Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 43
Svo kom páskadagurinn 1934, þegar lögreglumennirnir Wheel- er og Murphy voru myrtir. Eftir þann glæp voru þau Bonnie og Clyde útnefnd fjendur Texasrikis nr. eitt (John Dillinger hafði hinsvegar titilinn Óvinur Banda- ríkjanna nr. eitt). Þetta þýddi að lögreglan lagði nú höfuðáherzlu á að hremma þau. Sérfræðingur í mannveið- um var leigður til að verja öll- um sínum tíma til að ná þeim, maður að nafni Francis August- us Hamer. Hann átti hér fyrir höndum að verða banamaður Bonniear og Clydes. Sjötta janúar 1933 komu Clyde Barrow og Bonnie Parker til Dallas. Þau voru farin að skipu- leggja þá aðgerð, sem færði þau upp í efstu sætin á lista alrík- islögreglunnar — FBI — yfir óvini þjóðfélagsins, en það var að frelsa gamla félagann, Ray- mond Hamilton, úr fangelsinu í Huntsville, en þar var hann nú byrjaður að sitja af sér lífstíð- ardóminn. Kona að nafni Mrs. Millie McBride átti að bjarga þeim um nauðsynleg sambönd, og þau óku í brúna Fordinum sínum til einbýlishúss hennar, sem stóð afsíðis í illa hirtum trjá- garði. En einhver í Dallas hlaut að hafa kannazt við þau og lát- ið lögregluna vita, því gildra beið þeirra á staðnum. Bonnie sat kyrr í bílnum, en Clyde gekk að húsinu. Lögreglu- maður að nafni Malcolm Davies stóð falinn í runna, og inni í húsinu biðu fleiri menn vopnaðir. McBride hafði verið flutt á öruggan stað. — Upp með hendurnar! hróp- aði Davies. — Ekki fyrir þig eða nokkra aðra löggu, svaraði Clyde og fór að skjóta. Tvö skot hittu Davies, sem féll dauður niður. Clyde stökk upp á aurbretti bílsins og Bonnie ók af stað á æsiferð. Þau fóru norður, til South Joplin, Missouri. Þar tóku þau sér frí, í fyrsta skipti svo um munaði. Síðasta ránið hafði sem sé aldrei þessu vant gefið tals- vert í aðra hönd, svo að þau voru í engum peningavandræðum um sinn. Buck bróðir Clydes og Blanche, kona hans, slógust í hóp með þeim. Buck var þá nýsloppinn úr fangelsi. Þau drukku fast og höfðu hátt, svo að nágrannana fór að gruna margt. Þegar einn þeirra sá af tilviljun allmörg númeraskilti auka í bílskúrnum, var gengið að því sem gefnu að hér byggju bílþj ófar. Fimm lögreglumenn voru sendir til hússins. Þetta var í dagrenning, og einn þeirra, J. W. Harryman að nafni, gekk til bílskúrsins. Gólfið í honum var jafnhátt götunni. íbúðarherberg- in voru á hæðinni fyrir ofan. Þeg'ar Harryman var þrjá metra frá dyrunum, kom Clyde fram í dyrnar með haglabyssuna og hleypti af báðum hlaupunum. Harryman féll þegar dauður niður. Einn félaga hans hljóp til og hringdi eftir liðstyrk, en hinir þrír leituðu sér skjóls á bak við tré og skutu sem óðir væru. Clyde svaraði skothríð þeirra frá bílskúrnum, en Buck setti bílinn í gang. Ráðvilltir lögreglumennirnir sáu allt í einu hvar Clyde skreið fram úr skúrnum í gegnum kúlnahríðina og ýtti til hliðar líki Harrymans, svo það yrði ekki fyrir bílnum. Síðan ók bíllinn framúr dyrunum, og Clyde stökk inn í hann á ferð. Blanche varð gripin ofsa- hræðslu og hljóp öskrandi út á götu. Annar karlmannanna teygði sig út og dró hana inn í bílinn. Á meðan þetta gekk á skutu Bonnie. og Clyde án af- láts af skammbyssum á lögreglu- mennina. Einn þeirra féll í við- bót en þau fjögur sluppu ósærð með öllu. í húsinu fannst meðal annars kvæði, sem Bonnie hafði byrjað að yrkja, en ekki unnizt tími til að ljúka við. Það fjallaði um sjálfsmorð. Hún hafði þá fyrir löngu gert sér ljóst að svona gat það ekki gengið til lengdar fyr- ir þeim; þetta háskasamlega líf hlaut fyrr en seinna að enda með ósköpum. Þegar þau Clyde töluðu um hvernig þau vildu helzt lifa talaði hún um eigin- mann og barn og lítið og nota- legt heimili. Hann gat hinsvegar ekki hugsað um annað en fleiri rán með meiri hagnaði. Tengsli hans við veruleikann voru greinilega heldur óljós. Blaðamaður einn lagði hald á filmu sem Bonnie hafði skilið eftir. Þar á var hin fræga mynd af henm með þunga skammbyssu í hendi og vindil í munninum og önnur af Clyde hjá bílnum með heilt vopnabúr í kringum sig. (Myndirnar fylgja grein- inni). Blöðin gerðu mikið úr myndunum og þær voru síðan endurprentaðar á ótal auglýs- ingaspjöld, þar sem lýst var eftir glæpahjúunum. Var þá svo komið að því sem næst hvert mannsbarn í Bandaríkjunum vissi nákvæmlega hvernig Bonnie og Clyde litu út. Skömmu síðar drápu þau einn lögreglumanninn enn; skaut Bonnie hann niður þegar hann reyndi að stöðva bíl þeirra. f júní þekktust þau og voru um- kringd á móteli utan við Platte City í Missouri. Lögreglan kom þá að þeim í brynvörðum bíl, en Clyde tókst að skjóta sund- ur hjólbarðana og þau komust undan. En í bardaga þessum særðist Buck á höfði, og kúla sem braut rúðu í bílnum þeirra þeytti gler- broti í auga Blanche. Aðeins fjórum dögum síðar tók bóndi einn eftir þeim og bílum þeirra tveimur í skógar- rjóðri nálægt Dexter í Iowa. Lögreglan umkiúngdi þau, kom að þeim óvörum. Bardagi hófst og Buck var hæður sjö kúlum. Hann var í nærklæðum einum fata, og með- an honum blæddi út æpti Blanche í móðursýkiskasti: Ekki deyja Daddy! Clyde særðist á handlegg en ekki alvarlega, og Bonnie slapp heil á húfi. Ekki gátu þau flú- ið í bílunum, því þeir voru báð- ir gerónýtir eftir skothríð lög- reglumannanna. En þeim tókst að komast undan á fæti út í skóginn. Það var kraftaverk, sögðu lögreglumennirnir síðar, en meginatriði kraftaverksins var þó líklega ekki annað en það, að lögreglumennirnir voru ekkert sérlega ákafir í eftirför- inni, vegna þess orðs sem fór af skötuhjúunum sem snilldar- skyttum. í janúar voru þau að lokum reiðubúin til að reyna að frelsa Raymond Hamilton. Hann og nokkrir meðfangar hans unnu undir strangri gæzlu á bómull- arökrum utan við múrana. Nóttina fyrir atlöguna faldi Clyde tvær skammbyssur undir föllnum trjástofni á akrinum. Með aðstoð milliliðs hafði hann gert Hamilton viðvart, og Ham- ilton hafði orðið sér úti um nokkra vitorðsmenn meðal fang- anna. Tveir fangaverðir litu eftir hópnum. Þeir vissu ekki fyrr en tveimur skammbyssum var mið- að á þá, og fimm fangar gengu NYTT FRA RAFHA BORÐHCLLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu. V_ ■'— -- - - - - X í f - ]l mKBKKtm || ii ■ |H JJB ———r*m fl '■'*"*** B 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirihta stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. V y 15. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.