Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 33
‘TERXLENE' /ícT , Polycster ribre jfenntngnrföttn I MIKLU ÚKYAUI NÝ EFNI*NÝTT SNIÐ SKYETUE SIAUFDE SOKKAE SKÓE ið óhugnanlega mikið síðustu dagana. Ég frétti í dag, og sjald- an lýgur almannarómur, að ■ tvö og hálft kíló af kartöflum hafi verið seld á 50 krónur. Ég held, að svona flutningar séu voða- lega mikið vegna þess, að menn eru að reyna að auka tekjur sín- ar. Og þá eru alltaf einhver ráð. í gær eltum við bíl upp í Mos- fellssveit, hann var með kartöfl- ur, honum var ekið beint inn í hús. í gærkvöldi fór ég uppeftir og heim í Markholtshverfið. Þá stóð bíllinn þar fyrir utan hús og búið að losa hann. Og þessar kart- öflur virðast vera komnar á markaðinn í Reykjavík. f þessu bili erum við komnir upp á ásinn austan við Geit- háls. Þar stendur svartur Benz 220 og við hann þrír menn á verkfallsvakt. Við spyrjum tíð- inda. Þau eru engin. Svo segir einhver: — Kartöflurnar virðast hafa komizt í bæinn í jeppum. — Það er ekki nema von, verður mér að orði. — Þið hleyp- ið óhindrað fram hjá ykkur öll- um jeppum. Þetta fær dræmar undirtektir, einhvers konar óánægjuuml. Svo ekki meira um það. Ég spurði: — Rennið þið Benzinum í veg fyrir þá, sem þið ætlið að stöðva? — Ne-ei. Þeim er ákaflega tregt tungu að hræra, þeim Benzfélögunum. Þeir hafa ekkert að segja og reyna að tvístra sér sem mest, svo ómögulegt sé að ná til þeirra. Svo við snúum við aftur. Eftir nokkra þögn segjum við: — Guðmundur J. stjómar vel fyrir ykkur. — Já, hann er góður félagi, segir Kristvin. — Hægur og ró- legur, en fádæma traustur. Hann er orðinn þungur, þegar út úr honum koma setningar eins ogr — Mér — er — andskotans — sama! — Þá er hann orðinn reið- ur. — Fer hann út á staðina sjálf- ur? — Nei, hann gerir ekki mikið af því, enda hefur hann nógu úr að leysa eftir hinum diplóma- tísku leiðum, og það er ekki síð- ur mikið atriði fyrir okkur. Hann. leysir oft mál, sem manni sýnast vera óleysanleg. —- En hvað er hægt að gera, til þess að rétta við þjóðarskút- una? Það fer ekki milli mála, að það er óttalegt baks á henni. — Við höfum þá spurningu á takteinum, hvort það sé ekki spor í rétta átt, að greiða það sóma- samleg vinnulaun, að vinnufrið- ur haldizt. Við álítum, að það borgi sig mun betur en standa í verkföllum. Það kemur á dag- inn, þegar tekur fyrir þá eftir- og aukavinnu, sem við höfum fleytt okkur á undanfarið, að við sitjum eftir með öngulinn í rass- inum, höfum í rauninni misst af öllum þeim veltiárum, sem yfir þjóðina hafa komið. Ríkisvaldið reynir raunar að hjálpa okkur nokkuð, til dæmis með að eign- ast íbúðir, en það er andskoti lítið, sem við fáum út úr því. Þegar við leggjum í að kaupa okkur hús, erum við þegar komn- ir í milljón króna skuld. Og við höfum bundið þessa skuld á herð- amar á okkur til 33 ára, eða jafn- vel lengur. Ég er kominn á fimm- tugsaldur, og ég ræðst í að kaupa mér hús í Breiðholtshverfinu nýja. Það stendur í bréfi, sem ég fæ frá Húsnæðismálastjórn, að það muni kosta 1210 þúsund. — Síðan hefur mér verið tilkynnt, að það muni hækka minnst um 350 þúsund. Ég er orðinn nokk- uð gamall, þegar ég er búinn að greiða upp skuldina. Ég hef þar af leiðandi ekki möguleika á að eyða ellinni í rólegheitum. — Hefur nokkuð heyrzt um það í ykkar stöðvum, að nokk- urt fyrirtæki verði svo illa statt eftir þetta verkfall, að það muni ekki fara í gang aftur? — Nei, ekki höfum við heyrt talað um það. Hins vegar hefur mikið heyrzt um það innan okk- ar raða, eins og oft áður en aldr- ei meira en nú, að okkur er ósköp sársaukalaust, þótt mörg fyrir- tæki fari ekki í gang aftur. Ég á ekki við bein þjónustufyrir- tæki, þau mega ekki vera öllu færri, en fyrirtæki, sem eru sett upp beinlínis til að græða pen- inga en hugsa lítið um kúnnann, okkur er alveg ósárt um þau. Við höfum orðið að horfa upp á það síðustu árin, að gjaldeyrinum væri sóað í ósköp misjafna hluti, miður þarflega. Þar ber náttúr- lega mest á kökubotnunum. Það hafa verið sett upp fyrirtæki beinlínis til að flytja inn kökur og kex. Við erum aftur komnir niður í Höfðatún. Enn hef ég ekki spurt nægju mína: — Hve margir eru verkfalls- verðirnir? — Það er ekki gott að segja um það. 1955 voru í kring um 1000 menn tiltækir allan sólar- hringinn, og þeir eru ekki færri núna, fremur hitt. Og það er hægt að bjóða út ótrúlegu liði á svo sem 10 til 15 mínútum. — Allt er þetta miklu hógvær- ara núna en “55. — Já. Og það stafar af því, að við lærðum mikið 1955. At- vinnurekendur reyndu þá mikil verkfallsbrot, og stór, þeir reyndu að dæla olíu úr skipi í land og svo framvegis. Svo stór voru ekki brotin í þessu verk- falli, og þessvegna lærðu báðir aðilar mikla lexíu 1955, sem kom öllum til góða í þessu verk- falli. Já, kurteisin kostar ekki peninga, og hún borgar sig marg- falt, þótt maður verði að beygja sig fyrsta kastið; þá kemur mað- ur oft út úr því með beinna bak, heldur en vera með rosta. — Það gengur stundum illa, að kenna mönnum kurteisi. Mér dettur í hug, að þarna um kvöld- ið, þegar Ottó kom í bæinn, sagði hann út yfir hópinn eitthvað á þessa leið: — Skelfing er nú heppilegt, strákar mínir, að þið stjórnið ekki landinu. Þá ruddist fram væskilslegasti rindillinn í hópnum og gólaði: — Það yrði nú slitinn af þér hnappurinn, ef þú ættir að stjórna því! 15. tbi. VTICAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.