað og stúlkan sem lá á hleri og hélt niðri í sér andan- um, fann til léttis yfir því að þessi gamla, mjóa rödd skyldi hljóðna. Hún hafði snortið hana á einhvern hátt, sem hún var ekki undir búin. Ég hefði ekki átt að koma svona nærri, hugs- aði hún, en rétt sem hún ætlaði að fikra sig aftur til runnans, þar sem hún hafði falið sig upp- runalega, tók sú gamla til máls aftur. — Þú sagðir að James hefði ekki átt að giftast henni, John, og þú hafðir rétt fyrir þér. Það var hans ógæfa — ég gat ekki orðið sorgmædd, þegar hún yf- irgaf hann, en hann komst aldrei yfir það — það var þessvegna sem hann byrjaði að drekka — og svo þegar hann komst að því að hún var dáin — að hún myndi aldrei koma til baka — vesalings James. Dáin. Svo margir af mínum gömlu viniun eru dánir — sorgin hefur svo oft knúið dyra — ég er meira að segja þakklát fyrir að þú losn- aðir við að lifa það allt, John. Lísa — James — þú sagðir allt- af að ég væri sterk, en það er orðið langt síðan, John. Þessi gamla rödd hélt áfram að muldra og stúlkan fékk kökk í hálsinn, þegar hún hlustaði. — Ég verð að fara, hugsaði hún. — Ég vil ekki heyra meir, því þá afber ég það kannske ekki, — en það verð ég að gera — það er ekki ég ein í húfi. Hún fikraði sig svolítið lengra í burtu og settist á trjábol, þar sem hún hafði látið fyrirberast, báða dagana þar á undan, og hélt áfram með teikninguna, sem hún var byrjuð á.......... Hálftíma seinna sá hún þá gömlu líta á klukkuna og hvern- ig dreymandi svipurinn á and- liti hennar hvarf. Hún laut fram til að grípa blaðið og gleraug- un, en hreyfingar hennar voru óvissar, svo hún rak sig á borð- ið, þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að það ylti, leit út Framhald á næstu síðu, EFTIRs CHRISTINE RANDELL Það leit ekki út fyrir að gamla konan heyrði. Augu hennar stóðu galopin og það var kominn ótrúlegur roði í gömlu kinnarnar. Hún dró and- ann ört og másandi, hún var risin upp úr stóln- um og tók nokkur riðandi skref, varnirnar bærð- ust og.... - Lísa, hvíslaði hún. - Lísa .... Litla stúlkan mín.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.