Vikan


Vikan - 05.09.1968, Qupperneq 15

Vikan - 05.09.1968, Qupperneq 15
í í » morðstilraunirnar í tal við Mitzi, en hún hafði ekki minnsta áhuga á að deyja með honum. Meira að segja eiginkonan afþakkaði, þegar hann bar upp við hana sama erindi. Svo kynntist hann hinni barn- ungu og saklausu Maríu Vetsera. Það varð ást við fyrstu sýn, að minnsta kosti hvað hana snerti, og þar með var forleikur harm- leiksins fyrir alvöru hafinn. Harmleikurinn kvikmyndaður Mayerling-harmleikurinn er að öllu leyti prýðilega fallinn til kvikmyndunar, og það hefur enski leikstjórinn Terence Young, sem meðal annars er þekktur fyrir kvikmyndirnar um James Bond, meðal annarra gert sér ljóst. Hann hefur dreymt um að gera þessa kvikmynd í ein þrjátíu ár, að sögn, og nú er draumur sá orðinn að veruleika. En fleiri hefur dreymt það sama. Fyrsta kvikmyndin um þetta efni var gerð 1936 með Charles Boyer og Danielle Darrieu í tveimur helztu hlut- verkunum. 1949 kom ný útgáfa með Jean Marais og Dominique Blanchar, og 1957 kom svo fram þýzk kvikmynd um efnið með Rudolf Prack og Christiane Hör- biger-Wessely í hlutverkum elsk- endanna. Terence Young byggir sína mynd á skáldsögu eftir Claude Anet, sem aftur er byggð á sögu- legum staðreyndum, og þar eð hann hefur volduga framleið- endur á bakvið sig hefur hann getað tryggt sér beztu hugsan- lega leikara í aðalhlutverkin. Catherine Deneuve leikur hina Ava Gardner keinur nú fyrst fram í kvikmynd eftir þriggja ára hvíld, og þykir hlutverk hinnar stórfögru og duttlungafullu Elísabetar Austurríkis- drottningar sem skapað fyrir hana. Nauöug samþykkja Frans Jósef keisari (James Mason) og Elísabet (Ava Gar- dner) aö María veröi kynnt fyrir hirð- inni. Nokkra undrun vakti það aö Ava Gardner skyldi taka í mál ?.ð leika móður Omars Sliarifs. „En mér líður eins og væri ég aftur orðinn táningur“, segir Sharif. 35. tbi. VIKAN 1.5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.