Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 23
‘VIKMYNDUÐ. TÍZKAN I ÁR ER EINS OG Á KREPPUÁRUNUM, OG SEGJA MÁ, AÐ EINS KONAR 4 ( Bonnie og Clyde höföu ákaf- lega gaman af aö taka mynd- ir hvort af öðru, og voru þau þá venjulega þrælvopnuð. Byssur og hraðskreiðir bílar voru þeirra uppáhald. Bonnie raunveruleikans var nú naumast eins sæt og sú í kvikmyndinni. Þetta er fræg'asta myndin sem tekin var af glæpakvendinu, en sjálf var hún mjög óánægð með hana. bílnum, reyndust tilheyra Clyde Barrow og Bonnie Parker. Þetta og fleira hafa bandarísk blöð að segja um Bonnie og Clyde, glæpahjúin frá fjórða tug aldarinnar, sem nú eru gerð ó- dauðleg — og rómantíseruð — í kvikmynd. Frásögnin er dag- sönn að því leyti, að Bonnie, Clyde og einhverjir kumpánar þeirra drápu svo sannarlega þessa tvo lögreglumenn á þjóð- vegi í Texas. En fullyrt er að hið hundingjalega tilfinningaleysi Bonniear sé fært í stílinn; muni þar vera um að ræða einskonar öfuga rómantíseringu á ofbeld- inu. Bonnie litla var heldur ekki þetta gallharða ævintýrakvendi, sem kvikmyndin gerir hana að. Þess í stað voru þau Clyde bæði framleiðsla þess umhverf- is, sem þau lifðu í. Það voru Bandaríki krepp- unnar miklu, sem urðu vitni að hini stuttu „stórveldistíð“ þeirra. Sextán milljónir manna voru at- vinnulausar, fjöldi fólks stóð þolinmóður í biðröðum til að fá einn súpudisk eða bita af ölm- usubrauði, uppflosnaðir bændur fóru í stórhópum vestur til Kali- forníu, sem enn hafði yfir sér dýrðarljóma allsnægtalandsins, en komust fljótlega að því að ástandið var sízt betra þar. Gífurleg afbrotaalda gekk yf- ir landið. Tjónið af þeim völd- um 1933 kvað hafa verið um þrettán milljarðar dollara. Sama ár voru tólf þúsund Bandaríkja- menn myrtir, þrjú þúsund rænt og fimmtíu þúsund rændir. í Chicago einni voru framin fleiri morð en í Bretlandi öllu. í einni grein glæpa sló Texas öll hin fjörutíu og sjö ríki út: þar voru myrtir fleiri lögreglumenn og 15. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.