Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 44
afturábak að veginum. Eftir honum komu Bonnie og Clyde á bíl. Einhver missti stjórn á sér og fór að skjóta. Allt að hundrað skotum var hleypt af og annar fangavarðanna lét lífið. Þetta var tíunda morð Borrow- klíkunnar og þótti yfirvöldum Texas nú sem mælirinn væri fullur. Ríkisstjórinn samþykkti að fenginn væri leynilögreglu- maður til að elta hjúin unz hann hefði náð þeim, lifandi eða dauð- um, á sitt vald. Maður að nafni Frank Hamer fékk þetta hlutverk, fyrrverandi höfuðsmaður í Texas Rangers. Hann var einn frægasti manna- veiðarinn í öllum Bandaríkjun- um. Fullyrt var að hann hefði drepið sextíu og fimm glæpa- menn í einvígi með skamm- byssum. Hann var nú varðstjóri hjá olíufélagi einu með fimm hundruð dollara laun á mánuði, en það þótti vel borgað á þeim tíma. Texas bauð honum ekki nema hundrað og fimmtíu doll- ara, og verkefnið var óneitanlega lífshættulegt. Það er kannski mælikvarði á veiðigleði Hamers að hann tók það hiklaust að sér. Frank Hamer hóf eltinga- leikinn tíunda febrúar 1934. Hann stóð í hundrað og tvo daga. Bonnie og Clyde héldu nú glæpalífi sínu áfram um hríð í félagi við Hamilton. Sá síðast- nefndi þreyttist fljótlega á líf- erni þessu, þar eð ránin gáfu sjaldnast af sér meira en bensín og mat fyrir daginn. Hann yfir- gaf því félagsskapinn. En und- ireins á eftir var hann gripinn og settur inn til að halda áfram að sitja af sér árin tvö hundruð sextíu og þrjú, en nokkrum ár- um hafði nú verið bætt við þann tíma, vegna flóttans úr fang- elsinu. Áður en Hamilton var tekinn fastur öðru sinni, hafði hann skrifað blöðunum bréf og sagði þar opinberlega skilið við Clyde Barrow. Sjálfur sagðist Hamil- ton vera prúðmenni, þótt af- brotamaður væri, en Clyde væri ekkert annað en auðvirðilegur vonleysingi. Clyde svaraði með öðru bréfi til blaðanna og merkti það með þumalfingursfari sínu, svo eng- inn þyrfti að efast um að það væri ófalsað. Hann lét í Ijós fyrirlitningu á Hamilton: „væri hann þó ekki nema hálfdrætt- ingur á við mig hvað snilli snerti, hefði lögreglan aldrei náð í hann.“ Á páskadaginn skutu Bonnie og Clyde tvo lögreglumenn, sem ætluðu að líta á bílinn þeirra. Þetta stóð ekki í sambandi við neitt rán. Hjúin ætluðu þá að hitta móður Bonniear og afhenda henni hvíta kanínu, sem dótt- irin hafði keypt sem páskagjöf. Fyrst á eftir var hvert einasta bandarískt blað með Bonnie og Clyde á forsíðu. Lögreglumenn og óbreyttir borgarar þóttust sjá þau alls staðar, og þeim voru eignaðir glæpir sem þau höfðu ekki komið nálægt. En í Oklahóma voru tveir lög- reglumenn svo óheppnir að verða fyrir barðinu á þeim. Það voru Percy Boyd, lögreglustjóri, og sextugur lögregluþjónn að nafni Cal Campbell. Þegar þeir nálguðust bílinn, steig Clyde út með byssu í hendi. Campbell ætlaði að kippa upp skammbyss- unni, en Clyde drap hann með skoti í höfuðið. Boyd höfðu þau með sér í bílnum. Hann var lítillega særð- ur. Clyde sagði við hann: — Leiðinlegt að ég skyldi skjóta kallinn. En ég gat ekki annað. Hann hefði ekki átt að reyna að skjóta á mig. Þau héldu lögreglustjóranum föngnum í fjórtán klukkustundir og óku um fáfarna vegi og slæma. Bonnie hafði ennþá hjá sér hvítu kanínuna. — Ef eitthvað skyldi koma fyrir mig meðan þú ert hjá okkur, sagði hún við Boyd, viltu þá vera svo góður að afhenda mömmu hana? Því lofaði Boyd. Þegar þau að síðustu slepptu honum á skóg- argötu einni í Kansas, gáfu þau honum nýja skyTtu, bindi og peninga. Hann spurði: — Bonnie, hvað á ég að segja af ykkur? — Segið að ég reyki ekki vindla. Það var bara upp á grín að ég lét Clyde ljósmynda mig með vindil í munninum. Clyde var stoltur yfir því að hafa verið útnefndur óvinur Texas nr. eitt. Hann las allt það sem hann komst yfir um afrek sín. Bonnie var byrjuð að yrkja síðasta kvæðið sitt, sem hét „Sagan af Bonnie og Clyde.“ En Frank Hamer var þegar á slóð þeirra og nálgaðist þau stöðugt. Hann hafði fundið „bréfakassann" þeirra, stað, þar sem þau skiptust á upplýsingum við aðra bófa, sem þau höfðu öðru hvoru samstarf við. Stað- urinn var smáspöl inn í skógi við hliðarveg einn utan við Plain Dealing í Loisiana. ,,Bréfakassinn“ var hola rétt hjá trjástúf. Bonnie var vön að sit-ja í bílnum uppi á hæð skammt frá og skyggnast eftir mannaferðum meðan Clyde fór inn í skóginn eftir pósti.“ En í undirheimum Banda- ríkjanna voru menn orðnir þreyttir á þeim Bonnie og Clyde. Meiriháttar gangsterar litu á þau sem hverja aðra smáfiska, sem væru auk þess hættulegir vegna þess hve mjög þau esp- uðu lögregluna á móti sér. Þess- vegna var Frank Hamer, FBI og öðrum sem leituðu skötuhjú- anna oft vísað á þau. Ein slík tilvísun varð til þess að Hamer fann „bréfakassann". Þangað fór hann við sjötta mann aðfaranótt tuttugasta og þriðja maí 1934; höfðu einnig fengið vísbendingu um að glæpakind- anna væri þangað von innan skamms. Þeir földu bílana í skóginum og sjálfa sig með þriggja metra millibili við veg- inn gegnt bréfaholunnL Þetta voru engir viðvaningar í faginu, svo að lítil hætta var á að að- vífandi fólk kæmi auga á þá. Biðin varð löng og lítið tauga- styrkjandi. Nokkrir bílar fóru framhjá eftir sólarupprás. Klukkan var tíu mínútur yfir níu, þegar grár Ford kom ak- andi upp á hæðina. f framsæt- inu sátu svarthærður karlmað- ur og rauðhærð kona. Þeir sem biðu þekktu þar Bonnie og Clyde. Bíllinn nam staðar þar sem hæðin gnæfði hæst, en mótorinn gekk áfram. Einhver fyrirsáturs- mannanna æpti: — Upp með hendurnar! Clyde setti í fyrsta gír og hrinti um leið upp hurðinni til að skjóta. Bonnie teygði sig eftir skammbyssunni sinni. Meira tókst þeim ekki að gera. Hamer fyirskipaði skothríð, og mennirnir sex hæfðu glæpahjú- in níutíu og fjórum skotum. Hvorugu þeirra Bonniear eða Clydes tókst að hleypa af skoti. Clyde féll aftur á bak, Bonnie áfram. Bíllinn rann niður af hæðinni, brölti yfir skurð og stanzaði síðan. Þau Bonnie og Clyde voru bæði dauð þegar að var komið. Clyde kreisti enn í hendi sér byssuskeftið, sem sjö skorur voru markaðar á. Skammbyssa Bonniear lá á hnjám hennar, undir blóðugu andlitinu. f skeftinu hennar voru þrjár skorur. f bílnum fundust fimmtán fölsuð númeraskilti, sextán byssur af ýmsum gerðum, jrfir tvö þúsund skothylki, kven- veski, alltsaxófónn og nokkrar grammófónplötur. Síðasta kvæði Bonniear fannst ekki í bílnum. Hún hafði þá um morguninn sent það blaði nokkru. Kannski grunaði hana hvað dagurinn bar í skauti sér. Vegendurnir fluttu líkin sigri hrósandi til Arcadia. Þar voru þau höfð til sýnis i húsgagna- verzlun nokkurri. f blaði einu frá þeim dögum segir svo frá þessari hryllilegu sýningu: „Þúsundir manna höfðu ruðzt inn í búðina til þess að skoða líkin. Þeir forvitnu slógust eins og villimenn um að komast að. Gluggarnir voru brotnir og hurðin einnig. Búðin leit út eins og orrustuvöllur. Umferðastífl- ur eru á öllum aðliggjandi veg- um og vígvöllurinn sjálfur (þar sem lögreglan sat fyrir Bonnie og Clyde) minnir nú á eins- konar tívolí; þar er stöðugt fjöldi fólks og undireins er búið að koma þar upp söluskýlum, þar sem seldur er ís og karamellur." f kvæðinu „Bonnie og Clyde“ spáði Bonnie því að þau myndu deyja hlið við hlið og verða f-----------------------------------N Andrés auglýsir Karlmannaföt, innlend og erlend Fermingarföt, mjög lágt verð Dömukápur - Dömuslár Fermingarkápur r ---1------n Glæsilegt úrval 44 VIKAN 1S-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.