Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 50
reyndi ekki einu sinni að látast skömmustuleg. Þvert á móti leit hún til hans með fyrirlitningu. Þess vegna missti hann alveg stjórn á skapi sínu. Hann þreif í öxl hennar og hristi hana. „Hvernig vogarðu þér,“ æpti hann. „Hvers vegna eltirðu mig á röndum? Hvers vegna giftistu mér? Þú sagðist hafa svo mik- inn áhuga á mér. Þú sagðir að ég væri svo töfrandi. Þú hefur dregið mig á asnaeyrunum. Hvert einasta orð sem þú hefur sagt hefur verið lygi.“ Hún kinkaði kolli til sam- þykkis og fékk ákafan ekka. „Já ... já ... Ég elskaði Jeff- rey og mun aldrei elska neinn nema hann.... Ég laug að þér .... dreptu mig, haltu áfram og dreptu mig ....“ Síðar um daginn gekk hann inn í setustofuna. Hún var þar. Hann gekk til hennar og sagði: „Hvað á þetta eiginlega að þýða allt saman? Ertu haldin svona sterkri sektarkennd, eða hvað?“ „Ég drap Jeffrey." „Mig grunaði það.“ „Ekki viljandi; ekki á ná- kvæman og yfirvegaðan hátt; ekki á sama hátt og þú fremur morð, Arthur. En ég er sek engu að síður. Við rifumst heiftarlega, ég og Jeffrey. Mér fannst hann hafa sýnt mér of lítinn áhuga; hélt að hann gæfi öðrum kon- um hýrt auga. Þess vegna sak- aði ég hann um, að hann hefði aðeins kvænzt mér vegna pen- inganna. Við rifumst eins og hundur og köttur. Jeffrey fór að drekka. Ég hefði aldrei átt að leyfa honum að aka bílnum. En ég var blind af hatri og af- brýðisemi. Alla leiðina frá hótel- inu gerði ég ekki annað en æsa hann upp og ausa yfir hann skömmum og svívirðingum. Ég tók ekki einu sinni eftir, hversu hratt hann ók ...“ „Svo að þú trúir því, að þú hafir drepið hann?“ „Ég myrti hann.“ „Ef þú vilt heldur orða það svo.“ „Ég fleygði mér út úr bílnum og slasaðist hættulega. Hvers vegna gat ég ekki dáið? Ég átti það skilið. Ég vildi það. En ég var raggeit. Sjálfsbjargarhvöt mín var of sterk. Seinna reyndi ég að fremja sjálfsmorð. En ég var einnig þá of mikil raggeit; gugnaði, þegar á hólminn var komið. Ég hef reynt það oft, síð- an Jeffrey lézt.“ Arthur kinkaði kolli. Hann hafði haft rétt fyrir sér. „Og síðan fréttirðu um mig. Það má eiginlega segja, að þú hafir leigt mig til að taka þig af lífi!“ Hún horfði á hann og augu hennar ljómuðu: „Þú kemst alltaf svo vel að orði, Arthur. Einmitt, taka mig af lífi fyrir tíu milljónir dollara. Þar með verður hinu eina og sanna réttlæti 'fullnægt. Ég hafði Jeffrey fyrir rangri sök og sak- aði hann um að hafa kvænzt mér peninganna vegna. Nú hefnist mín fyrir það — ég verð myrt af manni, sem kvæntist mér eingöngu af þeim sökum.“ Auðvitað var hún viti sínu fjær, eins og hann var farinn að óttast. Hann efaðist um, að nokkrum sálfræðingum tækist að lækna hana. Sektarkennd hennar var svo sterk, að hún vildi í raun og veru deyja. Þetta var mjög einkennilegt. • „Þetta var snilldarlega hugs- að hjá þér, elskan,“ sagði hann. „Þú tekur á leigu frægan morð- ingja og borgar honum gífurlegt fé til þess að framkvæma verkn- aðinn. En þér yfirsést ein mik- ilvæg staðreynd: Dunphy lög- regluíoringi. Þótt ég mundi gera þér til geðs, elskan mín, þá mundi mér ekki takast að losna við Dunphy. Hversu slyngur sem ég reyndi að vera, þá mundi enginn kviðdómur sýkna mig í það skiptið. Nei, elskan, ég er hræddur um að ég verði að valda þér vonbrigðum.“ Nú sást greinilega í augum hennar brjálæðið, eða hvað þetta var nú, sem hún þjáðist af. Hún gekk fast upp að honum og sagði biðjandi: „Ætlarðu ekki einu sinni að reyna?“ „Fern, elskan mín, það væri minn dauði jafnt og þinn.“ Augu hennar skutu gneistum: „Þú ert svikari! Þú ert lamb í úlfsgæru! Þú kvæntist mér á fölskum forsendum. Þú hefur myrt allar konur þínar. Hvers vegna ætlarðu að hætta núna? Þú erfir meira eftir mig, en all- ar hinar konurnar til samans. Og samt neitarðu!" „Fern, elskan mín, ég er búinn að útskýra þetta fyrir þér. Ég þori ekki . . . . “ Hún var orðin svo reið, að hún æddi fram og aftur um gólfið, baðaði út höndunum, kreppti hnefana framan í hann. Állt í einu varð hann hræddur um, að það yrði hún sem myrti hann. Hann flýtti sér inn í her- bergið sitt, án þess hún tæki eft- ir því. Hann læsti að sér og var með ákafan hjartslátt. Arthur var enn einn og það var komið nærri miðnætti, þegar óttinn gagntók hann. Hann hafði haldið kyrru fyrir í her- bergi sínu góða stund og hug- leitt málið; reynt eftir beztu getu að komast að raun um, hvað hann gæti tekið til bragðs. Hann hafði gert áætlanir, hverja á fætur annarri, en allar höfðu mistekizt. Þá kom honum allt í einu til hugar einn möguleiki, sem gerði hann verulega skelk- aðan. Hann rauk í hendingskasti út úr herbergi sínu og inn í her- bergi Fern. Hinn illi grunur hans stað- festist, þegar hann kom inn í herbergið. Konan hans sat við borð og fyrir framan hana lágu eins og hráviði flöskur af öll- úm stærðum og gerðum. Tapp- ar höfðu verið teknir af sum- um og innihaldinu hellt í glös, sem stóðu hér og þar á borðinu. Hún var með allan hugann við flöskurnar. Hann gekk beint að henni, tók um axlir hennar, dró hana upp af stólnum og hristi hana til: „Hvað hefurðu tekið inn?“ hrópaði hann. „í guðanna bæn- um segðu mér, hvað þú hefur tekið inn . . . .“ Hún sýndi engan mótþróa; stóð hreyfingarlaus í greipum hans og brosti. Bros hennar lýsti þrjózku og lævísi. Hún svaraði ekki spurningum hans. Fullur örvæntingar sá hann sér ekki annað fært en sleppa henni. Iiún settist aftur í stól- inn sinn. Hann tók að skálma fram og aftur um herbergið. Hann stanzaði skyndilega við hliðina á borði hennar og með snöggri hreyfingu svipti hann öllum flöskunum og glösunum af borðinu. Brothljóð kvað við í herberginu, en hún virtist ekki taka eftir því. Hún sat enn hreyfingarlaus og brosti fram- an í hann. „Gerirðu þér ljóst, hvað þú hefur gert mér,“ stundi hann. „Dunphy lögregluforingi mun taka mig fastan. Hann mun áreiðanlega ekki rannsaka fingraför eða slíkt. Það gagnar ekkert þótt ég harðneiti öllum ásökunum. Jafnvel kviðdómur- inn mun ekki trúa mér. Ég verð hengdur. Hvers vegna í ósköp- unum þurftirðu að vera að draga mig inn í þitt synduga líf? Hvað hef ég eiginlega gert þér?“ Loksins virtist Arthur fá hug- mynd. Síminn hafði farið á gólf- ið með flöskunum og glösunum. Arthur beygði sig niður til þess að taka hann upp. „Hvert ætlarðu að hringja,“ spurði hún rólega. „Á miðstöðina. Hún getur náð í lækni.“ „Þess gerist ekki þörf.“ „Læknir ætti að geta hjálpað þér. Hann getur að minnsta kosti reynt að dæla upp úr þér óþverranum.“ „Þess gerist ekki þörf, Arthur. Ég hef ekki tekið neitt inn.“ „Hvað?“ Hann sleppti símtólinu og starði á hana: „Ég trúi þér ekki.“ „Þér er óhætt að gera það. Ég sagði þér, að ég væri rag- geit. Þegar þú neitaðir bón minni, þá greip örvæntingin mig Ég safnaði saman öllum þessurr flöskum, setti þær á borðið fyr- ir framan mig og athugaði þær gaumgæfilega. Ég veit, að sum- ar þeirra innihalda banvænt eitur. En ég missti kjarkinn. Ég gat ekki látið neitt af þessu inn fyrir mínar varir. Ég er enn rag- geit og mun sennilega alltaf verða það.“ Hún talaði svo blátt áfram og hiklaust, að hann trúði henni. Hann stóð upp frá gólfinu, og dustaði fötin sín. Honum létti, Hann reyndi að brosa eilítið og rak upp vandræðalega hlátur- roku: „Það gleður mig, það gleður mig sannarlega, Fern,“ sagði hann. „Ég held ekki, að þú sért raggeit. Þú hefur bara svo sterka löngun til að lifa. Það er allt og sumt. Þú vilt í raun og veru ekki deyja. Þú meinar ekkert með þessu í alvöru, er það?“ Hún brosti enn framan í hann, en það var sama þvermóðskan í brosi hennar, einhvers konar einkennileg grimmd. Hún hristi höfuðið og svaraði: „Jú, ég meinti hvert orð sem ég sagði. Mér hefur ekki snúizt hugur. Ég hafði mikla trú á þér, af því að þú ert þaulreyndur morðingi og allt það. En þú oll- ir mér vonbrigðum. Þú ert nefnilega jafnmikil raggeit og ég. Þú misstir kjarkinn og varðst taugaóstyrkur loksins þegar um verulega mikla peninga var að tefla. Svo ég neyðist til að leita til einhvers annars." Arthur rann kalt vatn milli skinns og höndunds: „Annars? Hvað áttu við með því?“ spurði hann. „Ég bauð þér tíu milljónir fyrir að vinna þetta verk. Þú neitaðir. Ég býst við, að þú sért of fínn til að gera þetta. Nú ætla ég að leita fyrir mér ann- ars staðar. Með því móti mun það sennilega kosta miklu minna. Ég hefði átt að reyna þær leiðir strax. Ég leigi mér einhvern samvizkulausan, ein- hvern morðingja, sem kafnar ekki undir nafni ......“ „Nei, Fern!“ Hann var aftur kominn á hnén, í þetta sinn beint fyrir framan hana. Hann fórnaði höndum biðjandi: „Nei, Fern! Það máttu ekki gera. Þeir halda áreiðanlega, að ég hafi tekið hann á leigu.“ Hún brosti kuldalega og svar- aði: „Mín vegna mega þeir halda það.“ Arthur Pendrake sat einn í dimmu herbergi sínu og braut heilann. um þann mikla vanda, sem hann var nú staddur L Hann hafði þrábeðið Fern, og loksins lét hún undan. Hún gaf honum tveggja vikna frest — en ekki mei ra. .„Tvær vikur,“ sagði hún ákveðin. „Annars fæ ég ein- hvern annan til að gera þetta.“ Hann starði á vegginn í her- bergi sínu. „Skyldi ég geta gert það,“ hugsaði hann með sjálfum sér. „Hvernig, ó, hvernig skyldi það vera — að fremja morð . . . .“ 50 VIKAN 15-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.