Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIJVMLIÐ ritstjóri: Gucfridur Gisladóttir. Það virðist vera tízkuteiknurunum nærtækt verk- efni, að búa fil föt svipuð því, sem leikarar í vinsælum kvikmyndum bera, bæði gömlum og nýjum. Nægir að nefna þar dr. Chivago í hitteð- fyrra, sömuleiðis endurvakningu ó fatnaði og út- liti Gretu Garbo, og núna síðast hórgreiðslu Ritu Hayworth. Fáar myndir hafa þó haft jafnmikil áhrif á fatatízkuna og Bonnie og Clyde, saga af amerískum glæpahjúum frá árunum 1920—'30, færð i listrænan búning í kvikmyndinni, sem stjórnað er af Arthur Penn í Hollywood. Klæðn- aður og hárgreiðsla Faye Dunaway í kvikmynd- inni Bonnie og Clyde hefur bókstaflega farið eins og eldur í sinu um allan heim, og má kann- ski frekar segja, að tízkuhúsin hafi þar fylgt því, sem allir voru þegar búnir að taka upp, en átt þar forgönguna. Alpahúfa, borin fram við enni, síðar treyjur með djúpu, oftast V-laga hálsmáli, ermalausar eða með ermum, hálfsítt hár, útsnið- in pils, allt er þetta sótt beint til Bonnie. Meira að segja hatturinn hans Clyde er algengur höf- uðbúnaður kvenna um þessar mundir. TÍZKAN ÚR KVIKMYND- 8NNI BONNIE 0G CLYDE Þatla cr Faye Dunaway, auðvitað með alpahúfuna, en í tvískiptum kjólum, sem sýna vel, að ekki þurfa öll íct ?.T vera cins, þótt fylgt sé einhverri vissri línu. Myr.dirnar hér að neðan: Myndin lengst til vinstri sýnir sambland ?.* Connie og Clyde, hatturinn greini- lega frá honum og efnið í pilsinu. Takið eftir breiða beltinu, sem núna er eitt aðaleinkenni vortízkunnar. ★ Næst er Faye Dunaway sjálf í dragt úr röndóttu efni í gangsterstíl og með Clyde-hatt. Kamelían á kraganum er notuð við flestan fatnað núna í vor. ★ Næst er skotapils, dökk blússa og sítt vesti með ávölu hálsmáli og auðvitað klútur í hálsinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.