Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 47
Myndirnar hér fyrir ofan: Efst t. v. er vestisdragt
úr skozk-köflótta efninu, sem mikið er í tízku núna.
Pilsið er útsniðið, vestið tvíhneppt með Bonnie-sídd.
Skyrta með síðum ermum og opin í hálsinn, húfa
borin á sama liátt og alpahúfa, og síddin á hárinu,
allt er hægt að rekja til Bonnie, þótt hárið sé meira
krullað en í kvikmyndinni. ★ Næsta mynd minnir
meira á Clyde, en takið eftir tvílitu skónum, sem
eru allra nýjasta tízka, og algengt er að þeir séu
bláir og hvítir. ★ Næst er síð, sléttprjónuð golf-
treyja með vösum, við hana prjónapils úr sama
garni, beige-hvítu, hattur í Clyde-stíl og klútur í
hálsmáli, fullkominn götu- eða heimaklæðnaður hvar
sem er. ★ Næst er önnur vestisdragt úr gráu flann-
el, pilsið er fellt að framan og mjög skemmtilegir
vasar bæði á pilsi og vesti. Að þessu sinni er túrban
notaður við, og er hann, taskan og armböndin úr
slönguskinni. ★ Lengst t. h. er svo ekta skotapils
og vesti úr sama efni, í bláum og rauðum lit, dökk-
blá, langerma blússa notuð við, sterkrautt belti og
festi um hálsinn með risastórum, hvítum perlum.
Vinnulýsing fylgir
hér af vestinu og
húfunni á forsíðunni,
en hvorttveggja er
dæmigert fyrir þessa
Bonnie og Clyde
tízku.
STÆRÐ 42-44.
Efni: Um 450 gr af fjórþættu
ullargarni — priónar nr. 2, 2V2
og 3 — 3 hnappar, 14 mm í
þvermól.
Priónið með sléttprjóni, sem
er prj. sl. frá réttu og br. frá
röngu.
Prjónið það þétt að 30 I. prj.
sl. á prj. nr. 3 mæli 10 sm í
þvermál og 40 umf. 10 sm á
hæð.
Breytið annars prjónagróf-
leikanum þar til fyrrnefndum
þéttleika er náð svo vestið verði
hvorki of stórt né of Iftið.
Hægra framstykki: Fitjið upp 48 I. á prj. nr. 2'/2 og prjónið sléttprjón. Takið úr á
hliðinni eina I. í 24. hv. umf. 5 sinnum, en aukið út að framan með þvf að fitja
upp f 2. hv. umf. 3 I. 3 sinnum 2 I. og 1 I. 12 sinnum. Þegar 5 sm mælast frá
uppfitjun er jafnhliða útaukn. og úrt. prjónað f fyrir vasa yfir 30 I., 22 I.
talið frá framhliðinni. (Prjónið með mislitum
þræði, látið lykkjurnar aftur á vinstri prjón og
'prjónið þær síðan með garninu sem prjónað er
með).
Prjónið áfram 13 sm og prjónið þá aftur í
fyrir öðrum vasa á sama hátt og yfir þeim
fyrri. Prjónið áfram þar til 38 sm mælast frá
uppfitjun, takið þá úr fyrir V-hálsmáli með því
að prjóna saman 2 I. fyrir innan jaðarlykkjuna
í 4. hv. og 2. hv. umf. til skiptis, 16 sinnum.
Þegar 41 sm mælist frá uppfitjun er fellt af
fyrir handvegi í 2. hv. umf. 5—4—3—2 I. og 6
sinnum 1 I. Þegar 22 sm mælast frá fyrstu hand-
vegsúrtöku er fellt af fyrir öxl í 2. hv. umf.
4X3 I.
Prjónið vinstra framstk. eins en prjónið gagn-
stætt. Framhald á bls. 36.