Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 13
Ég var viti mínu fjær af ást til hennar, og ég ætla að segja ykkur sögu okkar. Ég kynntist henni og lifði fyrir ástúð hennar og ástaratlot; lifði í örmum hennar og svalg hvert orð, sem gekk fram af hennar munni. Ég var svo fanginn og heillaður af öllu sem henni viðkom, að ég spurði ekki lengur, hvort það væri dagur eða nótt, hvort ég væri lifandi eða dauður. Og svo dó hún. Hvernig gerðist það? Ég veit það ekki. Ég veit yfir- tók hatt minn og ætlaði að fara mína leið. En þegar ég var rétt kominn að dyrunum, rak ég augun í spegilinn hennar í forstofunni. Hún hafði sjálf hengt hann þarna upp til þess að geta á hverjum degi skoðað sig í krók og kring, — sér- staklega þegar hún fór eitthvað út. Þá þurfti hún að athuga vel, hvort fötin færu vel og væru falleg, allt frá litlu skónum og upp í hattinn. Ég stóð fyrir framan þennan spegil, sem svo oft hafði speglað hana, svo oft, að hann hlaut að þegar rotnaðir; þar sem aðrir yrðu kannski grafnir næsta dag. Hér var fallegt. Hér voru villtar rósir og stór og dimmur kýprusviður, — þungbúinn en fallegur garður, sem fékk næringu sína frá líkömum mannanna. Ég var einn. Aleinn. Ég faldi mig undir þykku limi trjánna, — huldist ailur þykkum og skugga- legum greinum. Þegar aldimmt var orðið, yfirgaf ég felustað minn og byrjaði að færa mig varfærnislega frameftir, hægt stein og byrjaði varfærnislega að strika yfir bókstafina. Hann gerði þetta hægt og rólega og virti fyrir sér staðinn með tómum augnatótt- unum. Síðan skrifaði hann með odd- mjóum enda beinakögguls, sem einu sinni hafði verið vísifingur hans, með sjálflýsandi stöfum, eins og þegar drengur skrifar með fos- fór á vegg: „Hér hvílir Jacques Olivant, sem lézt sjötíu og eins árs. Hann flýtti fyrir dauða föður síns til þess að geta erft eignir hans. Hann skap- >EGAR RIGMDI... leitt ekki neitt. En dag nokkurn var hún holdvot, þegar hún kom heim, því að það hafði rignt mikið. Næsta dag hóstaði hún. Hún hóstaði næst- um í heila viku og varð siðan að leggjast í rúmið. Hvað gerðist man ég ekki nú, en læknar komu, skrif- uðu lyfseðla og fóru. Hendur henn- ar voru heitar og ennið logandi heitt og augun sorgmædd og tóm. Þegar ég talaði við hana, svaraði hún mér, en ég man ekki lengur um hvað við ræddum. Ég hef gleymt öllu, öllu, öllu. Hún dó, og ég man eftir síðasta veikburða andardrætti hennar. Hjúkrunarkonan sagði: - Ó! Og ég skildi. Ég skildi. Ég veit ekki meira. Ekkert. Ég man eftir presti, sem sagði: — Var hún ástmey yðar? Mér fannst hann móðga mig. Fyrst hún var dáin, hafði hann eng- an rétt til að segja svona nokkuð. Ég vísaði honum á dyr. Það kom annar mjög vingjarnlegur og blíð- ur, og ég táraðist, þegar hann tal- aði um hana. Ég var spurður, hvers ég óskaði í sambandi við jarðarförina, en ég man ekki hvað ég sagði. Hins veg- ar man ég eftir kistunni og hamars- höggunum, þegar hún var négld aftur. Ó, guðl Það komu nokkrir, — vinir og ættingjar. Ég dró mig í hlé og lagði á flótta. Næsta dag fór ég mína leið. o—o í gær kom ég aftur til Parisar og sá íbúðina mína, — Ibúðina okkar, rúmið okkar, húsgögnin okkar, allt, sem menn láta eftir sig, þegar dauðinn hefur knúið dyra. Þá varð ég aftur gripinn slíkri skelfingu og vonleysi, að ég var að þvi kominn að opna gluggann og fleygja mér út á götuna. Ég gat ekki lengur verið hér innan um þessa hluti. Ég geyma mynd hennar. Mér fannst ég elska þennan spegil. Ég kom við hann. Hann var ískaldur. Ó, þessi minning! Þú skuggalegi spegill, brennandi spegill, hræðilegi speg- i11, sem lætur mig líða slíkar kval- ir! Hversu hólpinn er ekki sá mað- ur, hvers hjarta gleymir öllu, sem í því var geymt; öllu, sem þar hef- ur gerzt; öllu, sem þar hefur spegl- azt eða endurspeglazt, — hjarta, sem getur gleymt ást sinni? Hugsunarlaust og gegn vilja mín- um gekk ég út í kirkjugarðinn. Ég fann einfalda gröf hennar, hvítan marmarakross, sem á voru letruð þessi orð: — Hún elskaði, var elskuð og dó. Þarna niðri liggur hún. Hvað það var hræðilegt! Ég lá hér og snökti með ennið við jörðina, lá lengi, lengi. Þá veitti ég því eftirtekt, að farið var að skyggja og varð grip- inn einkennilegri, brjálæðislegri ósk, ósk hins örvinglaða elskhuga. Mig langaði til að dveljast hér um nóttina og gráta við gröf hennar. En áreiðanlega yrði tekið eftir mér og ég rekinn út samstundis. Hvern- ig átti ég að fara að þessu? Ég fékk góða hugmynd, stóð á fætur og fór að ganga um þennan bæ hinna dauðu. Ég gekk og gekk. Ég hugsaði um það, hversu lítill þessi bær væri [ samanburði við hinn, sem við bjuggum í. Og samt eru hinir dauðu miklu fleiri en þeir sem lifa. Við verðum að hafa há hús, breið stræti og mikið rými fyrir fjórar kynslóðir, sem samtím- is líta Ijós dagsins, drekka vatnið úr lindunum, vínið úr þrúgunum og eta ávexti jarðarinnar. Þegar ég var kominn í annan enda kirkjugarðsins, uppgötvaði ég skyndilega, að ég var kominn í elzta hluta garðsins, þar sem hinir dauðu og moldin voru þegar orðin eitt og hið sama; þar sem krossarnir voru og hljóðlega yfir þessa jörð, þar sem hinir dauðu hvíldu. Ég gekk lengi, án þess að finna gröf henn- ar. Ég ráfaði áfram eins og blind- ingi, þreifaði á steinum, krossun- um, járngrindunum, skrautmyndun- um og visnum blómum kransanna. Ég las nöfnin með því að strjúka fingri yfir bókstafina. Ég gat ekki fundið hana. Það var ekki tunglskin. Ég var hræddur, hræðilega hræddur, með- an ég gekk eftir þröngum malar- vegunum milli grafanna. Grafir, að- eins grafir,- til hægri, til vinstri, fyr- ir framan mig, fyrir aftan mig, — alls staðar grafir. Ég settist á eina þeirra, af því að ég gat ekki geng- ið lengur. Ég skalf í hnjáliðunum. Ég heyrði hvernig hjartað barðist í brjósti mér. Og ég heyrði líka dá- lítið annað. Hvað var það? Undar- legt hljóð, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Var þetta hljóð innan ( mér, í kolsvartri nóttinni eða niðri í hinni leyndardómsfullu jörð, þess- ari jörð, sem var blönduð manns- líkömum? Skyndilega fannst mér marmara- steinninn, sem ég sat á, hreyfast. Hann hreyfðist sem ég er lifandi, og það var eins og hann ætlaði að reisa sig á rönd. Ég tók snöggt við- bragð og stökk á gröfina við hlið- ina. Það var ekki um að villast. Steinninn, sem ég hafði setið á, var að reisa sig á rönd af sjálfsdáðum. Andartaki síðar kom hinn dauði í Ijós, beinagrind, sem var bogin í baki og hélt á legsteininum. Ég gat lesið á honum: „Hér hvílir Jacques Olivant, lézt sjötíu og eins árs. Hann elskaði fjölskyldu sína, var dagfarsprúður og heiðarlegur og dó í trú á frels- ara sinn." Hinn dauði las þetta líka. Að því búnu tók hann litinn stein upp af malarveginum, lítinn, oddmjóan raunaði konu sinni, píndi börnin sín, sveik náunga sína, féfletti hvern einasta mann sem hann gat komið nálægt, og dó glataður maður." Þegar hann hafði lokið við þetta, stóð hann grafkyrr og virti fyrir sér verk sitt. Og þegar ég sneri mér við sá ég, að allar grafir stóðu opnar, allir hinir dauðu höfðu stig- ið upp úr þeim, og allir höfðu strik- að út þau orð, sem eftirlifendur höfðu valið þeim og látið höggva á legsteina þeirra. I staðinn höfðu þeir letrað sannleikann. Og ég sá, að allir höfðu skapraunað sínum nánustu, að þeir voru illa innrættir og óheiðarlegir, hræsnarar, rógber- ar, lygarar, skúrkar, — að þeir höfðu stolið og svikið, að þeir höfðu gerzt sekir um alls konar óheiðarleika, — þessir góðu feður, þessar tryggu eiginkonur, þessir elskulegu synir, þessar hreinlífu dætur, þessir heið- arlegu kaupsýslumenn, allir þessir menn og konur, sem sagt var um að lægju óbætt hjá garði. Allir skrifuðu á legsteina sína sannleik- ann, sinn eilífa dóm, — hinn skelfi- lega, heilaga sannleika, sem hafði sofið vært í undirvitundinni á meðan þeir lifðu. Mér datt í hug, að einnig hún hlyti að hafa skrifað eitthvað á sinn legstein. Ég fann ekki lengur til minnstu hræðslu innan um opn- ar líkkisfur, líkama og beinagrind- ur. Ég hraðaði mér í áttina að gröf hennar, sannfærður um að ég mundi finna hana án nokkurra erfiðleika. Ég þekkti hana strax aftur, án þess að sjá framan í hana. Andlit hennar var hulið flaksandi likklæð- um. A marmarakrossinum, þar sem ég hafði áður lesið: „Hún elskaði, var elskuð og dó . . ." — las ég nú: „Dag nokkurn, þegar rigndi, gekk hún út til að svíkja elskhuga sinn, varð innkulsa og dó." ☆ .. V.-’.-HE* . (0 |Ð LlKKLÆÐUM OG A LEGSTEININN HAFÐI HPN SKRIFAÐ 35. tw. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.