Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 25
Jófaflokkur Clydes beið nokkurn hnekki er >róðir haris Buck var drepinn og kona hans ílanche (myndin að ofan) handtekin. Á mynd- nni til vinstri er Frank Hamer (sitiandi) Níutíu og fjög'ur skot hæfðu Bonnie og Clyde — og síðan voru lík þeirra höfð til sýnis í hiisgagnaverzlun. Þangað safnaðist múgur og margmenni og mölbraut bæði dyr og glugga búðarinnar í ósköpun- um við að komast að. isamt tveimur liðsmanna sinna. Á þriðju nyndinni er ekkja Franks, sem er stórmóðg- jð út af þeirri lýsingu, sem gefin er á manni lennar í kvikmyndinm, og krefur framleiðend- jr myndarinnar um morð fjár í skaðabætur. nmaðurinn var dæmdur til ævi- angrar fangelsisvistar. Hún íafði unnið fyrir sér sem af- ;reiðslustúlka á kaffihúsi og var ilræmd fyrir vergirni. Clyde var íinsvegar kynvillingur og íræddur við kvenfólk. Kannski laðaðist hann að 'rönnum vexti hennar. Hún var iðeins hundrað fjörutíu og fimm ;entimetra löng og þyngdin ekki íema tæp þrjátíu og níu kíló. Þótt sjálfur væri hann væskill, gat hann kennt sig stóran og sterkan í samanburði við hana. En hann var enginn maður til að fullnægja henni kynferðis- lega. Af þeim sökum var þriðji maðurinn tekinn í klíkuna, smá- glæpon að nafni Raymond Ham- ilton, gamall kunningi Bonniear. Þessi þokkaþrenning stal sér bíl í Dallas og ók þaðan í loftinu. Þá hófst glæpaferill þeirra fyrir alvöru. Afbrot þeirra báru sízt af öllu svip hins fullkomna glæps. Þau voru óskipulögð, framin eftir hugdettu á stundinni og staðn- um, þegar tækifæri buðust. Væru þau komin í þrot með bensín, rændu þau næstu bensínstöð og fylltu þá um leið geyminn hjá sér. Ef einhver stöðvareigand- andinn reyndi að verjast, var hann skotinn niður. En oftast opnuðu þeir peningaskúffur sín- ar mótspyrnulaust, og það sama gerðu bankamenn og afgreiðslu- fólk í búðum, sem skötuhjúin réðust á. Af þeim tólf mann- eskjum sem Bonnie og Clyde skutu voru níu lögreglumenn. Það er skýringin á því að nokk- ur rómantískur Ijómi lék um hjúin í augum almennings. Lög- reglan var illa þokkuð af hinum atvinnu- og eignalausa fjölda; það þótti trúlegt að lögreglu- menn létu þá ríku múta sér og bæru Ijúgvitni gegn fátækling- unum og misþyrmdu þeim. I Texas og grannaríkjum þess- urðu sögur af aðgerðum Borr- ow-klíkunnar og ævintýraleg- um flótta hennar undan lögregl- unni fljótlega á hvers manns vörum. Bæði Bonnie og Clyde voru óð í hraðskreiða bíla, og hann auk þess djarfur og örugg- ur ökumaður. Álíka tryllt voru þau bæði í allskonar vopn, og í bílum sínum, sem allir voru stolnir, höfðu þau alltaf tals- vert vopnabúr af vélbyssum, skammbyssum, rifflum og skot- færum. Á milli rána æfðu þau skotfimi á afskekktum stöðum. Með hjálp Bonniear æfði Clyde sig í að grípa til haglabyssu, er sagað hafði verið framan af. Hann geymdi vopnið í þar til gerðum vasa, sem saumaður var á hægri skálmina á öllum hans buxum. Um síðir var hann engu seinni að kippa upp haglabyss- unni en skammbyssu. Fyrstu lögreglumennina drápu þau fimmta ágúst 1932. Ekki stóðu þau víg í sambandi við bankarán, heldur illindi á dans- leik. Bonnie, Clyde, Raymond Hamilton og fleiri kumpánar þeirra höfðu farið á dansleik í smáþorpi að nafni Atoka. Þar lenti þeim Raymond og Clyde saman út af Bonnie, og þau gengu út af danspallinum til að gera út um sakirnar. Aðstoðarmaður sériffans á staðnum, E. C. Moore, fór á eft- ir þeim til að ganga á milli. Bonnie gaf honum rækilega ut- anundir og krossbölvaði honum. Þegar hann ætlaði að taka hana Framhald á bls. 41 15. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.