Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 26
hann eða að reyna að sprengja hann í loft upp. Hér naut Alexander útilífsins af hjartans lyst, kastaði fyrir lax og fékkst við aflraunir í stíl við Hafnarbræður og séra Snorra á Húsafelli, enda orðlagður jaki. Til dæmis rétti hann úr skeifum með berum höndunum eins og ekkert væri um að vera,- það gerði Agúst sterki á Saxlandi líka, svo að eftir því hafa skeifuréttingar verið kon- unglegt sport. Einnig eru til sögur um að Alexander hafi leikið sér að því að haida kyrrum tveimur tryllt- um hrossum, sínu með hvorri hendi. — Staðurinn er nú mikil beita fyrir túrista og koma um þrjátiu þúsund þeirra þangað árlega. BARDAGINN Á SÆMSKASUNDI Einnig fylgdi Fröjd konsúll mér upp á klöpp eina sem ber heldur hátt á eynni Kotka austanverðri; var þaðan dægileg útsýn yfir skógi- vaxna hólma og nes og spegilslétt- an sjó, bláan, krökkan af seglbát- um, en þess háttar farartæki þykja hér enn sjálfsagðari eign en bílar. En ekki hefur alltaf verið jafn frið- fjandkonu sína í ófriði þessum, að herskip hans sigldu allt að ósum Nevu og er hermt í annálum að rúðugler hafi skolfið í Vetrarhöll- inni við brestina í fallbyssum þeirra. Kalla má að bardaginn í Sænska- sundi hafi verið fæðingarhríðir Kotkaborgar, því að ófriði þessum loknum töldu Rússar vissara að hlaða virki hér á eynni, sem þá var þeirra megin við landamæra- línuna, til að Svíar ættu erfiðara með að sækja að þeim gegnum skerjagarðinn þegar til næsta stríðs kæmi. Helzt minja eftir dvöl Rússa hér er kirkja ein allvegleg, sem með stílnum ber uppruna sínum glöggt vitni. Hún er nú notuð af hinum grískorþódoxa söfnuði borg- arinnar, sem er að vísu fámennur. Flestir Finnar eru Lútheranar sem kunnugt er, en eitthvað um tvö prósent landsmanna munu vera grísk-orþódoxir, flestir Kirjálar frá austurjöðrum landsins. Sú þjóð fékk sinn kristindóm nefnilega frá Rúss- um í Novgorod, en ekki frá Norð- urlöndum sem aðrir Finnar. 1855 fundu skerjagarðskarlarnir manna á bezta aldri sem ekki áttu afturkvæmt af vígvöllunum eða sneru þaðan hamlaðir á líkama og sál, varð borgin að þola harðar árásir af hálfu sovézka flughers- ins, enda aldrei langt til stöðva hans á Leníngrað-svæðinu eða í Eistlandi, hinum megin við Kirjála- botninn. Ollu flugárásirnar miklu tjóni í borginni, en verr hefði þó farið ef ekki hefði notið við ágæts loftvarnaliðs, sem grandaði fjöl- mörgum óvinaflugvélum. Við eitt loftvarnabatteriið, sem staðsett var á einum hólmanum úti fyrir, þjón- aði um hríð Henrik Aunio, sem nú er skreytingamaður í Reykjavík. Fröjd sagði mér l(ka sitt af hverju um eyna Hogland, sem er hér úti fyrir, nokkurn veginn á flóanum miðjum. Þar var háð önnur orrusta fræg í Gústafs stríði og Katrínar, sem áður er getið. Það var að vetr- arlagi og Kirjálabotn ísi lagður. Rússar settust í eyna með mikið lið, en sænskir og finnskir her- menn drógu þá fallbyssur út á ís- inn og plöffuðu á óvininn. Minn- ast Svíar og Finnar atburðar þessa Frá Sær til Suome þeir sóttu upp á eyna eftir giljumi þeim og skorningum, sem þar er mikið af, lét varnarliðið ganga ái þeim sprengjur og kúlur. Biðu< Þjóðverjar þar mikið manntjón ogi ósigur, enda eru sprengingar sér- lega áhrifamiklar þegar þær hafa< nokkurt aðhald, til dæmis af kletta- veggjum. Kunni Fröjd konsúll gerla að segja frá þeirri viðureign, þar eð sonur hans hafði tekið þátt [ henni sem foringi í finnska líðinu.. Nú heyrir Hogland Rússum til. LITIÐ INN HJÁ RUNEBERG Meðan Dettifoss lestaði staura og sykur í Kotka og Kantvik, stað ein- um á Porkkala-svæðinu, fyrir vest- an Helsingfors, skrapp ég með rútu til höfuðborgarinnar; það er um Þannig cr Helsingfors: himinháar gl.iáhallir og brciðgötur krökkar af æsilegri umferð. Að of- an eru ný skrifstofu- og verzlunarhús við Tavastaveg, cn til hægri stjórnarskrifstofur á Kalli-svæðinu. sælt hér á sundunum. í einu þeirra, Sænskasundi (Svensksund, Ruotsin- salmi á finnsku), sem vel sést héð- an af klöppinni, áttust herflotar þeirra Katrínar miklu Rússadrottn- ingar og Gústafs þriðja Svíakon- ungs við árið 1790, en í þá tíð skipti Kymmene-á löndum með þeim. Sagði konsúllinn mér, að Gústaf konungur og offíserar hans hefðu þá staðið hér á klöppinni, fylgzt með bardaganum og gefið liði sínu góðar ábendingar, þegar með þurfti. Báru Svíar hærri hlut í pataldri þessum, og telja hann veglegastan allra sinna sigra á sjó. Gerðist Gústaf svo nærgöngull við hér í kring púðurlykt öðru sinni. Þá geisaði Krímstríðið fræga og Bretar og Frakkar sendu flota inn á Eystrasalt til að angra Rússa. Brezk herskip þræddu þá leiðina inn á milli hólmanna og skutu Kotkavirkið í mask. Ekki varð þetta þó viðgangi staðarins til hindrun- ar, því 1878 var formlega stofnað- ur kaupstaður á eynni. Fyllir Kotka því níunda tug aldurs síns á þessu ári. HOGLAND Sem fyrr er á drepið, kom heims- styrjöldin síðari hart niður á Kotka. Auk þeirra mörg hundruð kgrl- Dómkirkjan í Helsingfors er ein tígulegasta bygging borgarinnar. Hún var byggð snemma á síðustu öld eftir teikningu C. L. Engels. Flokkur finnskra hermanna á göngu í Helsingfors af tilefni hálfr- ar aldar afmælis finnska hersins. lÍÍiliÍÍÍBii með stolti enn í dag, og í Fanrik Stáls sagner er að minnsta kosti einu sinni getið um „garp frá Há- lands tíð". Annar bardagi var háður um Hogland í síðari heimsstyrjöld, eft- ir að Finnar höfðu samið frið við Sovétmenn og undirgengizt að reka af höndum sér herlið það er fyrr- verandi bandamenn þeirra, Þjóð- verjar, höfðu í landinu. Þjóðverjar hugðust þá hertaka Hogland, enda getur sá aðili er eynni ræður og ráðið siglingum inn til Leníngrað. Finnar höfðu lið fyrir á eynni og tóku það ráð að lofa Þjóðverjum að stíga á land óáreittum, en þegar þriggja tíma ferð um skóga og sveitir Nýlands, en svo hefur lands- hluti þessi heitið á norrænu máli frá fornu fari. Byggðirnar hér með ströndum fram munu enn sænsku- mælandi að mestu; það sér maður meðal annars á því að á vegaskiltum er sænska áletrunin jafnan fyrir ofan finnskuna, öfugt við það sem er í Helsingfors, hvað þá í Kotka, þar sem flestar áletr- anir eru eingöngu á finnsku. Það var heitt og sólskin þennan dag og blómlegt um að litast í þessum feitu sveitum. Víða var farið að koma upp á ökrunum hjá köllun- um, en annars staðar sáust þeir að 86 VIKAN 35-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.