Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 49
Þeir sem hafa komið i kvikmyndaver og séð, þegar verið er að taka kvikmynd,
sérstaklega at.riði, sem eiga að vera sérstaklega áhrifarík, verða fyrir miklum
vonbrigðum. Tæknibrögðin, sem beitt er, eru víst afskaplega einföld og ómerki-
leg. Skip á stórsjó úti á reginhafi, þegar um líf og dauða er að tefla, er þegar
allt kemur til alls bara ofurlítil dugga í baðkeri og annað mun vera eftir því.
Þegar menn hafa skoða kvikmvndaver og séð hvernig farið er að bessu, geta
þeir ekki upp frá því horft á kvikmyndir á sama hátt og áður.
Myndirnar á bessari síðu eru teknar í Hollywood. Það er verið að taka ógn-
þrungið atriði, þegar tvö ljón sleppa úr búri í dýragarði og ráðast á söguhetjuna.
En auðvit.að er tuskubrúða fengin í hlutverkið, því að enginn vill leika á
móti óðum ljónum.
35. tbi. VIKAN 49