Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 14
Ástarsögu hinnar seytján ára gömlu barónessu Maríu Vetsera og Rúðólfs ríkiserfingja Austur- ríkis lauk með blóðugum harm- leik í veiðihöllinni Mayerling að- faranótt þrítugasta janúar 1889. Þegar krónprinsinn skaut ást- konu sína og síðan sjálfan sig, gaf hann samtíð sinni hrífandi hneykslismál og framtíðinni ágætis efni í kvikmyndir, leikrit og bókmenntir. Ástarævintýrið sjálft var ærið hneyksli — krónprinsinn var nefnilega kvæntur annarri konu — en hin harmrænu endalok voru enn verri. Þegar Frans Jós- ef keisara voru sögð tíðindin, reyndi hann eftir megni að hindra útbreiðslu þeirra og vildi hafa fyrir satt að Rúðólfur hefði dáið úr hjartabilun. Yfir sögu þessara elskenda hvílir rómantískur ljómi. Þetta er hin fullkomna saga um hina einu og sönnu og miklu ást, sem aðeins getur endað með dauðan- um. Raunveruleikinn var ekki iíkt því eins rómantískur. Það kann að vísu vera að María Vetsera hafi dáið út af ást. En ekki Rúðólfur. ... Og enginn veit nákvæmlega hvað gerðist á Mayerling þessa örlagaríku nótt. Frömdu elsk- endurnir sjálfsmorð í raun og veru? Eða var krónprinsinn myrtur? Og hver gerði það þá? Gerði María Vetsera það í bræði og örvæntingu? Og skaut svo einn af þjónum krónprinsins hana á eftir? VÍN, VÍF OG SÖNGUR Inngangur harmleiksins var langur og dramatískur. Keisar- inn faðir Rúðólfs auðsýndi hon- um enga elsku, heldur þvert á móti kulda og lítilsvirðingu. Móðirin, Elísabet drottning, var stórfögur en taugaóstyrk og full með duttlunga. Hjónabandið var því langt frá því að vera til fyr- irmyndar, og ekki bætti móðir keisarans um betur. Hún hataði tengdadóttur sína, hafði mikil áhrif á son sinn og kom fram við barnabörnin eins og harð- stjóri. Það var því varla nema eðli- legt að Rúðólfur yrði, þegar hann óx upp, taugaóstyrkur, stærilátur og fullur með sálar- flækjur. Hann var haldinn þeirri áráttu að hafa í mestum háveg- um það, sem faðir hans hafði andstyggð á, til dæmis þjóðfé- lagsumbætur og sjálfstæðisvið- leitni Ungverja. Hann svallaði gríðarlega, jafnvel á mælikvarða kóngafólks, og lét hjónaband sitt og Stefaníu prinsessu ekki vera lifnaði sínum til neinnar hindr- unar. Hann safnaði að sér vilj- ugum og laglegum kvenmönn- um —- sérstaklega var hann spenntur fyrir ungri dansmey sem Mitzi Kaspar hét. Sam- kvæmt ábyggilegum heimildum var hann hjá Mitzi síðustu nótt- ina í Vín, áður en hann fór út á Mayerling, þar sem María beið hans. Margt bendir til að krónprins- inn hafi verið búinn að fá sjálfs- morð á heilann löngu áð- ur en hann lét til skarar skríða, en hann vildi yfirgefa þennan heim með alveg sérstöku móti. Hann vildi deyja að aflokinni ástarnótt með fallegum kven- manni, sem átti svo til uppbót- ar á næturgreiðann að fylgja honum í dauðann. Hann á oft að hafa fært sjálfs- HARMLEIKURINN i Róinantískur hlær hvílir yfir ástarsögu hinnar sautján ára gömlu barónessu, Maríu Vetsera, og Rúðólfs, ríkiserfingja Austurríkis. Þetta er sagan um hina fullkomnu ást, sem aðeins getur endað með dauðanum. En raunveruleikinn var því miður ekki eins rómantískur og lnngað til hefur verið álitið. Frá því segir í þessari grein. MAYRLING

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.