Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 28
EFTIR ELISABETH BERESFORD \______________________________________________________________________z Við Bengt vorum búin að vera gift í hálft ár, þegar Nornin kom inn í líf okkar. Það var á hálfsárs brúðkaups- degi okkar, og ég var að búa til uppáhaldsmat Bengts í til- efni dagsins; buff með lauk . . . Eg var að brúna laukinn og hljóp við og við út að glugg- anum, til að anda að mér fersku lofti. Það er að segja eins fersku lofti og hægt er að fá, þegar maður býr við fjölfarna götu. Mér þ.ykir steiktur laukur mjög góður og hefi ekkert á móti lykt- inni, en í þetta sinn þoldi ég helzt ekki lyktina, svo ég stakk höfðinu út um glugg- ann, eins oft og ég gat. Þess- vegna var ég komin hálf út um gluggann og horfði á um- ferðina, þegar ég heyrði hljóð- ið. Þetta var einhverskonar íllskulegt urr, og við og við heyrðust háværir hvellir. í fyrstu hélt ég að þetta væri fhigvél, svo ég teygði mig ennþá lengra út um glugg- ann. Svo sá ég mann á göt- unni, sem næstum var búinn að snúa sig úr hálsliðnum til að sjá bctur. Eg horfði í sömu átt og hann, og þá kom ég auga á Nornina. Eg vissi auð- vitað ekki þá að þetta væri Nornin, hélt fyrst að þetta væri einfaldlega gamall bíll, samsettur úr einhverju af- gangs járndrasli, og ég ætlaði að fara að hlæja upphátt, þegar ég þekkti ökumann- inn. Hláturinn fraus á vörum mér, þrátt fyrir hlýtt vor- kvöldið. Bengt ríghélt sér í geysi- stórt stýrið, eins og það væri björgunarhringur. Hann var sveittur, óhreinn og úfinn. Hann ók inn að gangstétt- inni og þar nam Nornin stað- ar, með geysilegum hvelli, rétt eins og hleypt væri af fallbyssu. Svo varð allt dá- samlega hljótt. Eina hljóðið sem heyrðist var skvaldur í smástrákum, sem höfðu safn- azt saman við opinn bílinn og létu í Ijós álit sitt á hon- um með allskonar skrækjum. Bengt stökk út úr bílnum, bókstaflega talað, því það var greinilegt að hann gat ekki opnað bílhurðina. Hann klappaði vélarhlíf Nornarinn- ar, kom auga á mig í glugg- anum og veifaði til nn'n. — Halló, Magga, hvað finnst þér? Hann klappaði vélhlífinni aftur, blíðlega eins og hann væri að klappa barni og veif- aði svo aítur til nhn. Það gat verið að hann hefði fengið þetta farartæki lánað hjá ein- hverjum kunningja sínum. Það gat líka verið að hann væri að gera þetta að gamni sínu. I*að var kannski . . . En auðvitað vissi ég vel allan tímann að það var ekki svo vel. Aður en hann komst alla leið upp stigann vissi ég mæta-vel að hann hafði fleygt á glæ öllu sparifé okkar, fleygt því á þennan ruslahaug. — Sæl, ástin mín! Bengt faðmaði mig svo fast að sér, að mér lá við köfnun af olíulyktinni, sem angaði af fötum hans. — Sástu? sagði Bengt og kyssti mig á eyrnasnepilinn. — M-m. — Er hann ekki stórkost- legur? Hefirðu nokkurn tíma séð annan eins bíl? — Nei! — Þetta er . .. . Og hann romsaði upp úr sér sögu Norn- arinnar og gleymdi ekki einu einasta atriði. Hann sagði líka hvað hann hefði komizt að góðum kjörum, fengið hann fyrir ótrúlega lítið verð, og að hann hefði alltaf lang- að til að eignast einmitt svona bíl, hvað það hefði verið ó- trúlega mikil heppni að hann skyldi detta niður á þennan bíl, og hve prýðilegur náungi hefði selt honum bílinn. Hann hélt áfram þangað til ég varð að rífa mig af honum og hlaupa út að glugg- anum. — Þú ert hriíin af hon- um, er það ekki? Ég kyngdi og sneri mér svo að honum. Hann var eins og sinástrákur, sem búinn er að gera eitthvert skannnar- strik. — Já, það er ég, sagði ég og brast í grát. — Magga, Magga mín, sagði Bengt, og á næsta augnabliki sat ég í fangi hans á gamla sóffanum, sem við fengum eftir Gretu frænku. Það er Ijómandi fallegur sóffi og ágætt að sitja í honum, ef maður veit nákvæmlega hvar ónýtu fjaðrirnar eru. — En hvað er þá að þér? sagði Bengt og reyndi að þurrka af mér tárin með vasaklútnum sínum, sem líka var gegnsýrður af bensín og olíulykt. — Það er ekki neitt, sagði ég. Bengt andvarpaði. — Ef þér lízt ekki á bíl- inn, þá get ég strax losað mig við hann, sagði hann. Það er líklegt að þá hafi tjaldið verið dregið frá, fyrir öðrum þætti í hjónabandi okkar. Það var eins og ég hefði þroskazt heilmikið á þessum augnablikum. Eg skildi að Nornin var honum mikils virði, og þótt ég hat- aði hana yrði ég að látást vera hrifin af henni. — Ég er víst bara svolítið þreytt, sagði ég og reyndi að vera glaðleg á svipinn. — Þú ert bara of mikið inni, þú þarft að fá frískt loft, sagði Bengt. — Þetta verður allt í lagi núna, þeg- ar við höfum eignazt bíl. Nú getum við farið í bíltúra um helgar. Það var eins og liann væri að tala um ferðalög milli Ianda, en ekki skottúra rétt út fyrir bæinn, ef Nornin kæmist þá nokkurn tíma út fyrir bæinn! — Astin mín, hvíslaði Sambúð okkar Bengts var ekki eins einlæg, ejtir að hún kom inn í líf okkar. Ef þetta hefði aðeins verið önnur kona, þá hefði ég kannski vitað hvernig ég œtti að snúast gegn þessu, en hvernig á eiginkona að berjast við þúsund kíló af járnarusli? 28 VIKAN 35' tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.