Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 19
„MONY MONY" Tommy James and The Shondells nefnist hljómsveit, sem tals- vert hefur látið að sér kveða að undanförnu. Þessi hljómsveit er bandarísk og lagið, sem hefur gert hana svo vinsæla, heitir „Mony Mony“. Þetta lag hefur ekki aðeins notið vinsælda vestan hafs heldur og í Bretlandi, þar sem það var um nokk- urt skeið í efsta sæti vinsældalistans. Lagið Mony Mony er líka orðið löluvert vinsælt hérlendis, og þess vegna þykir okkur tilhlýðilegt að birta mynd af piltunum. Þeim, sem vilja vita nánari deili á þessari hljómsveit, getum við sagt, að Tommy James, aðalsöngvarinn, er fæddur í Dayton, Ohio 29. apríl 1947. Hann var ekki nema sjö ára, þegar hann ákvað að verða skemmtikraftur, þegar hann yrði stór! Þegar hann var 11 ára söng hann í nokkrum sjónvarpsþáttum, og var sjálfur að eigin sögn sannfærður um, að hann yrði stórt númer þegar fram liðu stundir. Nokkrum árum síðar lærði hann á gítar og orgel og stofnaði hljómsveit, og það er einmitt þessi hljóm- sveit, sem nú er orðin vinsæl í mörgum löndum fyrir lagið „Mony Mony“. Nýjasta lag hljómsveitarinnar heitir „Some- body Cares“, og er spáð vinsældum, eins og vænta má. Einnig hefur hljómsveitin nýlega sent frá sér hæggenga plötu, og heitir hún einfaldlega „Mony Mony“. „TIME FOHfLIVINfi‘1 ni&BfiSS&ISSÍÍ&íS** . r...^ Bandaríska hljómsveitin Association hefur um langt skeið ver- ið i hópi vinsælustu hljómsveita vestan hafs. Eitt af þekktustu lögum þessarar hljómsveitar er „Never my love“, sem Hljóm- ar léku inn á plötu undir heitinu „Bara við tvö“. Þetta fallega lag, og mörg önnur, sem Association hafa látið frá sér fara, hafa notið mikilla vinsælda vestan hafs, og því þykir mörgum undarlegt, að brezkir skuli ekki hafa opnað eyrun fyrir þess- ari hljómsveit. Nokkrar hljómplötur með Association hafa verið gefnar út í Bretlandi, en engin þeirra hefur náð vin- sældum hingað til. Vera má, að hér verði brátt bylting á, því að nýjasta tveggja laga plata Association á brezkum mark- aði hefur að undanförnu verið á vinsældalistanum þar, og einnig fór hljómsveitin í kynnisferð til Bretlands í sumar og kom fram i nokkrum sjónvarpsþáttum. Lagið, sem athygli hefur vakið í Bretlandi, heitir „Time for living“. Liðsmenn Association eru sex. Þeir eru mjög fjölhæfir músikantar og geta farið höndum um fjölda ólíkra hljóðfæra, auk þess sem þeir eru lagasmiðir góðir, eins og lögin, sem þeir flytja, bera raunar með sér. Fáar hljómsveitir hafa notið jafn mikilla vinsælda að undanförnu og ástralska hljómsveit- in Bee Gees. Á undanförnum tólf mánuðum hafa tuttugu og sjö af lögum þeirra komizt í efsta sæti vinsældalista í fimmtán löndum. Vinsælasta lagið þeirra hefur orðið „Massachu- setts“, en af þeirri plötu seldust hvorki meira né minna en fimm milljón eintök! Sá, sem hefur yfirleitt orð fyrir þeim félögum, er Barry Gibb. Aðspurður um minnisverðustu við- burði á ferli hljómsveitarinnar, segir hann: Efst í huga eru án efa gullplötuverðlaunin fyrir sölu á laginu „Massachusetts“, þegar ein milljón eintaka hafði selzt. Þá varð okkur ljóst, að við höfðum látið að okkur kveða svo um munaði. Einnig verða hljómleikarnir í Royal Albert Hall í London mér minnisstæðir, en þar komum við fram ásamt sextíu og sjö manna undirleikshljómsveit. Að vísu fengum við slæma dóma hjá örfáum gagnrýnendum, en við sýndum þó fram á, að unnt er að standa í svona stórræðum og fá góða aðsókn. Okkur fannst við vera að gefa aðdáendunum eitt- hvað fyrir peningana með því að flytja sams konar músik og á plötum okkar. Við viljum halda áfram að koma fram á hljómleikum, og það er engin hætta á því að við læsum okkur inni í upptökusölum og komum hvergi annars staðar fram. 35. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.