Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 20
DOTTIR OKKAR
VERDUR
HÁVAXIN ,
STULKA
MARITA OG MARTIN NASLUND VORU HRÆDD
VIÐ AÐ EIGNAST BARN. ÞAU ERU DVERGAR
QG OTTUÐUST, AÐ EF ÞAU EIGNUÐUST BARN,
YRÐI ÞAÐ EF TIL VILL DVERGUR LÍKA. EN
ÓTTI ÞEIRRA VAR ÁSTÆÐULAUS.
Upp við skógariaðarinn. í litlu,
rauðu húsi með hvítum gluggum
og fallegu blómabeði fyrir framan
húsið, búa tveir litlir dvergar.
Húsið er rétt utan við Kilafors,
nokkrum mílum fyrir sunnan Bolnas
í Svíþjóð. Martin Nalund er 44 ára
og Marita konan hans er 34 ára.
Þau eru ótrúlega smávaxin, en hafa
í öllu reynt að laga sig eftir venj-
um þeirra sem eru stærri.
Þegar maður er 135 sentimetrar
á hæð, eins og Martin er, og 121
sentimetri, sem er hæð Maritu, þá
er það ekki undarlegt að lífið geti
skapað þeim margvísleg vandamál.
Bæklun þeirra, sem er með-
fædd, er, sem betur fer, mjög sjald-
gæf. Martin er alinn upp rétt utan
við Bolnas, og Marita er frá Svartá-
bruk, í sænskumælandi Finnlandi.
Martin finnst ekki að hann vekji
svo mikla athygli, ekki að það verði
honum til óþæginda.
— Það eru allir hér svo vanir því
að sjá mig, oð það hefur orðið
þannig að hvorki ég sjálfur eða aðr-
ir, sem ég verð að umgangast, taka
eftir því daglega að ég er öðruvísi
en aðrir. í skólanum voru börnin
mér góð, og ég verð aldrei fyrir
aðkasti. Mér fannst auðvitað leiðin-
legt, þegar hinir strákarnir stækk-
uðu, en ég náði ekki nema 135
sentimetra hæð. En svo vandist ég
þessu, það var heldur ekkert hægt
að gera við því.
Martin bjó með móður sinni, i
litla húsinu, þar sem Marita nú ræð-
20 VIKAN 35-tbl-
ur ríkjum. Þegar móðir hans dó
varð Martin mjög einmana. Jafn-
aldrar hans voru kvæntir og höfðu
flutzt burt, sinn í hverja átt, eða
þeir höfðu farið til að fá sér at-
vinnu annars staðar.
Marita bjó með móður sinni í
Finnlandi, hún var líka mjög ein-
mana. Hún þráði það, eins og all-
að aðrar stúlkur, að eignast sitt eig-
ið heimili, en þar sem engin von
var til þess, þá gerðist hún barn-
fóstra, einhver sú bezta sem hægt
var að fá í fæðingarbæ hennar.
— Ég hef alltaf elskað börn, en
ég bjóst aldrei við því að eignast
eigið heimili, hvað þá barn, segir
hún.
Martin er lærður rennismiður.
Hann hefur ökuskírteini og á bíl,
og lifir vanabundnu lífi, eins og ná-
grannar hans. En hann þráði félags-
skap. Svo var það kunningi hans,
sem benti honum á að setja aug-
lýsingu í blað og óska eftir penna-
vini. Martin hugsaði lengi um þetta,
svo lét hann verða að því, og tók
það fram ! auglýsingunni að hann
væri aðeins 135 sentimetrar é hæð.
Marita sá ekki auglýsinguna, en
hún átti pennavin í Gautaborg,
lamaðan mann. Hann sá auglýsing-
una, klippti hana út og sendi til
Maritu, og skrifaði:
— Þessu átt þú að svara, það
lítur út fyrir að þið séuð í sama
bát, hafið sömu vandamál við að
stríða ....
— Við kynntumst svo í gegnum
bréf, skiptumst á myndum og vor-