Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 23
um sínum að fagna umræðuefninu meðan það kjökraði og skalf í ná- vist þessa hræðilega, afskræmda dauða. Enginn hafði sinnu á að líta eftir manninum, sem dauði maður- inn hafði hengt sig á; enginn hindr- aði mig; enginn talaði við mig,- og lögreglan gekk framhjá mér um leið og ég yfirgaf brautarstöðina. Lögreglumennirnir voru hluti af mannfljótinu, sem rann inn á stöð- ina. Dauðinn ferðast hraðar en hljóðið; jafnvel sem hvísl fer hann hraðar. Mín eigin afstaða var augljós og ekki sérstæðari en sú sem ég átti sameiginlega með hundrað milljón manns. — Ég vil ekki láta bendla mig við þetta, svo látið mig í friði. Það er allt og sumt. Ég vil ekkert vera við þetta riðinn. Það sem gerð- ist var hræðilegt, en það kemur mér ekki við. Ekki ýtti ég honum. Það var einmitt það. Ekki ýtti ég honum. Ef ég væri þarna kyrr myndi einhver gaukurinn muna eftir mér og heili hans myndi fara að minn- ast hluta, sem augu hans hefðu aldrei séð. Ég vissi það allt saman úr sálfræðitímlinum í New York há- skólanum, þar sem prófessorinn hafði miðað banana, en einhver annar skaut úr byssu og við sórum allir að bananinn væri byssa. Ég vildi ekki að neinn færi að sverja, að ég hefði hrint gamla manninum. Hvað myndi ég segja? Ég reyndi að hugsa mér það, og sór þess eið með sjálfum mér að ég hefði ekki snert hann. Hann hafði stokkið aft- ur á bak, hann hafði misst fótanna, hann féll undir lestina. Þannig var það. Mér kom þetta alls ekkert við, nema hvað ég hafði ætlað að hjálpa honum. Það gat ég lagt eið ó. Hann var veikur og hræddur, vesæll, skjálfandi, hræddur, gamall maður, sem hafði beðið mig að hjálpa sér. Enginn gat hjálpað honum eins og hann var núna útleikinn, ekki hið minnsta, enginn gat nokkru sinni raðað þessum bútum saman. Og hversvegna átti ég þá að hanga hér. Til að horfa á það? Mig langaði ekki að horfa á það. Þetta var kalt kvöld í marz, en ég var bullsveittur, rennandi blaut- ur undir jakkanum og skalf líka. Ég gekk austur yfir Fertugasta og ann- að stræti og myrkrið var að grúfa sig yfir borgina, Ijósin tóku að flökta og skera sig úr. Oskrandi sjúkrabíll þeysti fram- hjá mér. Mennirnir í honum myndu hirða bútana og setja þá í vatns- þétta körfu. Ælan kom upp í háls- inn á mér, en ég barðist á móti, náði yfirhöndinni, fór inn á neðan- jarðarbrautina og upp í lest á leið- inni norður. Mig langaði að syrgja á einhvern hátt, en þess í stað las ég blaðið mitt, las orðin sem tákn, eins og maður er vanur að gera, án minnsta skilnings að baki þeirra, án þess að þau flyttu mér nokkurn boðskap, að þau drægju á nokkurn hátt úr því ofbeldi, sem dagblöðin sögðu frá, því ofbeldið sem maður les um er jafn meiningarlaust og dauðinn sem maður les um. Þegar komið var upp fyrir Fer- tugustu og fimmtu götu tók að fækka í járnbrautarvagninum og flest fólkið hafði fengið sæti. Ég settist og maður settist gegnt mér og þegar ég leit upp úr dagblað- inu sá ég að hann horfði á mig. Framhald á bls. 30. 35. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.