Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 34
PER SPARID MED ÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HER KLIPPIÐ HER Ir i Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blaS ó kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað ó kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ HILMIR HF. VIKAN PÓSTHÓLF 533 SÍMAR: 36720 - 35320 SKIPHOLTI 33 REYKJAVÍK n i i i j GRENStóVEGI 22-24 SIMAR: 30280-322GZ Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólffltsar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V______________________________________________________________________y Harmleikurinn Framhald af bls. 15. ungu og saklausu Maríu Vetsera — Rúðólfur krónprins kemur fram í líki Omars Sharifs. Jam- es Mason þykir frábær í hlut- verki Frans Jósefs, og sú stór- snotra keisarynja Eiísabet er leikin af engri annarri en Övu Gardner. AVA — IIIN ÓÚTREIKNANLEGA Þetta er fyrsta hlutverk Övu, sem nú er 46 ára, eftir þriggja ára fjarveru frá kvikmyndun- um. í raun réttri á hún margt sameiginlegt með hinni óham- ingjusömu keisarynju. Ava er falleg, eirðarlaus og óánægð með lífið — alveg eins og Elísabet var. Terence Young og aðstoðar- menn hans ættu því að vera ánægðir. Þeir fengu leikara sem pössuðu í hlutverkin. En einu höfðu þeir ekki reiknað með: duttlungum hinnar óútreiknan- legu Övu Gardner. Bræðiköst 84 VTKAN 35-tbl- hennar komu sem þrumur úr heiðskíru lofti — án minnsta fyrirvara. Starfsfólkið við myndatökuna hafði aldrei upplifað annað eins. Og það er ekki lítið sagt, því þetta aumingja fólk hefur séð sitt af hverju: æðisköst Jeans Gabins, tirtuskap Brigittu Bar- dot, hömlulaus rifrildi Richards Burton og Liz Taylor að við- bættum gráti og tannagnístri óteljandi smástirna, sem hafa talið sig eitthvað ranglega með- höndluð. Þegar Ava kom á stúdíóið klukkan tólf að degi til, með tröllaukin sólgleraugu í stíl við Garbo og mestan hluta höfuðs og andlits hulinn í svartri silki- skuplu, vissu allir að óveðrið myndi skella á þá og þegar. Hár- greiðslumeistarinn, sminkdaman og aðstoðarmaður nokkur urðu fyrstu fórnardýrin. Illyrðunum rigndi yfir þau á blendingi úr ensku og spænsku að viðbættum einstaklega kjarnyrtum frönsk- um setningum á stangli. Að loknu hverju kasti lokaði Ava sig inni og þá var ekki heiglum hent að reyna að ná sambandi við hana. Leikstjórinn og aðstoð- armenn hans urðu þá að gera svo vel að bíða, þangað til stjörn- unni þóknaðist næst að mæta til kvikmyndatökunnar. Yfirleitt hegðaði Ava Gardner sér svo illa, að sjálf Elísabet keisarynja hefði varla gert bet- ur hvað það snerti. Hún skipaði öllum fyrir eins og hundum. — Þegar hún frétti að Andrea Parisy ætti að leika tengdadótt- ur hennar í myndinni, hrein hún uppyfir sig og fékk „taugaáfall“. Hún heimtaði miklu yngri leik- konu í hlutverk tengdadóttur- innar. MEIRA AF SVO GÓÐU Allur þessi hamagangur stór- stjörnunnar virkaði smitandi á hinar, sem fóru brátt sem óðast að géfa eigin kenjum lausan taum. Omar Sharif, Egyptinn sem sló í gegn með leik sínum í myndinni um Arabíu-Lárens, hefur orð á sér fyrir að vera ró- lyndur maður. En nú fékk hann það allt í einu á heilann að sinna eftirlætishobbíi sínu, brids, — nokkrum sinnum í viku, alveg án tillits til kvikmyndatökunn- ar. Catharine Deneuve, sem áður fyrr var sögð sérlega elskuleg manneskja, varð nú uppivöðslu- söm og hafði allt á hornum sér. Það var að nokkru kennt sam- bandi hennar við eiginmanninn, tízkuljósmyndarann David Bail- ey, en það afsakar varla með- ferð hennar á blaðamönnum. Hún átti það til að aflýsa við- tölum á síðustu stundu og sýndi yfirleitt lítinn samstarfsvilja. Sá eini sem hélt nokkurn veg- inn jafnvægi innan um öll þessi ósköp var leikstjórinn Terence Young. Með dæmigerðri, brezkri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.