Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 27
Hafið hefur frá örófi alda verið vettvangur dularfullra fyrirbæra, en ekkert hefur verið einkennilegra en það, sem meðal sjómanna er þekkt undir nafninu „Þríhyrningur dauðans". „Þríhyrningurinn", — hafsvæðið sem takmarkast af Bermunda, Puerto Rico og Florida, — er um 1600 kílómetrar á hvern veg. f meira en heila öld hafa skip horfið á dularfullan hátt á þessu svæði. Þau hafa horfið svo gersamlega, að það er eins og risastór segull hafi dregið þau niður á hafsbotn. En á síðustu árum hafa einnig flugvélar með fullkomnum öryggisútbúnaði horfið á þessu svæði, rétt eins og þær hafi sogazt upp í himininn. Aðeins eru til áreiðanlegar frásagnir frá síðustu 25 árum, en á þeim tíma hafa nær 1500 manns farizt á þessu svæði. Ekki eitt einasta lík hefur fundizt og hvorki tangur né tetur að braki þessara skipa og flugvéla. Vísindamenn fró Ameríku, Kanada og Bretlandi hafa unnið saman síð- ustu fimm árin til þess að reyna að leysa þessa dularfullu gátu. f stórri byggingu í London eru höfuðstöðvar brezka samgöngumála- ráðuneytisins. Ein af mörgum deildum þessarar stofnunar er sérstök deild, sem rannsakar flugslys. Hér eru margar þykkar möppur, sem geyma skýrslur um flugvélar sem hafa horfið. f tveimur af þessum möppum er sögð nákvæmlega sama sagan: Með árs millibili hurfu tvær brezkar Tudor- flugvélar sporlaust í „Þríhyrninginn" — „Star Tiger" og „Star Ariel". Þvert yfir báðar þessar möppur hefur verið stimplað eftirfarandi: „Ekkert er vitað hvað varð um flugvélina, farþega hennar og áhöfn". ALLT GEKK EINS OG í SÖGU Rétt eftir klukkan þrjú síðdegis fimmtudaginn 29. janúar 1948 hóf B. W McMillan flugstjóri á „Star Tiger" flugvél sína til lofts frá flugvell- inum f Santa María á Azor-eyjum. Þetta var þriðji áfangi flugs frá London til Havanna. Bæði hann og aðstoðarflugstjóri hans, D. Colby, höfðu oft áður flogið þessa leið. Með þeim var fjögurra manna áhöfn, tvær flug- freyjur og 2 farþegar, þar á meðal kunnur yfirhershöfðingi f brezka flug- hernum, Sir Arthur Coningham. Leiðin frá Azoreyjum til Bermuda er um 1800 km þvert yfir Atlantshafið. Er þetta eitthvert lengsta farþegaflug sem um getur. Þess vegna er flugvélin skoðuð helmingi betur en ella, áður en lagt er af stað og þess vandlega gætt, að allur öryggisútbúnaður sé f góðu lagi. McMillan flugstjóri vissi, að ferðin mundi taka um tólf og hálfa klukkustund, og vélin mundi þurfa 13000 lítra af eldsneyti. Hann bað um og fékk 15000 lítra. Flugstjórinn og áhöfn hans voru hálfa klukku- stund á veðurstofu flugvallarins í Santa Maria, áður en lagt var af stað. Þeir grandskoðuðu veðurkortin með hliðsjón af fellibyljum, sem oft geisa yfir Bermuda. Veðurútlitið var óvenju hagstætt. Starfsmenn flugvallarins f Santa María fylgdust nákvæmlega með fluginu alla leiðina. Hið nauð- synlega 24 tíma öryggisvottorð var samið og undirskrifað af yfirmönn- um flugvallarins. Næstu 11 klukkustundir mátti heyra kallmerki flugvélarinnar G-AHNP með reglulegu millibili. Hún fékk miðun og nauðsynlegar upplýsingar nokkrum sinnum á leiðinni, eins og venja er. Klukkan 3.15 aðfaranótt föstudags heyrðist f mörgum flugstöðvum, að G-AHNP kallaði á Bermuda og bað um miðun. Kallið var mjög hátt og greinilegt, svo að Bermuda gat gefið fullkomna miðun. McMillan flug- stjóra var sagt, að hann væri á réttri leið, um 500 kílómetra frá ákvörð- unarstað. Hann þakkaði fyrir upplýsingarnar og sagði, að veðurútlit væri mjög gott og flugið hefði gengið að óskum. 35 mfnútum sfðar reyndi Bermuda að ná sambandi við „Star Tiger", en fékk ekkert svar. SKEMMDARVERK ÓHUGSANDI f -snatri var haft samband við nærliggjandi stöðvar, en enginn hafði heyrt til flugvélarinnar eftir klukkan 3.15. Fjölmargar leitarflugvélar og skip fóru þegar af stað til þess að reyna að finna flugvélina. Næstu fimm daga var gerð umfangsmikil leit að flugvélinni: 104 flugvélar leit- uðu í 880 tfma, en 30 skip leituðu á hafinu. Ekki einu sinni olfubrák ÞAR SEM SKIP QG FLUGIIELAR HVERFA SPORLAUST Á 25 ÁRUM HAFA 1500 MANNS FARIZT Á DULARFULLAN HÁTT Á HAFSVÆDI. SEM TAKMARKAST AF RERMUDA. POERTO RICO OG FLORIDA. fannst á hafinu, hvað þá heldur björgunarbelti, lík eða brak úr vélinni. Aður en við Iftum á aðstæðurnar, þegar hin flugvélin, „Star Ariel" fórst á nákvæmlega sama stað ári síðar, væri ekki úr vegi að lesa skýrsl- una, sem samin var í brezka flugmálaráðuneytinu um hvarf „Star Tiger". Rakin er nákvæmlega saga þessarar örlagaríku ferðar, sagt frá áhöfn- inni og farþegunum og flug vélarinnar rakið f smáatriðum. Áður en vélin lagði upp frá Lundúnaflugvelli í fyrsta áfanga flugsins, var hún skoðuð nákvæmlega, meira að segja farið í stutt reynsluflug. Hópur útvarpsvirkja og radar-sérfræðinga skoðaði hver sinn hluta af útbúnaði vélarinnar, og brunaeftirlitsmaður reyndi mjög fullkomið slökkvi- kerfi, sem nýlega hafði verið sett í vélina. Allir fjórir hreyflar vélarinnar áttu eftir marga flugtíma til næstu aðalskoðunar, svo að ekki gat verið um slit að ræða í neinum hlutum þeirra. Ef einn hreyfill hefði brugðizt meðan á fluginu stóð, hefði vélin getað flogið áfram á þremur hreyfl- um, og varla er hugsanlogt, að fleiri en einn hreyfill hafi brugðizt I einu. Hvað áhöfninni viðkemur, þá var þar valinn maður í hverju rúmi. Þeir voru allir í góðri þjálfun og höfðu gengizt undir nákvæma læknisskoðun. McMillan flugstjóri hafði að baki sér 2912 flugtíma hjá flughernum og 1673 tíma við farþegaflug. Aðstoðarflugstjórinn, Colby, hafði 1690 tíma hjá hernum og 1403 tíma við farþegaflug, þar af 1066 tíma sem aðal- flugstjóri. Strax var gegið úr skugga um, að ekki gat verið um skemmdarverk að ræða á öryggisútbúnaði vélarinnar. Veðurskiiyrði voru prýðileg bæði 29. og 30. janúar. Engir fellibyljir höfðu verið boðaðir né óveður af neinu tagi. Með hliðsjón af öllum þessum staðreyndum lauk skýrslunni á svo- felldum orðum: „Við höfum enga ástæðu til að álíta, að „Star Tiger" hafi steypzt í hafið, af því að hún hafi verið með bilaða talstöð og þess vegna ekki getað fundið ákvörðunarstaðinn, áður en eldsneytið gengi til þurrðar. Við álítum heldur ekki, að skekkja hjá siglingafræðingi hafi valdið slysinu, né heldur bilun á hreyflum eða neinu öðru af tækjum vélarinnar eða útbúnaði. Ekki verður heldur séð, að slæmt veður sé orsökin eða eldsupptök." Ætla hefði mátt, að skýrslan um hvarf „Star Tiger" fengi að liggja óhreyfð eftir þetta. En ári síðar var hún tekin fram aftur og grandskoðuð. Önnur Tudor-vél, „Star Ariel" með kallmerkið G-AGRE, hvarf á flugi frá Bermuda til Kingston á Jamica hinn 17. febrúar 1949. Flugstjóri var J. C. McPhee, áhöfn voru sex manns og farþegar þrettán. Áætlaður flugtími var fimm og hálf klukkustund. Til ferðarinnar þurfti 10.000 lítra af eldsneyti, og þegar vélin lagði af stað hafði hún 12.000 lítra. Hún hefði því átt að geta verið á flugi í tíu tíma. SAGAN ENDURTEKUR SIG í Bermuda grandskoðaði McPhee flugstjóri veðurskýrslur og kort, og uppgötvaði sér til mikillar ánægju, að útlitið gat varla verið betra. Hann skrifaði hjá sér í dagbók sína, í hvaða hæð hann mundi fljúga. Margir af starfsmönnum flugturnsins í Bermuda eru vitni að þessu. Hann hafði orð á þvl við marga þeirra, hversu útlitið væri gott. Þegar flugvélin var í loftinu, hafði hún stöðugt samband við nærliggj- andi stöðvar og fékk veðurhorfur og miðanir. Um 200 sjómílur vestur af Bermuda misstu allar stöðvarnar samband við G-AGREE, og þar sem óttazt var, að slys hefði orðið, voru leitarflugvélar og skip send af stað strax. í sjö daga flugu milli 70 og 80 flugvélar daglega og heill floti af skipum, bæði stórum og smáum, sigldu fram og aftur um hafið. Enn einu sinni undruðust þátttakendur þessarar umfangsmiklu leitar, að ekki skyldi einu sinni sjást olíubrák, hvað þá björgunarbelti, lík eða brak úr vélinni. „Star Ariel" hvarf sporlaust í „Þríhyrning dauðans" á sama hátt og „Star Tiger" hafði gert ári áður. Við rannsóknina kom að mestu leyti hið sama í Ijós. Vélin hafði verið skoðuð rækilega í London, fylgzt hafði verið með fluginu eftir beztu getu, eldsneyti var nægilegt og áhöfnin skipuð dugmiklum flugmönnum. „Vegna skorts á sönnunargögnum, þar sem ekki hefur fundizt tangur eða tetur af vélinni, er orsök slyssins ókunn." Framhald á bls. 37. 26 VIKAN 15-tbl- i5. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.