Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 7
Og, kæri Póstur: Ef þú gætir sagt okkur eitthvað meira í sambandi við skól- ann, væri það mjög vel þegið. Svo þökkum við þér kærlega fyrir allt gott í blaðinu, og við vonum að þú svarir okkur fljótlega. Með fyrirfram þökk. Tvær áhugasamar úti á landi. Inntökupróf fór jafnan fram í Samvinnuskólanum til skamms tíma, en nú hefur þa® verið lagt niður. f staðinn þurfa nemendur að hafa lokið landsprófi eða gagnfræðaprófi. Valið er eftir einkunnum meðal þeirra, sem sækja um skólavist hverju sinni. Ný- ir nemendur eru að sjálf- sögðu teknir inn í skólann á hverju ári. Fieira getum við ekki sagt ykkur um inntökuskilyrðin, en vilj- um bæta því við í lokin, að Samvinnuskólinn hefur mjög gott orð á sér. Skóla- stjóri hans er séra Guð- mundur Sveinsson. eisi við gangandi vegfar- endur. Ég taldi hvorki meira né minna en 37 bíla, sem óku á fullu yfir gang- brautina, þótt fólk biði eft- ir að komast yfir hana! Mjög margir bílstjórar hafa þann leiða ósið, þeg- ar umferð er lítil, að þeir nenna ekki að stoppa við gangbrautina, heldur hægja ferðina nokkra metra frá henni og byrja með bendingum og grett- um að reyna að koma manni í skilning um, að maður eigi að hlaupa yfir brautina til þess að þeir þurfi ekki að leggja á sig það erfiði að stanza. Hví- lík ósvífni! Lögreglan og allar þess- ar umferðarnefndir, hvað sem þær nú heita, vinna eflaust þarft verk. En þess- ir aðilar mættu gjarnan hugsa svolítið betur um hag hins vesæla, gangandi vegfaranda. Hann virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá hinum sjálfumglöðu og ókurteisu ökumönnum borgarinnar. VÉR VESÆLIR VEGFARENDUR Ástsæli og virti Póstur! Ég er einn af þessum vanaföstu hversdagsmönn- um; geng alltaf sömu leið- ina úr og í vinnuna og fer meira að segja heim í mat- artímanum. Ég er svo lán- samur að þurfa ekki að nota strætisvagn til þess að komast á vinnustað, og bíl hef ég aldrei haft ráð á að eignast. Eg er sem sagt vegfarandi; nota fæt- urna til þess að komast leiðar minnar. Fjórum sinnum á dag þarf ég að fara yfir eina af mestu um- ferðaræðum bæjarins. Þar er svokölluð sebrabraut, en mér skilst, að bílar eigi að stanza við slíkar gang- brautir skilyrðislaust, því að vegfarandinn eigi rétt- inn. En er slíkum reglum hlýtt? Ég hef að gamni mínu talið, hve margir bílar stanza EKKI við áður- nefnda gangbraut. Skömmu eftir hægribreytinguna voru ökumenn yfirleitt kurteisir og tillitssamir og ég gat ekki talið nema um 7—12 bíla, sem brunuðu áfram, án þess að stanza. En síðan hefur ástandið farið dagversnandi. Og í gær settu reykvískir öku- menn íslandsmet í ókurt- V Með þökk og virðingu. Vesæll, gangandi vegfarandi. Við þökkum þetta ágæta bréf og komum innihaldi þess áleiðis til lögreglu og umferðarnefndar. „BÖL ER AÐ, ÞÁ BARN DREYMIR . . ." Elsku Póstur! Þú sem allt veizt um drauma! Segðu mér nú með hraði hvað það tákn- ar að dreyma ungbarn. Þú færð ekki að heyra draum- inn. Ég get sjálf ráðið hann, ef þú segir mér, hvað ungbarn táknar. Bless, Sigurbj örg. Að dreyma nýfætt svein- barn, sem þú átt sjálf, táknar nýja, farsæla at- vinnu, einkum ef þú sézð barnið á brjósti. Að sjá meybarn eða annarra manna ungbarn getur merkt veikindi eða mikil vonbrigði. Að sjá nakið ungbarn iagt í baðkcr er fyrir mannsláti, einkum ef birta leikur um barnið. Venjulega er slæmt að dreyma ungbarn, eins og segir í málshættinum: „Böl . er að, þá barn dreymir, 1 nema sveinbarn sé og sjálf- ur eigi “ — Þunguðum konum boðar það hins veg- ar oft auðvelda fæðingu. J CÓLHEPFI ÚTVEGUIVI MEÐ STUTTUM FYRIRVARA WILTON OG AXMISTER GÓLFTEPPA- DREGLA. BREIDDIR: 70 cm. 90 cm. 274 cm. 366 cm. OG 457 cm. ÖNNUMST ÁSETNINGU. FILT FYRIR- LIGGJANDI. Greiðsluskllmálar FYRIRLIGGJANDI GÓLFTEPPI OG MOTTUR. STÆRÐIR: 70 X 130 cm, 70 X 140 cm, 70 X 340 cm, 81 X 160 cm, 91 X 173 cm, 114 X 183 cm, 137 X 198 cm, 180 X 230 cm, 180 X 275 cm, 230 X 275 cm, 275 X 275 cm, 275 X 320 cm, 275 X 365cm, 200 X 300 cm, 250 X 350 cm, FriQrik Bertelsen LAUFÁSVEGI 12 - SÍMI 3662.0 L____________________________________/ 35. tbi. yiKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.