Vikan


Vikan - 18.04.1968, Síða 9

Vikan - 18.04.1968, Síða 9
— Það var ekki gert, kannski af praktískum ástæðum. Það hefði orðið Ijótt fyrir úrskurðar- valdið, að fá á móti sér 3—4000 manns, sem er í verkfalil. — En núna farið þið ekki eins harkalega að og oft áður. Þið vaðið ekki í bílana og hellið nið- ur mjólk og bensíni, og skemmið þannig eigur manna. — Nei. Nei, nei. Sá, sem yrði uppvís að því, hann hefði brotið í bága við skipanir yfirstjómar verkfallsins. Svo leggjum við upp í ferðina milli verkfallsvarða á mánudags- kvöldi. Enn er rigningarsuddi og drungalegt. Vegurinn er vel hol- óttur upp í Mosfellssveitina; hann hefur aldrei borið sitt barr eftir verkfallið 1955, en þá fór hann mjög hrakalega. Á leiðinni ræð- um við um gang verkfallsins. Kristvin vinnur hjá Eimskipafé- laginu, og í sambandi við það sagði hann: — Okkur varð nú á að segja, vinnufélögunum, að líklega yrði það bezta lausnin fyrir skipafé- lögin, að það kæmi verkfall svona fjórum sinnum á ári. Því það bókstaflega hreinsaðist út úr skemmunum þá voru nógir pen- ingar allt í einu. Sum fyrirtækin áttu þama vörubirgðir fyrir hundruð þúsunda; það var allt hreinsað upp. Það virðast vera til miklu meiri peningar til að berjast við okkur, heldur en að reka fyrirtækin. v— Var ekki mikið um það fram að þeim tíma, að fyrirtæk- in leystu ekki út vörur sínar, af því það var von á tollalækkun- um? -— Jú, að vísu töluvert mikið. En svo kom í Ijós, að tollalækkan- irnar urðu töluvert miklu minni, en vonazt var til. — Hefði þetta verkfall skollið á, hefðu tollalækkanirnar orðið eins og lofað var? — Ég skal ekki segja, hvort tollalækkanirnar hefðu tryggt á- framhaldandi vinnufrið að veru- legu leyti. Verkfallið er vegna afnáms vísitölutryggingarinnar. Það virtist ekki nokkur leið að fá viðsemjendurna til að skilja það. Ég álít, að það sé ósann- gjarnt að kenna verkalýðshreyf- ingunni um, hvernig komið er. Hún hefur sýnt ótrúlegt lang- lundargeð. Og ástandið var orðið þannig, að það var erfitt að fara í verkfall. En það hefði verið ennþá erfiðara, að fara ekki. — Hefði verið frágangssök að geyma það til dæmis fram til fyrsta maí? — Verzlunarmál fólksins eru orðin þannig, að það verður gíf- urleg keðjuverkun þegar launin eru orðin of lág. Það gerir þetta afborgunarkerfi. Menn eru með íbúðina sína og yfirleitt alla hluti á afborgunarskilmálum. Þegar yf- irvinna minnkar og jafnvel kem- ur til atvinnuleysis, þá hrynur allt. — En varðandi verkfallsvakt- :ina á vegunum: Er stætt á því, strangt tekið, að loka vegunum? — Við gerðum þetta 1955, og það komu náttúrlega ótal vanda- mál upp í sambandi við það. Ég veit ekki, hvort það er beinlínis :stætt á því, en það var látið :standast. — En er nokkur heimild til að stöðva bíla á vegum úti og 'krefjast þess að, fá upplýsingar um, hvað í þeim er, eða hvert verið er að fara? — Það má nú vera, að slík heimild sé ekki beinlínis til, en þetta virðist vera hefð, sem ekki er hróflað við. — Hvað gerið þið nú, ef þið stöðvið bíl, sem er til dæmis með bensíntunnu? - Bensín er algerlega óleyfi- legur flutningur nema í þar til gerðum farartækjum eða tunnum. En það er eins og það sé ekki reynt að fara með bensín til bæj- arins í neinum mæli. Ég tel, að tilkynningar lögreglunnar um að gersamlega sé óheimilt að geyma bensín í eða við íbúðarhús, hafi hjálpað okkur mjög mikið við þá vörzlu. — Það er fyllilega heimilt að flytja bensín í þar til gerðum brúsum, bæði utan á bílum og í skottinu. — Já, og við höfum alveg lát- ið það afskiptalaust. Afskipti okkar af slíku koma mest niður á einstaklingum, og það gerir okkur engu bættari, þótt menn verði að ganga milli húsanna í stað þess að skutlast á bílum. Það eru fyrirtækin og atvinnu- reksturinn, sem við erum að stöðva. Við vitum það, að sum fyrirtæki eiga bensín hér fyrir ofan og sækja það þangað, en við höfum ekkert gert til þess að hindra það. — Enda sennilega ekki hægt um vik. Nú komum við að Rauðavegin- um svokallaða, spottanum, sem liggur frá Vesturlandsvegi upp af Guddumóa upp yfir Eggjar upp á Selásinn. Þar eru fjórir menn í Moskvits. Við víkjum okkur að ökumanni hans og spyrjum: - Hvað hafið þið ver- ið lengi hér núna? — Eitthvað um klukkutíma. — Nokkuð gerzt? — Ne-ei, það hafa verið hér sendibílar í leit að olíu og eru sumir orðnir hálfgert í vandræð- um með hvert þeir eigi að fara, því þeir komast þá jafnvel ekki í bæinn aftur; þeir eru orðnir svo tæpir. — Hafið þið nokkur afskipti haft af þeim? Nei, en það veilti ekki af að herða á vakt í sambandi við þessa sendiferðabíla, því þeir hafa bæði farið með kartöflur og annað slíkt til bæjarins. Svo er það til dæmis meö þetta túleöl, sem kom með bílunum hans í’ramhald á bls. 32. TBL FERMINGAGJAFA S0N0L0R transitorviðtæki frá kr. 2800,oo. Teppaz spilarar bæði Mono og Stereo. — Verð fró kr. 3100.00. Fóanleg bæði fyrir rafstraum, 220 volt og rafhlöður. — Allir hraðar. L. SENDUM í PÖSTKRÖFU UM ALLT LAND RadBónaust ki.ff. Í.AUGAVEGI 83 - SÍMI 16525 is.tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.