Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 21
scm keppast við að líkja eftir
þcim í útliti. Ný tízka hefur skot-
ið upp kollinum, svokölluð
„skúrkatízka“: óaðskiljanlegar
einingar þessarar tízku eru vesti,
hattar og platbyssuhulstur, svo
nokkuð sé nefnt. Kjólar ná niður
á ökla, gjarna í svörtum lit.
Nafniö AI Capone er núna
sveipað ævintýralegum ljóma og
ungir sveinar vilja gjarna líkj-
ast honum að einhverju leyti í
útliti. AI Capone var auðþekkt-
ur á miklu öri, sem hann liafði
á vinstri kinnimii — og nú sækj-
ast margir eftir að fá sams kon-
ar ör! Og það geta menn fengið
á snyrtihúsi einu í London. „Að-
gerðin“ tekur aðeins þrjár mín-
útur, en rétt er að geta þess, að
hér er aðeins um plat-ör að ræða.
Samt sem áður mjög raunveru-
legt!
Það e.r kvikmyndin um Bon-
nie og Clyde, sem kom öllu þessu
af stað. Þessi mynd, sem var
frumsýnd nýlega, hefur hvar-
vetna vakið mikla athygli og um-
tal. Með aðalhlutverk Bonnie og
Clyde fara Faye Dunaway og
Nei, það er ekki rómantík í
spilinu hjá Elvis Presley og
Nancy Sinatra, sem hér stinga
saman nefjum. Þau leika aðal-
hlutverkin í kvikmyndinni
„Speedway', sem nýlega hefur
verið frumsýnd og hér eru þau
í einu atriði myndarinnar. El-
vis er hinn lukkulegasti um
þessar mundir og hefur sannar-
lega ástæðu til að brosa út und-
ir bæði eyru, því að frúin
hefur nú alið honum dóttur. —
Sú litla fæddist 2. febrúar sl.
og liún á að heita Lísa María.
Og svo er þess að geta, að ný
tveggja laga hljómplata með
söng hans kom út 16. febrúar
sl. Þar er lagið „Guitar Man",
sem spáð er að verði vinsælt.
Bæði lögin á plötunni eru úr
nýrri kvikmynd, „Clambake",
sem frumsýnd verður I byrjun
maímánaðar.
Warren Beatty og þykir leikur
þeirra snilldargóður. Það er þeg-
ar byrjað að sýna þessa mynd á
Norðurlöndunum — í Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi. Norska
kvikmyndaeftirlitið bannaði hins
vegar sýningu myndarinnar á
þeirri forsendu, að glæpafólki
væri einum of mikil samúð sýnd
og það gert að liálfgerðum dýr-
lingum. Og í Finnlandi þurfti
kvikmyndaeftirlitið að sjá mynd-
ina tvisvar til þess að geta
kveðið upp úrskurð um, hvort
sýna mætti myndina.
Bonnie og Clyde voru frá
Texas. Þau voru á eilífum flótta
undan lögreglunni og lifðu á rájj-
um og rupli; létu m. a. oft greip-
ar sópa í bönkum. Þau féllu fyr-
ir vélbyssuskotum lögreglunnar
í Arcadia 23. maí 1934. Á legstein
Bonnie eru þessi orð meitluð:
Svo sem blómin verða fegurri af
sólskini og dögg verður þessi
gamla veröld bjartari af fólki
eins og þér.
Sandie Shaw þykir nokkuð sér-
vitur. Þegar hún lét fyrst í sér
heyra opinberlega fyrir þremur
eða fjórum árum, vakti það furðu
margra, að hún kom fram ber-
fætt. Og svona hefur þetta geng-
ið æ síðan: ungfrúin lætur ekki
segjast og losar sig yfirleitt við
skófatnaðinn, áður en hún geng-
ur fram á sviðið. Þeim mönnum,
sem fjalla um öryggi á vinnu-
stöðum í Bretlandi, datt snjall-
ræði í hug, þegar þeim hug-
kvæmdist að biðja Sandie að
verða sér að liði í mikilli áróð-
ursherferð fyrir því að menn gæti
fóta sinna í verksmiðjum í Bret-
landi. Þeir fengu Sandie til að
stimpla með fótum sínum á papp-
írsblað — og síðan voru fótaför-
in sett upp á stór auglýsinga-
spjöld, sem hanga nú á mörgum
vinnustöðum í Bretlandi. Þau
munu í nánustu framtíð minna
menn á að viðhafa gætni við
hættuleg störf.
15. tbi. VIKAN 21