Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 2
 \ I Varalitir, 12 fallegir tízkulitir. MAKE-UP, 3 fallegir litir. Pressað púður, 4 fallegir beige litir. Cleansing Lotion hreinsar betur en sápa og er mildara en krem. Astrigent Tonic. Andlitsvatn fyrir þurra og feita húð. COVER GIRL snyrtivörur eru viðurkenndar af hin- um vandlátu. COVER G'RL fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. LONDON LOOK Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620. NOXZEM A - 0E0B0RANT SVITAEYÐÍR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ SANN- FÆRAST UM A^ Dr_rDI EKKI. 2 VIKAN 35-tbl- Skattsvik Sumir urðu undrandi og hneykslaðir, þegar upp komst, að þrjátíu starfsmenn hjá stóru ríkisfyrirtæki höfðu gerzt sekir um stórfellt skatt- svikamál. Milljónir af tekjum þeirra höfðu ekki verið gefn- ar upp til skatts. Almenningi kemur þetta hins vegar ekki á óvart. Hvarvetna blasir við augum sú staðreynd, að stór hópur manna greiðir ekki skatta í réttu hlutfalli við raunveru- legar tekjur sínar og efnahag. Heiðarlegir launamenn, sem eru kannski að burðast við að eignast þak yfir höfuðið. verða að greiða allt upp í hundrað þúsund krónur í skatta, en stóreignamenn, sem fást við kaupsýslu og viðskipti og berast mikið á, greiða ekki nema fáeina tugi. Lengi hefur legið í augum uppi, að meira en lítið er bogið við þetta. Sljó siðferðiskennd er lík- lega höfuðorsök meinsins. Hér á landi þykir alls ekki óheið- arlegt athæfi að svíkja undan skatti. Þvert á móti dást menn að þeim, sem snjallastir eru í ,,faginu“. Þeir sem barma sér undan háum sköttum og hafa alltaf gefið rétt upp til skatts — þeim er vorkennt, þegar bezt lætur! Hvarvetna erlendis eru skattsvik talin einhver alvar- legustu afbrot, sem hægt er að gerast sekur um. Þar gera menn sér ljóst, að skattsvik eru þjófnaður og ekkert ann- að. Skattalögreglan íslenzka er tvímælalaust þarfasta stofn- un, sem komið hefur verið á fót hér á landi í langan tíma. Sumum hefur þótt hún fara sér heldur hægt og bjuggust við betri og skjótari árangri. En alltaf öðru hverju berast fregnir ’af henni; hún kemur upp um skattsvik og oftast í stórum stíl. Vonandi fær þessi nauðsyn- lega stofnun að búa við við- unnandi starfsskilyrði, svo að hún megi í framtíðinni starfa af meiri krafti en hingað til. Ekki muh af veitá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.