Vikan


Vikan - 18.04.1968, Page 20

Vikan - 18.04.1968, Page 20
ANDRÉS INDRIÐASON SKOTT HELDUR TÍL HIFNRR Um eitt skeið voru Walker bræður hinir bandarísku í miklum metum hjá ungu íólki víða um heim, og það er raunar ekki svo langt síðan að þeir voru nefndir í sömu andrá og Bítlarnir, þegar vinsældir þeirra bar á góma. En svo hættu þeir að syngja saman, enda kom uþp úr dúrnum, að sundurlyndi var ríkjandi innan hópsins — og héit hver í sína áttina. Scott Walker var óneitanlega sá þeirra þre- menninganna, sem mest kvað að — og hann hélt áfram að syngja upp á eigin spýtur eítir að hafa sagt skilið við félaga sína. Hann hefur sent frá sér nokkrar hljómplötur, en ekki hafa þær þó náð þeim vinsældum, sem hann hafði vonað. Nýjasta lagið hans heitir ,,Jackie" og kom það út í desember. Scott hefur látið svo um mælt, að hann sé orðinn skelfing ieiður á þessu söngvarastússi. Hann hefur margoft lýst því yfir, að hann ætli að ganga í klaustur, en þeir sem þekkja til, eru hættir að trúa því. Nú segist hann vera staðráðinn í því að fá sér einhverja ærlega vinnu næsta sumar og hann hefur líka sagt, hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur: Hann ætlar að fá sér vinnu í Tuborg bjórverksmiðj- unum í Kaupmannahöfn! Skýringin á því, að hugur hans leitar til borgarinnar við sundin er ósköp ein- föld. Hann hefur krækt sér í danska stúlku, Mette Teglbjærg, heitir hún. og við sjáum þau bæði hér á myndinni, sem er tekin á Lundúnaflugvelli ný- lega. 20 VIKAN 15-tw- -V ; AL CAPONE - ÖRÐIÐ ER NÝJASTA TÍZKUBÖLAN Fyrir fáeinum vikum var nokk uð óvenjulegt lag í efsta sæt vinsældalistans brezka. Lagið uu Bonnie og Clyde. Brezki söngv arinn Georgie Fame söng óðinr um þessi þokkahjú, einhverja að sópsmestu skúrka, sem sagan greinir frá á síðari árum. Lagini fyfgja skottívellir og önnur skylc hljóð, gauragangur og sírenui patrólbíla. Nú eru Bonnie Parker og Clyde Barrow orðnir nokkurs konar dýrlingar í augum hinna yngri Georgc Ilarrison var eitt sinn spurður að því, livað lionum fyndist um útflúrið á Kolls Roycc bifreið Ji Lcnnon. George svaraði þessu til: „Bíllinn cr stórkosllcgur — gulur með alls konar litlum krúsidúllum. fæ ekki skilið, hvers vegna þeir hjá Rolls Royce eru svo gramir yfir þessu — þeir liafa aldrci fei svona góða auglýsingu.“ I»egar cinn af talsmönnum Rolls Royce verksmiðjanna var beðinn að gera athugasemd við þessi i mæli — var svarið þetta: ,,Já, við erum einmitt hræddir um það!“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.