Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 47
Eins og sjá má á þessari mynd er pilsasíddin af öilum gerðum. 1. Jack Delahaye hjá Heim gengur einna lengst í síddinni. Kápan er úr svörtu flau- eli, reyndar ætluð til kvöldnota og þess vegna síð- ari. Kápan hefur Iínu síðu jakkanna, skorin sundur á þeim stað, en víddin byrjar þar fyrir ncðan. 2. Þessi dragt er frá sama tízkuteiknara, blússusnið á jakka, en hann er í túnikulengd, hnepptur á hlið. Rúllukraginn ómissandi er á dragtinni, Garbohatt- ur notaður við og svört krókódílastígvél. 3. Slopp- kápa, scm töluvert var um, einnig frá sama teikn- ara, sem var all atkvæðamikill í haust. Kápan hvít, cn pokabuxurnar, sem stungið er niður í meðalliá stígvcl, cru úr súkkulaðibrúnu- og ljósbeige tweed, I sami brúni litur á rúllukragapeysu. Kósakkahattur úr refaskinni. 4. Patou er enn með háa rnittið og telpulegu línuna, en þessi kjóll er úr sterkrauðu silki og hnepptur á hlið. Hár kragi, eins og hjá flestum, rykkt pils, og við er notuð hliðartaska, en þær voru aftur áberandi. Rúskinnskór með bandi upp fyrir ökkla. 5. Lanvin sýnir þarna múffu úr svörtu refaskinni með gylltri snúru (hugsið þið ekki gott til vetrarins?), kápan er úr þéttu, svörtu efni með gylltum hnöppum, svartur leðurhjálmur við. 6. Nina Ricci sýnii rússneska fiðlaraskyrtu úr hvítu satíni, sama einkennið þar og annars staðar, hár kragi og túníkusídd. Mitti tekið saman með silfurkeðju og hangandi hjarta. Svartar satínbux- ur, sein víkka aðeins að neðan, en yfir allt er ermalaus caftanjakki, síður úr hvítu satíni, silfur- útsaumaður. 7. Sama tízkuhús sýnir gráa flannel- dragt með síðum jakka með rennilás, stóra vasa, breitt belti, leðurhjálm. Svört rúllukragapeysa inn- an undir. 8. Rauð- og hvítröndótt túníka, rauðar, þröngar buxur og stígvél upp á læri. Langur tref- ill með kögri vafinn um liöfuð. Tízkuhús Farraud. 9. Svartur flauelskjóll frá sama fyrirtæki, vítt pils og leggingabönd á ermum, liálsmáli og faldi og þvert yfir kjólinn. Skórnir úr lakki með plastskúf ofan á. Courréges er nú allt- af samur við sig, eins og sjá má af buxnadragtinni lengst t. v. Hún er úr hvítu jersey, en stígvélin eru líka hvít og ná næstum upp að buxnaskálm- um. Á myndinni hér nær er aftur venju- legri klæðnaður úr hvítri ull; reyndar stendur að jakkinn og pilsið sé utan yfir grófa, hvíta sokka með rúllukragaháls- máli! Það hlýtur að vera töluvert verk, að fara á afvikinn stað, ef allt þetta er í heilu lagi! Meðal- há, hvít stígvél. Til hægri er svo svart- Dg hvítyrjótt dragt frá Ferraud, vítt pils, ermalaus jakki, svört, langerma jers- syskyrta undir. Rauðar sokkabuxur )g stígvél. St. Laurent var ekki sá eini, sem var í þungu skapi í París þessa tízkusýningardaga, en hann gerði sér hreinlega mat úr því. Flestar sýningarstúlkurnar báru svört sorgarbönd fram á enni, eins og mótmælagöngumenn á Grosvenor Square. Hárgreiðslan á mynd nr. 2 átti að vera austræn og minna á Vietnam, hárið er þarna greitt slétt aftur og vafið á langan sívalning í hnakka. 1. Leðurdragt í túníkustíl með kögri. 2. Buxnadragt með há- urn kraga, stuttum ermum og uppbrotum á buxum. 3. Grá jerseydragt. 4. Síð kvöld- kápa úr lirokknu lambskinni með háum kraga. 35. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.