Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 46
Hér að ofan til vinstri sýnir Patou gráan og hvítan kjól með háu hálsmáli, ofarlegu mitti, en fyrir neðan það tayrjar víddin strax og gefur sérkennilegán svip. Breitt, svart belti með stórri slaufu. Nœst er kvöld- kjóll, stuttur að framan, en alveg síður að aftan. Svart organz haldið uppi með háum kraga, mjótt belti hátt Til vinstri er síð- ur samkvcemis- kjóll frá Heim, í stíl frá árunum 1920—30. Hann er fleginn niöur að mitti, en á magan- um er mjó silfur- saumuö rönd, hlýr- arnir eru örmjóir, og svart blúndunet um háriö aö aftan. Nœst t.v. er kjóll frá Lanvin, rauö, svart og gyllt munstraðar pils- buxur, breitt belti og svartur jersey efrihluti. uppi. V Dior lét sig hafa það að sýna fleira en stríðsföt. Þessi kjólI er úr svörtu flaueli með svartri blúndu innsettri á tveim stöðum. Flauelsskór, svartir, eru notaðir við. — Svart er mikill tízkulitur þetta ár- ið. Sagt er að heidur hafi verið dauft yfir tízkusýnlngunum í haust, eftir það ástand, sem lengi hafði ríkt í Frakklandi. Fremur lítið nýtt kom fram, en þó bar auðvitað flest vissan svip, ein- hver lína virðist ve a ráðandi hjá næstum öllum tizkuhúsunum. Pilsfaldurinn er þó hafður hvar sem verkast viil — alveg efst uppi á lærum og n'ður á kálfa. Þó er maxi-tízkan alls ekki eins úberandi og ts'ið var, að verða mundi í haust og töldu margir, að hún væri að mestu horfin, þótt eitthvað eimdi eftir enn. A-linan er mest áherandi, þ. e. a. s. pilsin víkka neðst og byrjar það venjulega um mjaðm- ir. Það virðist vera aiveg ómissandi að eiga rúllukragapeysu, og yfirleitt eru háir og uppstand- andi kragar mikið notaðir. Arftaki síðu golftreyjanna frá í vor er greinilega túníkan — kjólajakk- ar, dragtarjakkar og hreinlega jakkar yfir engu öðru en þröngum buxum eru í þeirri lengd. — Töluvert er um, að jakkar séu hnepptir á hliðum. Aðalliturinn er svart, reyndar líka grátt, hvítt, súkkulaðibrúnt og sterk-dökkrautt eða skærrautt. Tweedefnin eru oft brúnleit og hvít, svört og hvít eða dökkravð og hvít, en mest ber á tweed, flaueli — aðallega svörtu — satíni (en það til- heyrir tízkunni frá 1920—'30) og crepa-efnum, a5 ógleymdu jerseyinu, sem núna er notað jafnt í kápur sei í kjóla, þykkt og þunnt. Jersey hefur verið mik'ð notað undanfarið, en aldrei meira en nú. Kápurnar eru oft eins og greiðslusloppar, skargripir eiga helzt heima á mittinu núna, kósakkaútilt ehfur verið töluvert frammi, meira að segja pokabuxur, sem stungið er niður í her- mannastícj j|, langir klútar og treflar eru notaðlr við bæði kápur og kjóla, stundum niður í mitti, oft á mjaðmir og við kvöldkjóla alveg niður á ökkla. Mittið er venjulega á sínum stað, nema hvað sumir tizkuteiknarar, eins og t. d. P.itcu færir það töluvert upp, en breið belti eru enn mikið notuð, oft með skrauti og slaufum. Meira verður sagt frá tízkunni í VIKUNNI seinna og betti i.iyndir birtar. 46 VIKAN 35‘ tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.