Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 2
I FARARBRODDI í TRYGGINGAMALUM ÍSLENDINGA Margvíslegar framfarir hafa orðið í íslenzku þjóðlífi síðustu tvo áratugi. Skipastóll landsmanna hefur margfaldazt og n/ tækni við fiskveiðar hefur rutt sér til rúms. Ný lönd hafa verið tekin til ræktunar með stórvirkum vinnuvélum og landbúnaðurinn vél- væðzt að erlendri fyrirmynd. Nýjar iðngreinar hafa risið upp, stóriðja hafin og bylting orðið í samgöngum landsmanna. Samvinnutryggingar hafa verið þátttakandi í þessari öru uppbyggingu og náðu því takmarki þegar árið 1954, að verða stærsta tryggingafélag hér á landi og eru það enn. TRYGGIÐ HJÁ YÐAR EIGIN FÉLAGI . TRYGGIÐ HJÁ FÉLAGI, SEM ER I FARARBRODDI I (SLENZKUM TRYGGINGAMÁLUM. SAMVirVNUTRYGGlINGAR ÁRMÚLA 3 SlMI 38500 Eiturlyf Margir listamenn hafa tek- ið sér fyrir hendur að sýna í verkum sínum botnlaust kvik- syndi óhamingju og hörmunga sem notkun eiturlyfja hefur í för með sér. Ollum er í fersku minni leikritið Kvik- sandur, sem fjallaði um þetta efni og Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir nokkrum árum. Nú síðast sýndi sjónvarpið at- hyglisverða kvikmynd um eit- urlyf. Þessi mynd hefur eflaust vakið margan til umhugsunar um hin nýju eiturlyí, sem skotið hafa upp kollinum í hinum vestræna heimi á síð- ustu árum, LSD og fleiri skyld efni. Blöð um allan heim hafa lýst furðulegum áhrifum LSD og þeirri hættu, sem notkun þess fylgir. Á Norðurlöndun- um hefur sívaxandi notkun eiturlyfja verið mjög á dag- skrá. Sérstaklega hafa kenn- arar og foreldrar látið í ljós áhyggjur sínar og ugg vegna eiturlyfjaneyzlu unglinga í skólum. En hvernig er þessum mál- um háttað hér á landi? Eru eiturlyf boðin til kaups fyrir okurverð í skúmaskotum og skuggasundum höfuðborgar- innar? Hefur LSD borizt hing. að til lands? Alltaf öðru hverju eru á kreiki sögusagn- ir um eiturlyfjasölu hér á Iandi. Sumir ganga svo langt að fullyrða, að ekkert sé auð- veldara en verða sér úti um slíkt hér á landi. Fróðlegt væri, ef rannsókn færi fram á því, hvort nokk- uð er hæft í þessum sögusögn- um. Slík rannsókn gæti kom- ið í veg fyrir, að þetta ugg- vænlega vandamál nútímans veúði jafn alvarlegt hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Fyrir nokkru var lagt fram á Alþingi frumvarp til breyt- inga á lögum um tilbúning og verzlun með ópíum og fleira. Þetta frumvarp er tvímæla- laust tímabært og réttmætt. V °V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.