Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 29
Nýr Kennedy Framhald af bls. 15. gagnvart eldri bræðrum sínum, en þeir áttu báðir velgengni að fagna. En það var öðru nær. Það kom fIjótlega í Ijós bæði hjá Róbert og Edward, að þeir vildu vera fremri Joe og John. Sérstaklega kom snemma fram hjá Róbert óvenju- legt stolt fyrir hönd fjölskyldunnar — og þetta stolt hefur hann síðan innrætt sínum stóra barnahópi." Róbert Kennedy er fljótmæltur og röddin er eilítið harðneskjuleg. Orð- um sínum til áherzlu bankar hann með vísifingri í borðplötu, alveg eins og John gerði. Edward er aftur á móti rólegri og hæggerðari. Hann talar hægt og er ekki eins ákafur og ágengur og Róbert. Það má með sanni segja, að þeir bræður hafi verið aldir upp í stjórn- málum. Strax í æsku tóku foreldrar þeirra að kenna þeim meginreglur stjórnmálanna og faðir þeirra byrj- aði mjög snemma að rökræða við þá. ,,Ekki aðeins um stjórnmál," segir Róbert. ,,Foreldrar okkar hvcttu okkur til þess að kynna okk- ur málavöxtu af eigin raun, fara út á götu og ræða við hinn almenna borgara til þess að víkka sjóndeild- arhringinn og sjá sem flestar hlið- ar á öllum málum." Jósep, faðir Kennedy-bræðranna, var, 25 ára gamall, orðinn yngsti bankastjóri í Bandaríkjunum, og einn af þeim fáu sem studdi dyggi- lega Roosevelt forseta í kosningun- um 1932. í þakklætisskyni var hann gerður að ambassador í London. Þaðan fór fjölskyldan í mörg og löng ferðalög, þar til stríðið brauzt út 1939. Þá fluttist fjölskyldan aftur til Bandaríkjanna og settist að á sveitasetrinu Hyannis Port. Sumardagana 1940 safnaðist öll fjölskyldan saman í síðasta sinn ( stóra og fallega húsinu rétt utan við Boston. Elzti bróðirinn, Joe, fór í sjóher- inn. Nokkrum mánuðum selnna fór John líka í herinn. Róbert var ekki kominn á herskyldualdur fyrr en í nóvember 1943. í ágúst 1944 varð Kennedy-fjöl- skyldan fyrir fyrsta áfalli sínu. Elzti sonurinn, Joe, 29 ára gamall, Ijón- gáfaður og efnilegur stjórnmála- maður, fórst í árás, sem hann tók þátt í samkvæmt eigin ósk. Sprengja átti í loft upp eina af eldflauga- stöðvum Þjóðverja. Joe tók að sér að fljúga sprengjuflugvélinni. Áætl- að var, að áhöfnin kastaði sér út í fallhlíf, strax og sprengjuvélinni hefði verið stefnt að skotmarkinu. Flugvélin varð fyrir þýzku loftskeyti og fórst, áður en hún hafði náð að framkvæma ætlunarverk sitt. Eftir kosningasigur sinn sagði John F. Kennedy: ,,Engum manni eigum við bræð- urnir meiri þakkarskuld að gjalda en Joe. Dirfska hans, dugnaður og persónuleiki verður okkur ætíð minnisstætt fordæmi." 25 ára gamall var Joe fulltrúi Massachusett-fylkis á ársþingi demó- krata og jafnvel andstæðingar hans viðurkenndu, að hann væri hiklaust verðandi forsetaefni. Faðir þeirra beitti áhrifum sínum til þess að koma því í kring, að Róbert væri um borð í tundurspilli, sem heitinn var f höfuðið á Joe Kennedy. En um það leyti sem senda átti skipið f fyrstu ferð sína á vfg- stöðvarnar, gáfust Japanir upp og Róbert var leystur undan herþjón- ustu. Strax og stríðinu lauk, tók John á sínar herðar skyldur elzta bróður- ins, sem Joe hafði áður haft, og Róbert varð ,,krónprins" fjölskyld- unnar. Á sama hátt og eldri bræð- urnir fékk hann eina milljón doll- ara að gjöf frá föður sínum, þegar hann varð myndugur. Þessa upphæð fá þeir bræðurnir til eigin ráðstöf- unar án nokkurra skuldbindinga. ,,Ég vil veita sonum mfnum tæki- færi til að vera fjárhagslega sjálf- stæðir. Með þessu móti velja þeir siálfir, hvort þeir vilja vera rfkir eða fátækir. Þeir þurfa ekki að biðja neinn um neitt," segir Joseph Kennedy um þessa myndarlegu upphæð, sem hann hefur gefið öll- um sonum sínum. Róbert var ekki aðeins metnað- argjarn þegar hann var ungur, held- ur einnig eirðarlaus og óþolinmóð- ur. Hann varð að hrinda hugmynd- um sínum í framkvæmd strax til þess að geta tekið sér fyrir hendur ný verkefni. Hann gerðist stríðs- fréttaritari og fór til Palestínu 1948. Og strax og hann hafði lokið lög- fræðinámi sínu fór hann til Austur- landa ásamt Pat systur sinni. Þar lenti hann f uppreisn og var ekið í gegnum Singapore í brezkum skrið- dreka. 1951 hefst stjórnmólaferill hans. Þá hafði hann nýlega kvænzt Ethel Skakel. f augum Bandaríkjamanna er hjónaband þeirra fullkomið. Et- hel virðist vera öllum þeim kostum búin, sem kona þarf að hafa til þess að vera gift einum af Kenne- dy-fjölskyldunni. Hún er full af at- orku og dugnaði, glaðvær og létt- lynd og hefur mikinn áhuga á fþrótt- um. Hún er methafi f sundi, hefur yndi af hestum og skíðaferðum. Auk þess hefur hún áhuga á stjórn- málum og dáist mikið að Kennedy- fjölskyldunni. Róbert Kennedy virðist vera Iftill vexti og grannur við fyrstu sýn. En hann er ágætur íþróttamaður og vel þjálfaður líkamlega. Augun eru blá og hvöss, röddin björt og hann tal- ar alltaf hratt. Hann Ijómar allur af áhuga og dugnaði og seglr ævin- lega skoðun sína fljótt og ákveðið. Hann bindur oft enda á samræður, löngu áður en málin eru útrædd; hefur ekki eirð né þolinmæði til að hlusta á sjónarmið annarra. Hann veit hvað hann vill og reynir ekki hið minnsta að leyna því. Samt er ekki hægt að segja, að hann sé alvörugefinn. Hann brosir oft — og þá er stundum erfitt að trúa því, að hann sé orðinn fertug- ur að aldri. Stjórnmálin eru aðaláhugamál hans og fþróttirnar helzta tóm- stundaiðjan. Þeir sem heimsækja fjölskylduna geta átt á hættu að verða að taka þátt í kappleik á grasflötinni fyrir utan hús hans f Virginia. Þar er Róbert jafnan fremstur f flokki með allan barna- hópinn sinn, en þau hjónin eiga hvorki meira né minna en tíu börn. Það er ánægjulegt að dvelja á heimili þeirra hjóna, jafnt fyrir börn og fullorðna. í augum barn- anna er heimili þeirra eins og dýra- garður. Þau eiga fimm hesta, fjóra hunda, kött, endur, skjaldbökur, héra, dúfur, gullfiska, geitur, slöng- ur, sæljón, sel, páfagauka og gæsir. Samkvæmin, sem þau hjón efna til öðru hverju, eru vinsæl og eftir- sótt, en ekki er ósennilegt, að marg- ur kvíði fyrir þeim. Frúin. hefur ánægju af að koma gestum sínum á óvart, og hún hefur frjótt ímynd- unarafl í þeim efnum. Einu sinni lét hún karlmennina sitia sér við borð og kvenfólkið sér. Sjálf sett- ist hún við borð karlmannanna og sat þar allt kvöldið! Það er alvana- legt að hún klæði gesti sína í vinnu- föt og fleygi þeim út í sundlaugina! Róbert tekur oft á móti stiórn- málamönnum á heimili sfnu til þess að ræða við þá um alvarleg mál- efni. Nokkrum sinnum hefur hann boðað til blaðamannafundar þar og verið að synda í lauginni þegar þeir komu. ,,Það veitir ekki af að kæla höf- uðið, áður en maður talar við blaðamenn," sagði Róbert eitt sinn við slíkt tækifæri og ræddi síðan við blaðamennina á sundlaugar- barminum! Stjórnmálamaður, sem vill kom- ast á efsta tindinn í Bandaríkjunum, verður að hafa góða eiginkonu sér við hlið. Ekki er síður mikilvægt, að kjósendur séu hrifnir af konu hans og fjölskyldu en honum sjálf- um. Næst á eftir Jacqueline er Ethel þekktasta konan í Kennedy-f jöl- skyldunni. Hún er mjög vinsæl með- al kynsystra sinna f Bandaríkjunum. Hún er tákn hinnar dugmiklu, hressilegu og áhrifaríku eiginkonu og móður. Hún verður tvímælalaust verðug húsfreyja í Hvfta húsinu. ,,Ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir. þá mun Bobby stappa stálinu f fjölskylduna. Hann er sterkastur okkar allra," sagði John eitt sinn. Þegar fjölskyldan varð fyrlr mesta áfalli sínu, — þegar harm- leikurinn gerðist f Dallas 22. nóv- ember 1963 — þá sýndi Róbert, að ummæli bróður hans voru rétt. Hvenær sem John og Jacqueline þurftu á aðstoð að halda, hafði Ró- bert komið þeim til hjálpar. I flug- vélinni á leiðinni frá Dallas, var það aðeins Jacqueline, sem þurftí á hjálp að halda. Og frá þeirrí stundu, er hún sté á land í Was- hington, vék mágur hennar ekki frá henni. Hann vanrækti heldur ekki að hughreysta foreldra sína og systkini. Járnvilji hans og sáiar- styrkur gerði fjölskyldunni kleift að Iifa þessar hræðilegu vikur. Þá ef- aðist enginn um, hver væri orðinn höfuð ættarinnar — stoð hennar og stytta. * ■-\ NÝTT FRÁ v_ NÝ ELDAVÉL, GERÐ 6604, MEÐ 4 HELLUM, STÖRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar eliment (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. 15. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.