Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 40
Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan háft Hinn sjálffyllti Cutipen gefur rríýkj- andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrj&tandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstœði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að neglur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann í handtösku. Cutáp&tv fæst 1 öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar áfyllingar. Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaóburð, sem seldur er í pennum, jafn handhæg- um í noktun og'Cutipen. götuna og fram á bryggjuna til að taka ferjuna út í Suomenlinna. Með- an ég sat þar og beið, mátti ég sanna að fleiri héldu veizlur þenn- an dag en Kekkonen. A næsta bekk við tóku sér sæti tveir menn á óút- reiknanlegum aldri, í fatnaði með óvissum lit og sniði sem greinilega ahfði ekki komizt í kynni við pressu- járn árum saman. Þeir voru með nokkra bjóra í poka auk þriggja eða fjögurra sílda, sem þeir höfðu vafið innan í bréf. Nokkur strekk- ingur stóð utan af sjónum og blés svitastorknum hárlufsum lausa- mannanna frá andlitum þeirra dökk- rauðbrúnum og hrukkóttum, og þeir átu og drukku og voru glaðir,- rifu með svörtum fingrum hold frá beini á silfri hafsins og tuggðu harð- ánægðir, hræktu svo út úr sér bein- um og roði í bréfið aftur. En þar eð hugur þeirra var ekki með öllu bundinn mataráhyggjum, þá gættu þeir þess ekki alltaf hvað fyrir fingrum varð þegar þeir seildust eftir munnfylli; vildi þá ekki ósjald- an svo til að annar þeirra stakk upp í sig tuggu sem hinn hafði út úr sér hrækt andartaki áður. En ekki var ég í vafa um að fullt svo ein- lægt bróðerni ríkti í þessum mann- fagnaði og hjá þeim Kekkonen og Traíkof hinum megin götunnar. GÍBRALTAR NORÐURLANDA Svo komst ég út í Suomenlinna, en þangað er fárra mínútna báts- ferð. Staður þessi er virki heldur rammlegt, sem stendur á nokkrum hólmum utan við höfnina og átti á sínum tíma að fyrirbyggja að Hels- ingfors yrði tekin frá sjó. íslenzk þýðing heitisins mundi vera Finna- virki eða eitthvað þess háttar, en sænskumælandi landsmenn kalla það á hinn bóginn Sveaborg, Svía- virki, eins og Svíar skírðu það upp- haflega, þegar þeir byggðu það kringum miðja átjándu, öld. Er þetta stórfelldasta virkisgerð, sem Svíar og Finnar réðust nokkurn tíma í meðan þeir voru saman í ríki, enda var Sveaborg talin allt að því óvinnandi og kölluð Gíbralt- ar Norðurlanda. Byggingunni réð Augustin Ehrensvard, yfirlautinant, og er hann fyrir bragðið talinn ásamt Engel mestur af eldri arki- tektum Finna. Réðu þeir báðir miklu um byggingu Helsingfors. En það fór álíka um Sveaborg og Maginot-línuna og fleiri stór- felldar víggirðingar, að hún varð að litlu gagni þegar á reyndi, en það var þegar Rússar sóttu að staðn- um í stríðinu 1808—'09, sem Stáls- sögur voru kveðnar um. Þá gafst Sveaborg upp eftir málamyndavörn. Leikur allmikill grunur á að þáver- andi yfirmaður virkisins, C. O. Cron- stedt, hafi verið í makki við þá finnsku hástéttarmenn, sem af hálf- um eða heilum hug kusu samband við Rússland fremur en Svíþjóð, þar eð að í fyrrnefnda ríkinu bjó aðall- inn við miklu meiri fríðindi og rétt- indi. Rússar hersátu síðan Sveaborg meðan þeir ríktu í Finnlandi, og ( Krímstríðinu skutu brezk og frönsk herskip á virkið og skemmdu það stórlega. Eftir að Finnland varð sjálstætt 1918 tók her þess virkið í sína vörzlu og situr þar enn. Þar eru nú einnig minjasöfn úr finnskri hernaðarösgu, baðströnd og fleira fyrir túrista, sem þarna koma auk þess í stríðum straumum til að skoða múra þá og víggarða sem mútuþægir aðalsþursar seldu erfða- óvininum úr austri. Og á sandborn- um hólum sem vita að Kirjálbotni bera enn við loft tröllauknar fall- byssur sem varla eru eldri en úr síðarí heimsstyrjöld. Vonandi neyðir enginn Finna til að skjóta úr þeim eða neinum öðrum þess konar hólk- um framar. Undir víggirðingunum eru mikil göng, sem notuð voru sem geymsl- ur og húsnæði fyrir hermenn. [ einu þeirra er nú veitingahús sem heitir Welhalla. Að sjálfsögðu vildi ég inn ganga í Valhöll, en þar sá- ust þá hvorki goð né einherjar. Sá tími er löngu liðinn, er Ehrensvard yfirlautinant hélt höfðingjunum úr Helsingfors veizlur í skjóli þess kastala, sem sterkastur hefur verið reistur á Norðurlöndum. dþ. ■U á sbijgg jcn d url Hjá okkur fáið þér: PÍPUR, FITTINGS, KRANA, EINANGRUNAREFNI, ásamt flestu öSru til hita- og vatnslagna. PÓSTSENDUM • . ..j BURSTAFELL Réttarholtsvegi 3 - Sími 38840 V-______________________________y 40 VIKAN 35- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.