Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 49
Nú gerði hún því skóna, að hann reyndi að myrða hana. Hún næstum egndi hann til þess! En hafði jafnframt nánar gæt- ur á honum. Eða þóttist hafa það að minnsta kosti. Hún var mjög vör um sig; gætti þess vandlega hvað hún át og drakk. Hún var alltaf tortryggin og alltaf á varðbergi. Þetta var eins og leikur; eins og köttur sem leikur sér að mús. En hvort þeirra var kötturinn og hvort var músin? Auðvitað var þetta hrein geð- bilun; eins og hver önnur vit- leysa. En það er alltaf eitthvert ofurlítið vit í hverri vitleysu. Hann þurfti að komast að raun um, hvernig stóð á þessari vit- leysu í Fern Larkin Spencer Pendrake. Síðdegis á hverjum mánudegi var hann vanur að taka sér leigubíl og fara niður í bæinn til þess að ræða við kauphallar- sérfræðing sinn. Arthur var braskari, keypti og seldi hluta- bréf í kauphöllinni. Á hverjum mánudegi fór hann niðureftir til að rannsaka hvernig málin lægju hverju sinni og hvernig bezt væri að haga braskinu þá vik- una. Þennan mánudag var hann svo óheppinn að gleyma minnisbók- inni sinni, en þar hafði hann krotað ýmsar nauðsynlegar at- hugasemdir; það sem honum hafði dottið í hug þá vikuna. Hann var kominn mílu frá heim- ili sínu, en samt gat hann ekki án minnisbókarinnar verið og bað því bílstjórann að snúa um- svifalaust við og fara aftur heim. Þegar hann var nærri kominn heim skipaði hann bílstjóranum að stanza. Hinn svarti og glæsi- legi bíll Fern var þarna á ferð. Hún sat í honum. Hvert gat hún verið að fara? „Eltum svarta bílinn,“ kallaði Arthur til bílstjórans. Þeir eltu svarta bílinn í gegn- um miðborgina, um hvert út- hverfið á fætur öðru og loks alla leið út úr borginni. Loksins hægði svarti bíllinn á sér, beygði inn um opið járnhlið á lágum steinvegg: kirkjugarður! Arthur skipaði bílstjóra sín- um að stanza við hliðið. Hann gat séð svarta bílinn yfir vegg- inn. Hann ók um hundrað metra, en stanzaði þá. Bílstjórinn leiddi Fern út úr bílnum. Hún var svartklædd frá hvirfli til ilja. Síðan gekk hún ein yfir grasflöt og hraðaði för sinni. Arthur sagði bílstjóra sínum að bíða, læddist inn í kirkjugarð- inn, meðfram veggnum og gekk loks eftir stíg, sem lá við hhð- ina á þeim, sem Fern var á. 'Hún gekk drjúgan spöl, og þar sem umhverfið var allt skógi vaxið, hlýtur hún að hafa farið úr augsýn bílstjóra síns. Loks staðnæmdist hún — líklega við gröf; virtist hika andartak, en GIBBS TANNKREM INNIHELDUR STANNOUS FLUORIDE — efni& er veitir margfalt meiri vörn en í nokkru öðru venjulegu tannkremi. STANNOUS FLUORIDE sam- einast raunverulega glerungi tannanna og ver hann skemmdum. þessi verndun Gibbs tarinkremsins fjarlaegist ekki vi& munnskolun. þetta er sannaó með rannsóknum. Gibbs Fluoride hefur verið prófað undir ströngu, vísindalegu eftirliti í samanburði við önnur vel þekkt tannkrem. Árangurinn er undraverður. Gibbs gerir tanngler- unginn mörgum- sinnum—já, mörgum sinnum — öflugri gagnvart tannskemmandi syrum en nokkurt annað tannkrem. Og Gibbs, með Stannous Fluoride ereinmitt það, ervarðarfjölsliyldu yðar. Látið tannlaekni hafa gát á heilbrigði tanna yðar. Neytið hollrar faeðu. En umfram allt gleymið ekki að bursta tennurnar reglulega með Gibbs. það er nú engum vafa undirorpið að Gibbs veitir fjölskyldu yðar meiri möguleika á fullkominni vernd góðra tanna en nokkurt annað venjulegt tannkrem. Öllum geðjast vel að piparmintubragði þess. Látið ekki fjölskyldu yðar vera án þess deginum lengur. Gibbs veítír margfalt metrí vernd en nokkurt annað tannkrem GIBBS-TANNVERNDIN SKOLAST EKKI BROTT kraup síðan á kné. Arthur var orðinn svo forvit- inn, að hann gat ekki verið kyrr þar sem hann var kominn. Hann stikaði löngum skrefum í áttina til hennar. Hún kraup og sneri í hann baki og trén gerðu það að verkum, að bílstjórinn henn- ar gat ekki séð hana, ef hann hafði þá nokkurn áhuga á að fylgjast með húsmóður sinni og vernda hana. Hægt og vandlega læddist Arthur nær. Fern hreyfði sig ekki, nema hvað hún kraup stöðugt lægra og lægra, Arthur var nú kominn svo nærri, að hann gat séð, að hún fól and- litið í höndum sér og axlir henn- ar kipptust til alltaf öðru hverju: Hún grét. Forvitnin rak hann enn áfram, forvitni og einhver ótti, sem fór vaxandi jafnt og þétt. Hljóðlega gekk hann yfir grænt grasið og var nú kominn alveg að hinni krjúpandi eiginkonu sinni. Yfir axlir hennar las hann nafn á lágum og látlausum legsteini: Jeffrey Spencer. Arthur fannst hann hafa ver- ið svikinn og blekktur. Á þess- ari stundu varð honum ljóst, að hann hataði manninn, sem lá þarna undir legsteininum. Og hann hataði líka hina syrgjandi konu, sem kraup við leiðið, — eiginkonuna sem þeir deildu með sér hann og hinn látni. í bræði sinni hóstaði hann hátt af ásettu ráði til þess að gera vart við sig. Fern heyrði til hans og leit um öxl. Hann sá, að andlit henn- ar var afmyndað af sorg og augun útgrátin. Þrátt fyrir tár- in sá hún hver þar var kominn og reyndi með erfiðismunum að rísa skjótt á fætur. Hann bar ekki við að hjálpa henni við það. Ef hún hefði sýnt einhver merki iðrunar, hefði hann ef til vill fyrirgefið henni. En hún 15. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.