Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 43
mig að sér. En þetta var samt eitthvað öðruvísi en vant var. Við vorum að látast hvort fyrir öðru, og það höfðum við aldrei þurft að gera áður. Eftir þennan dag var allt breytt. Bengt gerði sitt bezta til að líta út sem hamingju- samur, verðandi faðir. Hann lét mig ekki klifra yfir bíl- hurðina, hann gerði við hana, og hann fór yfirleitt með mig eins og ég væri brothætt postulín. Við töluðum aldrei um Nornina, það var þegjandi samkomulag. Mér fannst yf- irleitt að ég sæi Bengt í öf- ugum kíki. Eg elskaði hann meira en nokkru sinni fyrr, en hann var ekki lengur stóri sterki maðurinn, sem ég hafði gengið að eiga, mér fannst hann eins og lítill drengur, og Nornin var bezta leikfangið hans. Bengt fékk sér aukavinnu á kvöldin, til að koma fjár- hagnum i betra horf, og þetta varð í rauninni furðulega tímabil. Eftir því sem ég varð þyngri og fyrirferðarmeiri, komst ég æ meira inn í mína eigin veröld, og umheimurinn skipti mig ekki máli. Það var um tvöleytið eina nóttina, kalda vetrarnótt, að ég vaknaði upp af þessum dvala. Eg glaðvaknaði og ég vissi hvað var að ske. — Bengt, Bengt! kallaði ég, og ýtti við lionum. — Hvað er að, tautaði hann. — Barnið er að koma. — Núna? Hann stökk út úr rúminu. — Eftir stundarkorn, sagði ég og reyndi að slaka á, eins og mér hafði verið kennt í mæðraleikfiminni. — Vertu róleg, sagði Bengt. — Þú mátt ekki vera hrædd. Það gengur allt vel. Eg er hjá þér, elskan mín. Hann hrasaði á gólfinu og svo reyndi hann að troða báð- um handleggjunum í aðra skyrtuermina. — Það er allt í lagi með mig, sagði ég og settist upp í rúminu. — Liggðu kyrr, sagði hann. Bengt leitaði að startsveif- inni í ofvæni. Næsta verkja- hríðin kom mér til að glevma um garð gengin, var Bengt að vefja frakkanum sínum utan um mig. Svo lyfti hann mér upp og ýmist bar mig eða dró að dyrunum. — Gleymdu ekki töskunni, sagði ég. T töskunni var hálf- prjónuð peysa, sem Bengt átti að fá, og á þessu augnabliki fannst mér það mikilvægast af öllu að taka hana með mér. Bengt. greip töskuna og einhvernveginn kom hann mér niður og upp í Nornina, sem núna var komin með þak og hliðarblæjur, til skjóls fyr- ir mesta kuldanum .... Norn- in var þögul og haggaðist hvergi, þótt Bengt hamaðist á sveifinni og blótaði bílnum. Áður hefði þetta verið mitt mesta gleðiefni, en nú var það eitthvað annað. Loksins fór hún í gang, með miklum drunum og Bengt hlassaði sér í sætið við hlið mér, og ég sá að svit- inn bogaði af honum. — Vertu róleg, sagði hann og klappaði mér á hnéð, — nú erum við komin af stað. — Eg — er — alveg — róleg, sagði ég og tók mér hlé á milli orðanna, það var einhvernveginn hægara að tala þannig. Nornin hristist og skröllti gegnum sofandi bæinn. Það er ekki ómögulegt að einn og einn g'luggi hafi opnast og einhver hafi teygt sig út til að sjá hvað um væri að vera. En ég tók ekki eftir neinu slíku, ég var komin upp í fimmtíu og fjögur og var bú- in að koma auga á fæðinga- deildina, þegar Nornin stöðv- aðist, með ægilegum hvelli. — Vertu ekki hrædd, sagði hann og setti bæði mig og töskuna á götuna. — En við getum ekki skil- ið Nornina eftir hér, sagði ég með hljómlausri rödd. Hann svaraði ekki, en lagði handlegginni um axlir mér og' ýtti mér ákveðinn í áttina að fæðingadeildinni. Eg hætti að hugsa og beindi allri at- hygli minni að því að taka ekki fram nema annan fótinn í einu. Svo vissi ég ekki meir, en þegar ég rankaði við mér, sat ég í hjólastól, sem hjúkr- unarkona renndi eftir löngum gangi. Bengt gekk við lilið mér og hélt fast í hönd mér. — Eg elska þig, sagði hann, og svo var hann horfinn. — Bengt, Bengt! Það var svo margt sem mig langaði til að segja við hann. Mig langaði til að segja honum að ég elskaði hann, að ég skyldi það ósköp vel að hann væri hugsandi út af föðurhlutverkinu og að ég skildi vel að hann væri hrif- inn af Norninni, og að allt yrði nú gott aftur. — Bengt, sagði ég, heilli eilífð síðar, að því að mér fannst. Hann var órakaður en Ijómaði eins og sól. — Hvernig gekk það með Norn- ina? — Við höfum eignazt son. sagði Bengt. — Þú hefir \ látið hana stam'.i barna á ; ð algötunni. — Hann vai' þrjú kíló og átta hundruð grömm. — Ef einhver stelur henni, hvað .... — Hann hefir nefið þitt, Magga, og munninn frá mér. — En ef lögreglan hirðir hana .... — Ástin mín, sagði Bengt. — Þú ert í inniskónum. Bara að þú ofkælist ekki . . . Og svo sofnaði ég. Eg fékk að fara lieim eftir viku, með Tómasi litla og Bengt. Fyrir utan fæðingardeild- ina stóð lítill bíll, þægilegur fjölskyldubíll, pláss fyrir þrjú börn í aftursætinu. — Stígðu upp í bílinn, sagði Bengt. — Hvað hefir skeð? spurði ég. Bengt tók körfuna með Tómasi og setti hana varlega í aftursætið. — Nornin var ekki bein- línis fjölskyldubíll sagði hann. 35. tbi. yiKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.