Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 36
' ’s' :
í mínum hópi er það
svo eðlilegt með Marlboro.
Marlboro hefir |h' p1' li1;J111
það sem víð viljum: lí:' ill '■ 'ti 1
Eðlilegan, ófilteraðan keim. ?>'1 IS!
Hvar sem glæsileiki,
yndisþokki og hæfni mætast,
þar er Marlboro!
Alls staðar sömu gæðin,
sem gert hafa Marlboro,
leiðandi um allan heim:
Amerískt tóbak -
Amerísk gæði, úrvals fiiter.
Filter • Flavor • Flip-Top Box
HlfAR ER DRKIN HANS NÓA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa jþeim, sem getur fundið ö'rkina. Yerð-
Iaunin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Siðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Svana H. Stefónsdóttir, Kleppsvegi 8.
Vinniöganna má vítja í skrifstoíu Vikunnar.
Nafn
HeimiH
Örkih er á bls.
36 VIKAN 1S-tw-
Hún herti á sér, þar til hún
var nærri farin að hlaupa, til
þess að losna sem fyrst úr þess-
um óþægindum, frá þessum
óþægilega manni. Hvöss grein
slóst um kinn hennar og hún
fann að það tók að blæða, en
herti bara á sér, því nú var sem
betur fór ekki langt eftir. En
þarna var mýrlent og skreipt í
spori, síðan tók við kargaþýfi.
Allt í einu rak hún fótinn í
gjólu og féll fram yfir sig. Þeg-
ar hún settist upp aftur með
tár sársauka og reiði í augun-
um, stóð hann yfir henni stór
og beinvaxinn eins og fura og
rétti henni höndina til að hjálpa
henni á fætur. f reiði sinni sló
hún á höndina, krafsaði sig á
fætur og þurrkaði illskulega tár-
in. Vasaklúturinn varð svartur
af óhreinindum.
Hann tók upp töskuna hennar
og svo lagði hann handlegginn
utan um mitti hennar.
— Ég skal hjálpa yður yfir
þessa spildu, sagði hann. — Þér
getið stuðzt við mig.
— Nei takk! Ég þigg enga
hjálp af yður!
Hann herti um hana takið:
— Þér takið á móti henni, hvort
sem yður líkar betur eða ver.
Framhald í næsta blaði.
Vesti og húfa
Framhald af bls. 47.
Bakstykki: Fitjið upp 130 I. ó prj.
rn. 2V2 og prjónið sléttprjón. Tak-
ið úr á hliðunum 1 I. í 10. hv. um-
ferð 9 sinnum. Þegar 40 sm mæl-
ast frá uppfitjun er fellt af fyrir
handvegum í 2. hv. umf. 4 I., 2
sinnum 3 I., 2 sinnum 2 I. og 6
sinnum 1 I. Þegar 60 sm mælast
frá uppfitiun er tekið úr fyrir háls-
inum að aftan með því að fella af
26 miðlykkjurnar og prjóna hvora
hlið fyrir sig.
Fellið af hálsmegin f 2. hv. umf.
4—3—2 I. og 2 sinnum 1 I. Jafn-
hliða 3 seinustu úrtökunum eru
felldar af 3 I. 4 sinnum fyrir öxl.
Prjónið hina hliðina eins, en
gagnstætt.
Saumið saman axla- og hliðar-
sauma með þynntum garnþræðin-
um og aftursting.
Kantur: Fitjið upp 8 I. á prj. nr.
2 og prjónið stuðlaprjón, 1 I sl. og
1 I. br. Mælið kantinn frá hægri
öxl, prjónið fyrst niður V-hálsmál-
ið öðrum megin og prjónið 1
hnappagat. (Fellið af 2 I., 4 I. frá
jaðrinum og fitjið síðan upp 2 I.
í næstu umf.). Prjónið sfðan 2
hnappagöt á sama hátt og hafið
12 sm milli þeirra.
Prjónið áfram þar til kanturinn
nær að hægri öxl og ath. að teygja
hann dálítið svo vestið sfkki ekki
niður að framan. Saumið kantinn
við vestið með þynntum garnþræð-
inum og varpspori frá röngu. Prjón-
ið um 48 sm langa kanta í hand-
vegina og saumið þá við á sama
hátt.