Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 24
r Frank Hamer var þrautreyndur mannaveiðari, enda tók hann hik- laust að sér að ráða niðurlögum Bonniear og Clydes. Þannig leit bill þeirra út eftir skotárás Hamers og félaga hans. UNGLINSARNIR SEM ÖLL BANDARÍKIN ÓTTUDUST sériffar en nokkursstaðar ann- arsstaðar. Fyrir hvern afbrota- mann, sem tekinn var af lífi, voru sex lögreglumenn drepnir. Glæpamenn fengu mikinn uppslátt í blöðunum og var síð- ur en svo laust við að þeir yrðu aðnjótandi hetjudýrkunar. Að- alforsprakki hinnar skipulögðu glæpastarfsemi var A1 Capone. Meðan áfengisbann var í Banda- ríkjunum, hélt hann sér mest við brugg og sprúttsölu, en þeg- ar það var afnumið, sneru hann og aðrir glæpakóngar sér að vændisrekstri, eiturlyfjasölu og fjárhættuspili. En engir náðu meiri tökum á ímyndunarafli almúgans en fólk eins og Dillinger, „Baby Face“ Nelson, „Ma“ Parker og synir hennar, „Pretty Boy“ Floyd, „Machine Gun“ Kelly, bófar sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna, bókstaflega talað. Og svo voru það Clyde Barrow og Bonnie Parker, sem kannski voru alræmdust af þeim öllum. Um tíma voru þeim eignuð tutt- ugu morð, en „aðeins“ tólf tókst að sanna á þau og félaga þeirra. Clyde var fæddur þann tutt- ugasta og fjórða marz 1909 í Telece, Texas, og var faðir hans ólæs landbúnaðarverkamaður, sem alls átti átta börn. Hann var öðru hvoru í skóla, í fimm bekkjum alls, en hætti svo alveg á menntabrautinni og slóst í fé- lag með smáræningjum og bíla- þjófum. Bonnie var ári yngri, fædd í Rowena, Texas, fyrsta október 1910. Faðir hennar var múrari og hún átti eldri bróður, Hubert, og yngri systur, Billie. Hún komst í gagnfræðaskóla og út- skrifaðist þaðan með góðum einkunum. Hvað gáfur snerti var hún greinilega á hærra stigi en Clyde. Þau sáust fyrst í janúar 1930. Þegar í næsta mánuði var Clyde í fyrsta sinn dreginn fyrir dóm- ara og settur í fangelsið i Huts- ville fyrir allmarga stuldi og rán. f marz smyglaði Bonnie skammbyssu inn til hans svo að í?4 YIKAN 15- tbb hann gæti skotið sér braut út. Hann gerði það, en var gripinn aftur eftir nokkra daga, og nú sat hann í steininum í tvö löng ár. Hann varð að púla eins og þræll í grjótnámi fangelsins. Þetta leiddist honum og til að sleppa við erfiðið náði hann sér eitt sinn í öxi og hjó af sér tvær tær. En örlögin reyndust kald- hæðin eins og fyrri daginn; rétt á eftir var Clyde náðaður og haltraði út um fangelsishliðið beiskari út í lífið og þjóðfélagið en nokkru sinni fyrr. Nú hófst glæpaferill þeirra Bonniear og Clydes fyrir alvöru. Þau voru sjaldgæf skötuhjú. Eittlivað tengdi þau saman, en ást var það ekki. Bonnie hafði þegar verið gift einu sinni, þrátt fyrir ungan aldur, en því sam- bandi lauk af sjálfu sér er eig-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.