Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 24
Frá Sænskasundi til Suomenlinna Frá risaborginni við Nevu með öllum sínum íbúamilljónum, gullnu spírum og tíglóttu næputurnum, breiðu og fólksiðandi próspektum og Einsetrinu með sínum þrjú hundr- uð sýningarherbergjum siglir Detti- foss til Kotka ó suðurströnd Finn- lands austarlega. Borg þessi stend- ur á hólmum nokkrum við ósa Kymmene-ár og hefur um þrjátíu og fimm þúsund íbúa, og er því hvað það snertir ekki einu sinni hálfdrættingur á við Reykjavík. Þó er Kotka ein af mikilvægustu iðn- að nokkru tekið við því hlutverki sem Víborg hafði áður, en þeim stað rændu Rússar í lok síðasta stríðs ásamt mestum hluti finnsku Kirjálu. Því er Víborg — sú borg sem fyrr meir var eins konar fram- vörður Norðurlanda gegn Rússlandi — ekki finnsk lengur og ekki held- ur Sordavala, staður sá á strönd Ladoga sem séra Sigurður í Holti orti um það kvæða sinna, er flestir munu kunna. Já, Rússarnir eru ekki langt und- an hér í Kotka. Dom ar nara nu, það á tilfinningunni að hafnar- og iðnaðarborgir séu að jafnaði ekki til verulegrar fyrirmyndar hvað hreinlæti og fegurð snertir, en ekki sannast það á Kotka; þetta er allra snotrasti staður og á umhverfið ekki lítinn þátt í því; skógurinn sem hér virðist spretta af hverjum bletti sem auður er af mannvirkj- um og skerjagarðurinn. Hann er ekki nakinn eins og sá meðfram sænsku vesturströndinni, heldur vaxinn trjám niður undir flæðar- mál; það sér á að hér er innhaf og hins vestræna heims, eggjandi aug- lýsingaglugga, lýst fyrirtækjaheiti, stuttpils. Það var farið að húma að kvöldi og grúfði blóðrauður kvöld- roði yfir skógunum í norðvestri. Ég gekk upp að aðalkirkju borgarinn- ar, sem er á hæð miðsvæðis. Þetta er stílhrein og yfirlætislítil bygging, hlaðin úr rauðum tígulsteini eins og algengt er á Norðurlöndum. Á bak við hana er stríðskirkjugarður borg- arinnar — hetjugrafirnar, heyrði ég borgarbúa nefna þær. Þeir sögðu þetta ekki með stolti og þaðan af Séð yfir Kotka. Við höfnina eru miki- ir staflar timburs, sem hfður útskip- unar. Finnskir hafnarverlcamenn taka við hryggjustaurum á þilfari Dettifoss. Kotka. er mcsta útflutningshorg Finn- ladns og því jafnan mikið um að vera við höfnina þar. Aðalkirkjan i Kotka. Að haki hennar eru grafir um fjögur hundruð Kotka- búa, sem féllu á vígvöUum síðari aðarborgum landsins og mesta út- flutningshöfn þess; mun um fjórð- ungi af öllum útf lutningsvarningi Finna vera skipað hér út. Þetta á sér þá ástæðu að vatnasvæði Kym- mene-ár er sá hluti landsins, sem auðugastur er af skógum, vötnum og iðnaði (og raunar einnig nátt- úrufegurð). Þessu svæði heyrir til héraðið Savolaks, sem á stórveldis- tímum Svía lagði þeim til heimsins bezta riddaralið, og sú smáspilda sem Finnar eiga nú eftir af Kirjálu. Þetta er fornlegasti og rómantísk- asti hluti landsins, en ef til vill sá nýtízkulegasti um leið. Kotka hefur sagði finnski vaktmaðurinn við Dettifoss, roskinn, sænskumælandi Nýlendingur. Það eru ekki nema fimmtíu kílómetrar út að næsta rússneska hólmanum, sagði hann. Fyrir stríðið voru landamærin þvert yfir Kirjálaeiði, í sjónmáli við Kron- stadt og Leníngrað. En nú eru þau komin vestur fyrir Víborgarf jörð. Já, dom ar nara. En, bætti Nýlend- ingurinn við, nú er allt gott milli okkar og þeirra. Þetta taldi hann ekki sízt að þakka diplómatískum hæfileikum Kekkonens forseta, sem hann hældi á hvert reipi. Einhvern veginn hefur maður sjógangur tiltölulega Iftill. Á vet- urna, þegar veður eru verst, er Kirjálabotn Ifka ísi lagður. HETJUGRAFIR í Kotka mátti Ijóslega þekkja að maður var aftur kominn vestur fyr- ir tjald; hér var enginn grænkollur með pístólu við landgöngubrúna, hér þurfti engan landgöngupassa og að sjálfsögðu er hverjum og einum sjómanni í sjálfsvald sett, hversu lengi hann dvelur fjarri skipi sínu meðan það er í höfn. Og þeg- ar í land er komið sér maður alls staðar þessi mest áberandi einkenni síður rembingi, heldur áherzlu- laust sem væru þeir að greina frá hverri annarri hversdagslegri og óhagganlegri staðreynd. Stríðskirkjugarðar hafa sérkenni- legt aðdráttarafl, þessir hinztu hvílustaðir manna, sem þegar í blóma aldurs síns lögðu svo mikið fram, að meira verður ekki af þeim heimtað. Hér sofa þeir svefninum langa hlið við hlið, Kotkabúar þeir sem létu blóð sitt til næringar þeirri jörð er við sáum móa fyrir f morg- unsólinni fyrir þremur eða fjórum dögum, þegar Dettifoss var lóðsað- ur inn fyrir Kronstadt. Þeir liggja 24 VIKAN 35- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.