Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 6
 HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR Bellö - Bellö Eftir að sjónvarpstæki komu inn á heimilin hefur mikið mætt á sófasettinu og sérstak- lega örmunum. En Belló sófasettið er með heilum teakörmum og varna þess vegna áklæðinu frá sliti. c I ~\ Hagkvæmir greiðsiuskilmálar. Hýja Bólslurgerðin Laugavegi 134 - Sími 16541 v __________________________________y v______________________________________y FREKNUR Kæra Vika mín! Viltu kenna mér ráð til að ná af mér freknum. Ég er fimmtán ára og leiðist svo mikið freknurnar að ég get varla sofið á nótt- inni. Vonast fljótt eftir svari frá þér; þú veizt ráð við öllu. Fyrirfram þakklæti. Bless Vika mín! Ein 15 ára, V estmannaeyj um. Við freknum hafa víst ekki fundizt nein ráð skárri en þessi gömlu hús- ráð, sítrónusafinn og fífla- mjólkin. En annars — nú eru freknurnar víst komn- ar í tízku, svo að þú ættir bara að vera guðsfegin og þakklát fyrir þær. GÓÐ ÞJÓNUSTA - EN VARHUGAVERÐ? Kæri Póstur! Ég las um daginn bréf frá konu, sem kvartaði yf- ir því, hve erfitt væri að verzla í gegnum götin á kjörbúðunum, sem nú eru opin langt fram á kvöld. Ég hef sjálfur oft verzlað í þessum götum og skil vel reiði konunnar. Það getur tekið á taugarnar að bíða og bíða, á meðan fólk er að gera helgarinnkaup seint um kvöld með handa- pati og bendingum. Nýlega hitti ég kaupmanninn minn, og hann sagði mér, að hann óttaðist að þessi nýjung í verzlunarháttum okkar væri varhugaverð og gæti haft slæmar af- leiðingar. Hann sagði mér, að þróunin væri sú, að verzlunin á kvöldin ykist jafnt og þétt, en minnkaði að sama skapi á daginn. Það lægi í augum uppi, að slík þróun væri ekki til góðs. Kaupmenn hefðu allt sitt fastafólk starfandi á daginn frá kl. 9—6 og gætu þá boðið upp á góða þjón- ustu, sem æ færri not- færðu sér. Hins vegar væri svo komið, að víða í sölu- götunum nægði alls ekki að hafa eina stúlku á vakt. Það væri svo mikið að gera, að þær þyrftu að vera tvær. Hann kvaðst óttast að aukinn kostnað- ur við sölugötin gæti leitt til hærra söluverðs. Finnst þér ekki, Póstur góður, hryggilegt að fólk skuli misnota svo herfilega þjónustu okkar ágætu kaupmanna? Væri ekki hægt að reka áróður fyrir því, að fólk verzli á dag- inn eins og það hefur allt- af gert; geri þá aðalinn- kaupin til heimilisins, en bregði sér í götin á kvöld- in, þegar það hefur gleymt einhverju eða vantar eitt- hvað smávegis til viðbót- ar? Hjálpaðu mér að reka áróður fyrir þessu brýna hagsmunamáli, svo að kaupmennirnir okkar „neyðist“ ekki til að hækka vöruverðið! Það er nógu hátt fyrir. Fyrsti lið- urinn í þessari herferð gæti verið, að þú birtir þetta bréf mitt. Kjörorðið er: „Húsmæður! Verzlið á daginn!“ Með þökk fyrir birting- una. Dagfari. Ætli bréfritari taki ekki einum of djúpt í árinni? Við eigum bágt með að trúa því, að álagningin hjá blessuðum kaupmönnunum okkar sé svo naum, að þeir þurfi að hækka vöruverð- ið vegna tveggja stúlkna, sem vinna hjá þeim nokkra tíma á kvöldi. En auðvitað er æskilegast, að sem flest- ir verzli á daginn og noti sér góðu þjónustuna. Það skaðar ekki að hvetja fólk til þess. SAMVINNUSKÓLINN Halló Póstur! Við höfum mjög mikinn óhuga á að komast í Sam- vinnuskólann að Bifröst, og af því að þú svaraðir okkur svo vel síðast, ætl- um við að biðja þig að svara eftirfarandi spurn- ingum fyrir okkur: 1. Eru teknir inn nýir nemendur á hverju ári? 2. Er inntökupróf? 3. Ef svo er ekki, hvaða próf þarf þá að hafa og eru einhverjar lág- markseinkunnir? 4. Er eitthvert sérstakt aldurstakmark? G VIKAN 35- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.