Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 30
FRAMHALDSSAGAN 18. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - OG HVERSVEGNA VAR ÞAÐ ÞESSI KONA SEM VAKTI MEÐ HONUM ÞESSA KENND; ÞESSI OFSAFENGNA VERA, ÞESSI AMAZÖNA, ÞESSI STOLTA KONA MEÐ SKÆÐU TUNGUNA, ÞESSI FREKA OG NAUTNALEGA KONA, SEM HAFÐI SVIKIÐ HANN SVO BLYGÐUNARLAUST. Honorine litla var að springa af niðurbældu stoiti, því hún hafði að lokum fundið sterkan karlkynsverndara um borð í þessu ljóta skipi, sem ekki lét sér nægja að velta henni um, hvað eftir annað; — hún var með stóra marbletti á ri,efinu og kúlu á enninu — heldur gerði það að verkum að allir, móðir hennar þeirra á meðal, höfðu allt í einu misst áhugann fyrir henni. Til þess að sleppa frá þessum heimi, sem var svo skeytingarlaus unr. hana að það var verra en hann hefði beinlínis verið vondur við hana; hafði hún kastað sér í hafið ofan á þessar öldur, sem hún vonaðist til að myndu flytja hana að landi, þar sem hún myndi finna stóra og sterka stráka, sem gætu verið bræður hennar, og jafnvel ennþá stærri og sterkari mann, sem gæti verið faðir hennar. En sjórinn hafði svikið hana og látið undan óttalausum fótum hennar. Hafið lét það viðgangast, að ísinn og fuglarnir flytu á því, en það hafði svikið hana, og fuglarnir urðu vondir og reyndu að kroppa í hana. En það iiafði vinur með andlit eins og broddgöltur, skotið kollinum upp úr öldunum —■ Hrúðurkarl. Hann hafði rekið Ijótu fuglana burtu og gripið hana í fangið, rétt í þann ,mund, sem vonda, salta vatnið var að komast upp i munninn á henni. Svo hafði Hrúðurkarl hjálpað henni um borð aflur og mamma hennar hafði verið hjá henni um allt kvöldið og nú átti hún ennþá Hrúðukarl að; hann var með stórt, svart og bólgið sár á andlitinu, þar sem fuglinn hafði ráðizt á hann. Honorine strauk litlu fingrunum léttilega yfir sárið og sagði: — Nú batnar þér. Sikileyingnum hafði komið á óvart að sjá krossinn, sem hún bar lum hálsinn. — Per Santa Madonna, e cattolica, ragazzina carina?.... Honorine skildi hann ekki og gerði sér enga verulega rellu út af því, því það eitt að hlusta á hann tala nægði til að hún var i sjöunda himni af ánægju. — Ert þú pabbi minn? spurði hún allt í einu, full vonar. 1 fyrstu setti Sikileyingurinn upp undrunarsvip, svo rak hann upp hlátur. Hann hristi höfuðið og útskýrði eitthvað í löngu máli á ítölsku. Svo setti hann upp sorgarsvip til að lýsa yfir óánægju sinni með að svo skyldi ekki vera, og af þessu öllu dró hún þá ályktun, að h'ann væri ekki pabbi hennar og var afar óánægð með. Hann litaðist vandlega um, svo tók hann hnífinn úr belti sínu. Hann tók litinn hlut, innan úr skyrtunni, sem var rauð með hvítum röndum, og skar á bandið sem hélt þessu, svo setti hann það um háls Honorine, sem fylgdist rækilega með. Hann vildi sjá hana í betri birtu, svo hann sneri henni til, þannig að hún vissi móti sólinni. Hann virtist ánægður með árangurinn og hvíslaði að henni: — Þú mátt ekki segja hver gaf það. Þú sverja! Sputo! Syuto! Svo þegar Honorine virtist ekki skilja, skyrpti hann á gólfið og benti henni að gera eins. Þetta fannst. henni ákaflega sniðugt. Allt i einu kom hann auga á Angelique, sem var að svipast um eftir dóttur sinni, og flýtti sér burtu ,með fingur á vörunum. Honorine hafði aðra ástæðu til að vera hamingjusöm, því hún átti einnig annan vin, og fólk var aftur farið að gefa henni gjafir. Hún stakk hendinni 5 ermasvuntuvasann og fann glampandi steininn, sem svartklæddi rnaðurinn hafði gefið henni. Þegar hún sá móður sína nálgast, ýtti hún honum aftur ofan á botn í vasanum og lét sem hún hefði ekki séð hana koma. Hárið á henni sýndist jafnvel enn rauðara en venjulega í þessu sér- 30 VIKAN 15- kennilega, sterka sólskini, og þegar í stað tók Angelique eftir bjarm- anum á greéngullinni keðjunni um háls barnsins, o,g nistinu, sem hékk í henni. I nistinu myndi sjálfsagt vera einhverskonar verndargripur: Sennilega flís úr hinum eina, sanna krossi eða tækjum, sem notuð höfðu verið til áð pynta einhvern heilagan pislarvott, því hún sá einhverja ffís i nistinu. — Hvar fékkstu þetta, Honorine? — Mér var gefið það. Það var ekki svartklæddi maðurinn. — En hver var það þá? -— Ég veit það ekki. Við hlið'na á þessu nisti hékk litli krossinn, sem systurnar í barna- heimilinu í Fontenay-Le-Comte höfðu sett um háls hennar, þegar þær fundu hana, og Angelique hafði aldrei þorað að fjarlægja þennan kross, því hann var eins konar áminning og tákn um yfirbót. — Svona, ekki skrökva að mér. Þú veizt, að þelta nisti liefur ekki dottið af himnum ofan. Allt i einu sá Honorine fyrir sér, hvernig hafið hefði þrifið keðjuna ofan af himninum, sem hvelfdist yfir þeim, rödd hennar var full trúnaðartrausts: — Jú, það gerði það. Það var fugl sem var með það í nefinu. Hann hlýtur að hafa misst það, og það kom utan um hálsinn á mér. Svo spýtti hún á þilfarið og sagði þvermóðskulega. — Per Santa Madonna. Sverja. Angelique langaði i senn til að hlæja og fannst að hún ætti að sýna móðurmyndugleik og halda áfram yfirheyrslunni. Hafði barnið aftur verið að stela? Hún tók hana í fangið og þrýsti henni fast að sér. Hún fann að litla stúlkan reyndi að losa sig. — Mig langar svo mikið að finna pabba, sagði Honorine. — Hann hlýtur að vera góður, en þú ert ljót. Angelique andvarpaði. Það leyndi sér ekki, að hvorki eiginmaður hennar eða dóttir ætluðu að láta henni líðast minnstu mistök .... — Allt í lagi þá. Þú mátt eiga þetta! sagði hún. — Ég er ekki svo ljót að taka það af þér. — Jú. Þú ert voða, voða ljót, hélt Honorine áfram. — Þú ert alltaf að hlaupa eitthvað burtu, eða ef Þú hleypur ekki burtu, ertu alltaf eitthvað að hugsa, og ég er ein. Þá held ég að ég sé að deyja, og mér leiðist svo mikið. — Engri lítilli stúlku leiðist. Það er svo mar.gt skemmtilegt. Sjáðu bara. Þú segir, að það hafi komið fugl og gefið þér gjöf. Honorine fól andlitið við öxl móður sinnar og rak upp hlátur. Henni fannst einkar gaman, hvað móðir hénnar gat verið trúgjöm. Nú var allt á réttri leið. — Núna er skipið fallegt, sagði hún. — Það hreyfist ekkert. — Það er satt. Angelique reyndi að andvarpa ekki, þegar hún leit út yfir renni- sléttan hafflötinn. Nóttin var í nánd og himininn leit út eins og hann hlaut að hafa litið út við upphaf heimsins rauðgullinn og mjúkur, hlýr og þungur en þó um leið kuldalegur og ógnandi. Svartar og gráar eyjar risu og féllu eins og hillingar á gjullnum öldunum. Þessar síkviku og endalausu hreyfingar voru eins og balletl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.