Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 39
Frá Sænskasundi... Framhald af bls. 27. in farartæki eru hér miklu fleiri. Hef ég hvergi verið jafn hræddur um líf mitt í umferð eins og þessa tvo daga sem ég var á rjátli í Hels- ingfors. Þetta er hrein borg og módern á glæsilegan en jafnframt heldur smekklegan hátt, enda eru Finnar fremstir Norðurlandaþjóða [ arkitektúr, viðmót hennar ber vitni um upprunalegan en haglega beizl- aðan þrótt, en jafnframt er það snúðugt. MARGT ER LÍKT MEÐ SKILDUM Hér gætir sænskunnar miklu minna en í dreifbýlinu fyrir aust- an, þótt nöfnin á flestum götum séu að vísu á báðum ríkismálum, og víða, og meira að segja í sum- um verzlunum og veitingahúsum, er afgreiðslufólkið ekki bænabók- arfært í neinni tungu nema finnsku. Má það undarlegt heita af jafn mönnuðu og vel gerðu fólki og Finnum að þeir skuli hirða eins lítt og raun ber vitni um að kynna sér erlendar tungur. Þetta mongóla- gnadd sem þeir hafa fyrir þjóð- tungu skilur enginn hvítur maður nema í hæsta lagi þeir sjálfir, svo að í viðskiptum við erlenda menn eru þeir gersamlega ósjálfbjarga ef þeir geta ekki brugðið fyrir sig öðrum málum. Sænskan hefur um langan aldur verið á undanhaldi í Finnlandi; var bæði ýtt undir þá þróun af finnskum þjóðernissinnum og Rússum, sem alltaf hafa eftir beztu getu reynt að fjarlægja Finna öðrum Norðurlandaþjóðum. Aðra vilja þær eins og sig, kvað Káinn um beljurnar. Þessi þróun er Finn- um til engrar gæfu nema síður væri, og sízt ef þeir leggja ekki þeim mun meir upp úr að nema ensku, sem auðvitað er hið eina gildandi heimsmál í dag, hvað sem Rússar, fransarar og esperantistar segja. Sagt hefur verið að margt sé furðulíkt um geðslag Islendinga og Finna; er einkum til þess tekið hve vel þessar tvær þjóðir komi skapi saman á alþjóðlegum ráðstefnum, samnorrænum fundum og íþrótta- mótum. Eitthvað getur verið til í þessu, því hvergi erlendis hef ég séð jafn margt ölvaðra manna á almannafæri. Þar á meðal voru þó nokkrir rónar, átakanlega skítugir og sjúskaðir og áberandi andstæða hins hánorræna hreinleika og lút- hersku snyrtimennsku sem þetta land einkennir. Þeim fyrstu mætti ég þegar eftir landgönguna í Kotka; þeir voru gamlir og svo grómtekn- ir af óhreinindum að lítill munur varð séður ó hörundi þeirra og fataleppum. Annar þeirra hélt á sápustykki og vildi færa mér það að gjöf; öðru eins örlæti hef ég aldrei mætt. I Helsingfors sá ég allnokkra svipaðrar tegundar, helzt berandi með sér bjórflöskur í bréf- poka og settust svo að drykkju hvar sem var, við gosbrunn á smá- torgi við Aleksanterinkatu — Alex- andersgatan heitir hún á sænsku — við riddarastyttuna af Mannerheim hjá járnbrautarstöðinni, á kajanum framan við forsetahöllina; alls stað- ar eru þeir heima hjá sér. HERMENN OG KIRKJUR Þessa dagana var verið að halda upp á hálfrar aldar afmæli finnska hersins og bar því venju fremur mikið á einkennisbúningum hans á götunum. Hæpið er að nokkur þjóð geti litið yfir hersögu sína af meira stolti en Finnar. Á tíð Vasakónga lögðu þeir sænska stórveldinu til einhverjar beztu hersveitir, er þá þekktust, og ruddu sænskum fán- um braut nálega til Vínar. Og í heimsstyrjöldinni síðari forðaði finnski herinn þjóð sinni frá viður- styggð þeirri og niðurlægingu, er varð hlutskipti frændfólks hennar Eista og baltnesku þjóðanna. Þær tugþúsundir finnskra drengja sem lögðu fram hina einu algeru fórn í hildarleiknum gerðu það sannar- lega ekki til einskis. Þennan dag mæti ég hópi sona þeirra, sem nú eru orðnir nógu rosknir til að ganga undir fánana, sterklegum strákum með skyggða hjálma og í steingráum úníform- um sem marséra keikir gegnum miðborgina eftir fjörugum her- gönguliðum, gott ef Bjarnarborgar- marsinn var ekki þar á meðal. Og í sýningargluggum verzlananna er stillt út einkennisbúningum af ýms- um greinum og gráðum, svo og Ijósmyndum frá bardögum og æf- ingum. Og bókabúðirnar auglýsa Vainö Linna og aðra höfunda finnska, sem hafa hlotið frægð af því að skrifa um stríðið. Þarna í miðbiki borgarinnar eru tvær merkilegustu kirkjur hennar og örstutt á milli þeirra, dómkirkj- an við Senaatin Tori — Senatstorg — og aðalkirkja grísk-orþódoxra í borginni og trúlega öllu landinu. Sú síðarnefnda rís á klettahæð all- komumikil til að sjá með öllum sin- um rússnesku næputurnum. Um þetta leyti fer fram á henni alls- herjar viðgerð, og þegar ég leit inn í helgidóminn grillti aðeins óljóst í hann gegnum plast, sem lagt hafði verið innan í hann í hlífðarskyni. Lútherska dómkirkjan þykir ekki síðra listaverk, bara steinn, loft og hreinar línur, stendur í bæklingi sem ég keypti af kirkjuverðinum um leið og ég leit inn og hlustaði á æfingu hjá kirkjukórnum. Þessi kirkja stendur einnig hátt og sýnist af þeim sökum stærri en hún er; tröppurnar upp að henni neðan af torginu minna á stöllótta fjallshlíð, þegar auganu er rennt upp eftir þeim. Upp á kirkjuna er tyllt styttum af Jesúsi og fleiri heil- ögum mönnum, þótt þess háttar nýklassík komi meinilla við áður- nefndar hreinar línur musterisins. GALDRA-LOFTUR OG BÚLGARÍU- FORSETI Um nóttina gisti ég úti við Ol- ympíuleikvanginn, en þar reka sam- tök námsmanna sumarhótel. Þetta er hræódýrt, fimm mörk á nóttina, sem er fimm eða sexfalt ódýrara en næturgisting ó venjulegu hóteli. En hér fær maður að vísu ekki einkaherbergi, heldur verður að deila sal með tuttugu eða þrjátíu öðrum, og eru bæði há- og lág- kojur. Finnskir salfélagar mínir héldu uppi samræðum fram á rauða nótt og svo mikið skildi ég að til- ræðið við Robert Kennedy var til umræðu, en fyrstu fréttirnir af því höfðu komið í blöðunum þá um daginn. Daginn áður hafði leikflokkur Þjóðleikhússins, sem var með Galdra-Loft í Svenska teatret, hald- ið heimleiðis, og sá ég leikdóm þar að lútandi í einu höfuðborgar- blaðanna sem á sænsku er skrifað; nefnist það Hufvudstadsbladet. Leik- listargagnrýnandi blaðsins gaf lönd- um okkar ósköp vinsamlegt klapp á kollinn; verkið væri kannski ekki ýkja stórbrotið og ætti trúlegast takmarkað erindi til nútímamanna, en sjálfsagt ætti þjóðsagnadrama af þessu tagi vel við íbúa sögueyjunn- ar. Um Kristbjörgu Kjeld í hlutverki Steinunnar var sagt að skiphiti hennar og stolt væri nánast „öster- bottnisk", en það mun vera all- mikið hrós í finnskum munni. Daginn eftir var talsvert um að vera í borginni vegna opinberrar heimsóknar forsetans í Búlgaríu, Traíkof eða eitthvað í þá áttina minnir mig hann heiti. Var ég nær- staddur er hann leit inn hjá Kekk- onen. Finnlandsforseti býr í húsi ekki ýkja miklu niðri við Syðri- höfn. Báðum megin götunnar þar fyrir framan höfðu liðsforingjanem- ar raðað sér með sverð brugðin, þannig að oddar námu við eyru; var ég á nálum um að einhverjum þeirra yrði í slysni á að veita sér svipaða limlestingu og Malkus hlaut forðum. Finnski hvítbláinn hékk þar á mörgum stöngum til skiptis við randafána Búlgara; síð- an kom mikil bílalest og nam stað- ar framan við forsetabústaðinn. Múgur manns var kominn að til að bera höfðingjana augum, og þarna gengu þeir eftir rauðri mottu upp að dyrunum, Búlgararnir auðþekkt- ir úr gestgjöfunum á moldbrúnku í hörundinu og auk þess höfði lægri en Finnarnir, gráhærðir, rauð- birknir jötnar með löng, köntuð andlit. Og svo hurfu allir mektar- menn inn en tveir erfiðismenn höm- uðust við að rúlla rauðu mottunni upp að dyrunum. Að þessu loknu labbaði ég yfir hárri rétt við Syðrihöfn, harla til- á aðeins það bezta skilið 35. tbi. VXKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.