Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 50
 STÍGVÉUN ERU ÖDÝR OG ENDINGARGÓÐ. HEVEA ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND. Heildsölubirgðir: H. J. SVEINSSON HF„ Gullteig 6 - Sími 83350 Hollenzk frá Kvenstígvól, karlmannastfgvél, sfóstígvél, drengiastfgvél, barna- stígvél. þess að heyra eitthvert lífsmark frá Ambrose. Hún lagði sig fram með að heyra hvernig brakaði í lúguhleranum og fótatak hans niður stigann. Hún ímyndaði sér að hún sæi hvernig hann gekk út úr lífi hennar, og það var líka gott, hún ætti að skammast sín. Og hún skammaðist sín. En hugsunin um rúmið uppi og þær tilfinningar, sem það hafði endurvakið með henni, gerði það að verkum, að hún teygði út höndina og kom við Robert. Hana langaði að hrista hann þangað til hann vaknaði, að kveikja í honum á ný, að minna hann á ákveðna tegund ánægju, sem þau höfðu deilt með sér og gátu deilt með sér aftur. Það var tilgangslaust. Hún gat ekki fengið sig til þess. Hann svaf svo friðsamlega og dreymdi skírlífa drauma um hina full- lcomnu brjóstahaldara. 4. Ambrose vaknaði við deilur á stigapallinum imdir lúgugatinu. Hann heyrði rödd sinnar einu ástar blandast saman við rödd hins hataða keppinautar hans. — Svei þér, muldraði Ambrose um leið og hann reyndi að hrista af sér svefndrungann. Hann rak út hendina og meiddi sig á höfðagaflinum. Hann glaðvakn- aði, velti sér á hliðina og hlust- aði. — Ekki fara til skrifstofunnar í dag, elskan, sagði hans heitt elskandi. Það var eitthvað leik- fullt og lokkandi í rödd hennar. Ambrose gazt ekki að því. — Hvað ertu að tala um, Harriet? svaraði Robert. — Ég á von á ljósmyndara frá auglýs- ingaskrifstofunni til að taka myndir af mini-brjóstahöldurun- um. — Hann getur séð um sig sjálfur. (Andstyggðardaðurdrós gat hún verið). — Gerðu það, vertu kyrr. — Elskan mín, það er ekki hægt. Ég veit ekki hvað hefur komið yfir þig. . . . Fótatak þeirra fjarlægðist nið- ur stigann. Það þýddi að minnsta kosti, að Robert hafði verið strangur og réttlátur. Dyggðin hafði sigrað. Hann ætlaði ekki að, láta lokka sig aftur inn í svefnherbergið til að eyða deg- inum við nautn og nautnalíf. Ambrose var hneykslaður. Eft- ir það, sem Harriet hafði verið honum í gær og hann henni, gat hann ekki lengur hugsað um hana sem frú Blossom, og honum hraus hugur við því að hún skyldi, að því er virtist, vera fús til að vera áfram frú Blossom. Það meira að segja með endur- nýjuðum þrótti! Að gera hosur sínar grænar fyrir eiginmannin- um, lokka hann — hvað gat ver- ið andstyggilegra Framhald í næsta blaði. <5 NÝ ELDAVÉL GERÐ 6604. MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhití fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hita- skúffa, Ijós ( ofni. VELJUM fSLENZKT <H) fSLENZKAN IÐNAÐ RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. Ó ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðnum. 50 VTKAN •wt ’ss

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.